Skírnir - 01.01.1923, Side 219
Skírnir]
Ritfregnir.
209
við nýmálið er það einungis hljóðgrenning (frá 17. öld) úr ó, sem svo
aftur miðað við fornmál er hljóðv. af á (hvárr, — hvór — hvorj.
Alrangt er það, að minsta kosti hvað Suðurland snertir að hver og
hvor sé blandað saman og verði hvorttveggja hvur. Þar er ávalt sagt
hvor um tvo en hver eða hvur um marga. Gr. 54). Það er eflaust
vitleysa, að eiga sé fyrir ega. Gr. 65). I sjö (f. sjau) er hvorki úr-
fail né hljóðv., heldur einföld hljóðgrenning, shr. l'öður (f. lauðr), sem
hvergi er nefnt.
Gr. 66. Það er misskilningur og málssögulega rangt að nd til-
likist í nn, heldur er nþ þar á fornnorrænni tið orðið nn. Breytingin
kemur nýmálinu ekkert við. Gr. 71. Tillíkingin U í tt (er verður ein-
falt t og svo ð í léttum samstöfum, sbr. mikið, lítið), er alls eigi til.
I mikill og lítil liafa npphaflega verið tvennar endingar, hæði ill og
inn og því er mikið og lítið fyrir mikint og litint. Með þessu er þá
og tillikingin In í nn (i þolf. mikinn, lítinn) sjálffallin burtu. í þess-
um kafla um lillíkingar, talar höf. um ýmislegt þess konar, sem nýmálinu,
einu sér, kemur ekkert við t. d. hékkur, ekkja (fyrir benkur, enkja).
Þar sést tillikingin eingöngn af eldri málstigum (og erlendum tungum)
og er því eigi nýíslensk hijóðbreyting í orðum. Aftur er þarna eigi
nefnd tillíkingin ht i tt t. d. í nótt sem að vísu er heldur eigi nýislensk
hreyting heldur miklu eldri, en snertir mikln meir hljóðfræði nýmálsins
on hin. Af þessu kemur það þá víst, að höf. hefir neyðzt til að nefna
hana framar (í 55. gr.) í samhandi við lenging raddhljóða og þó á
bókin eingöngu að vera nýislensk málfræði. En þar er það bæði
málsögnlega rangt og líka ekki nýíslenskt, að segja að þetta sé
tilliking úr gt í tt t. d. í dóttir. Eg hýst nú við að höf. myndi svara
mér þarna, að sér komi ekkert við þetta ht i dóttir, nátt o. s. frv.
(fyrir dohtir, naht) af því hann sé eingöngu að rita um nýislenzkn.
En þar til er því að svara, að þarna er ekkert dog, nag til i nýmálinu,
°K ennfremur þvi, að þarna sé enginn munur á fornmáli og nýmáli, og
því er tungan i þessn, eins og víðar, fornaldarmál. Skiftingin gerir
því hér skaðlega villu, í bók, sem á að vera kenslubók.
Gr. 79—82. Ræða um tvöfaldan samhljóða. Þar vantar að geta
þess, að í íslenzku nútimans, tvöfaldast allir samhljóðar á undan i ogn
t- d. er sagt: rimmlar (af rimill) iððnir (af iðinn), meittlar (af meit-
’H), gœttnir (af gætinn), engu siður en möttlar, hittnir (af möttull,
hittinn). Um þetta var alveg sama ástæða til að geta sem um einföldunina
* nndan d og t svo sem í skemdi (af skemma) felt (af fella). Reglurn-
ar om tvöfldun á r og t einsog í hárri, hátt (f. hári, hát) eru rangar
sem oflangt er að útskýra hér.
Gr. 83—85. Ræða um einföldun samhljóða. Þar er sagt t. d. aö
it einfaldist í kettlingur, vettlingur, hvivettna, en það er rangt miðað
við talmál sem vera ber, en eigi margvíslega gallaðan rithátt, sem öll
fflenningarmál hafa, óumflýjanlega, talsvert mikið af að segja. Mynd-
14