Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 222
212
Ritfregnir.
[Skírnir
úr því flokkafjöldinn og beyging er ið sama sem áður. Tnngan er enn
í dag eiginlega fornaldarmál, eða stendur á málstigi fornmála í flestu,
þrátt fyrir allar skemdir.
I 1. fl. sakna eg sagnorðsins rökkva — (rökk) — rokkið, sem
að vísu finst eigi í þát. en er nokkuð notað í hlo, þát.: Nú er orðið
rokkið, og einkum nútíðin í málshættinum: „Eigi verður alt að regni
er rökkuru (= gerir dimmu) í lofti. Eg þykist viss um að „rekviðu
(í Helgakv. Hjörvarðssonar 17) í visuorðnm: „Reið á vargi, rekvið
vaslí sé alls eigi hlo. þát. eins og menn hafa haldið hingað til, heldur
einkunn: rgkviðr (= dimmur), heint mynduð af nafninu rgkr. Mynd-
irnar vóg og óg af vega (257. gr.) eru rangar, þótt stundum sjáist í
dagblöðum. Þarna á ekkert g að vera og er heldur ekki haft í tal-
máli (vá, f. vag, síðar vó, er uppbótarlenging). Sögnina blífa (i 258.
gr.) var rétt að taka með, þótt tökuorð úr þýzku sé það. Orðið er
islenzkt siðan snemma á 15. öld, og beygist reglulega sem mest er um
vert. Svo sem kaflinn um einkunnirnar framar í bókinni, hefir fimlegan
frágang, má með sanni segja, að þessi, um steiku sagnirnar, sé vel
saminn.
Þegar kemur í veiku sagnirnar, þá er sama og fyrr, að dæma-
fjöldinn er alveg ágætur. Þar eru fyrst í flokki: ýa-sagnirnar og svo
ia-sagnirnar, þá e-sagnirnar og siðast a-flokkurinn, sem vist er viturleg
skifting. Hér er fátt að athuga og verður þetta helzt: Gr. 289. Þar
kannast eg eigi við myndina eg þýs f. fiys (af þysja eins og ftyt af
flytjá), enda er orðið fremur óalgengt. I þessum flokki (282. gr.) er
trauðla rétt að telja sögnina núa. Það kann að vísu að vera, að börn
segi stundum: núði (f. neri) eins og þau segja stundum eg snúði, eg
brjótaði (f. sneri, braut), en slikt á ekki heima í málfræði. Gr. 291.
Þar byrjar 2. fl. og er þar fyrst talið þreyja — fireyi — þreyði,
sú beygingarmynd orðsins á heldur heima í 3. fl. (eins t. d. úa), engu
síður en hin klofningsmyndir úr sama orði: þrá — þrái — þráði.
Annars heygist sögnin (eins og líka lieyja — háði) tíðum í tali, svo
sem í fornmáli, eftir 1, fl. þreyja — þrey — þráði, svo eiginlega eru
úr henni orðnar þrjár beygingarmyndir eins og við stöku orð önnur.
I gr. 311—326 eru 3. flokks sagnir veikar. Að upphafi eiga þar heima
nokkrar frumsagnir (vaka, tóra), en inn í flokkinn hefir flækzt hópur
af orðum úr ýmsum öðrum flokkum, svo við það hafa komið upp tví-
myndir (og jafnvel þrímyndir) þegar upprunalega beygingin helzt lika,
sem stundum er. Slíkar klofningsmyndir byrja þegar í fornmáli, en
ágerast eðlilega með timanum. Yið tœja (312. gr.) skal eg geta þess,
að hún beygist sumstaðar en reglulega eftir 1. fl. (eg tæ — táði), og
sama er að segja um dýja (316. gr.), sem þá er eg dý — dúði, en svo
er þar lika enn til myndin dúa — dúi — dúði eftir þessum 3. fl. og
ennfremur dúa — dúaði eftir 4. fi. Þetta er hengtugast að taka hvað
á sínum stað í flokkunum, en hópa þvi eigi saman eins og sumitaðar er gert