Skírnir - 01.01.1923, Side 216
206
Kitfregnir.
[Skirnir
vist er nm það, að stundnm hittast hjá dönskum nútímahöfundum orð
frá Holbergstímum sem nú eru lítt tiðkuð og þó eru þau eigi nefnd
tökuorð, þrátt fyrir það að dönsku þeirrar tiðar munar víst litlu minna
frá nútimamáli Dana, en Sturlungu máli frá málinu á „Pilti og stúlku“.
£>ess kennir allviða i bókinni, að höf. sé að telja sjálfum sér og öðr-
um trú um að islenzka málið, segjum 1290—1320 sé allt annað en t. d.
málið nú 1890—1920. Vita má hann þó, hversu slíkt særir tilfundning-
ar Islendinga, sem lika sjá að þetta er rangt. Vissulega eru hin til-
færðu orð B. M. Olsens sönn: „að naumast finnist 7iokkur ein forn-
mynd, er eigi mœtti finna dcemi upp d í nýja ritmdlinuu. En
samhliða þeirri setningu má koma með aðra jafnsanna: „að hartnœr
allar nýmálsmyndír m.egi finna dœmi upp d, í fornmdlinuu. Þessi
skarpa skifting hjá höf. er þvi vísindalega röng.
Hljóðfræðin nær yfir 46 bls., en þrátt fyrir svo langt mál um
framburð íslendinga þá vantar þar snmt er með ætti að vera og sumt
er á annan veg en rétt er.
Gr. 4 b. Þar er skýrt frá því að a á undan ng, nk sé alment
borið fram sem á, en á Vestfjörðnm haldist þó gamli framburðurinn.
En í þessa hljóðfræði vantar að geta þess við e og ö, að Vestfirðingar
halda þar enn i dag, fornum framburði á undan ng, þar sem aðrir hafa
ei og au. I Gr. 19—38 er talað um framburð á samhljóðunum og er
þar ýmislegt aö athuga. Fyrst vil eg geta þess, að hvervetna þar sem
um tvenskyns framburöarhátt er að ræða, annan latmæltan, en hinn
skirmæltan, sem báðir tíðkast nokkuð jafnt, eins og t. d. úldna og úlna
(i gr. 20 c. 1), þá er ótækt að setja latmælta háttinn inn sem reglu, en
ekki þann sklrmælta, en það virðist höfuðreglan í bókinni allri, líklega
meðfram til að fá út sem mestan mun (þar oft imyndaðan) á fornmáli
og nýmáli.
Engin ástæða er heldur til þess, að setja upp tvennan framburð-
við sérhvert orð, þar sem þvi veiður viðkomið, heldur hafa þar einn
almennan, en geta afbrigðanna sem einkenna einstök héruð, einhvers-
staðar i eitt skifti fyrir öll. Þvert við þetta, sýnir þessi hljóðfræði
jafnan tvennan framburð þar sem hægt er, sem einkum kemur fram i
meðferð raddaðra samhljóða á undan lokhljóðunum k, p, t. Svo sem
kunnugt er, þá rikir sú mállýzka í sumum héruðum Norðurlands (frá
Héraðsvötnum að Helkunduheiði) að hafa tekið upp raddmælt hljóð
fyrir órödduð í ýmsum tilfellum í áðurgreindri stöðu, t. d. maðkur (f.
maþkur), stampur (f. stampur) o. s. frv., gagnstætt því er alment
tiðkast í öllum hinum landshlutunum, er þar halda fornum framburði.
Ef sýna á framburð við hvert orð þar sem um mun er að ræða, hefði
eigi veitt af að hafa viða þrennan framburð, og það var öllu meiri
ástæða til að sýna jafnan hinn einkenniiega vestfirzka framburð á ð í
svœfdur, lagdi, varda o. s. frv. (f. svæfður, lagði varða), enda hefði
það verið i samræmi við sýningu tvenna framburðarins, sem hafður er