Skírnir - 01.01.1923, Síða 224
214
Ritfregnir.
[Skírnir
— Danir hafa nú farið að dæmi þeirra og hafið útgáfa orðabókar, er
fræða skal ítarlega og skilmerkilega um ritað nútíðarmál. Þeir hafa
að vísu áður eignast allstóra orðabók, Yidenskahernes Selskahs Ordbog,
í 8 bindum, en sá var galli á henni, að útgáfan stóð yfir 125 ár, eða
frá 1780—1905, og var að vonnm hæði næsta sundurleit og að sumu
leyti úrelt orðin, um það er lauk. Tvær smærri orðahækur hafa og
verið samdar, önnur frá fyrri hluta 19. aldar eftir Molbeoh, stórmerki-
legt rit og vandað, en hin kom út skömmu eftir aldamótin síðnstu,
Dansk Orbog for Folket eftir Dahl og Hammer. Örðahók Molbechs er
nú fyrir löngu óíáanleg og hin orðabókin hefur reynst ónóg, þótt hún
sje furðulega auðug að orðum og talslráttum, miðað við stærðina (2
hindi). En háðar hafa þessar orðabækur, auk margra kosta, þann
megingalla, að dómi nútiðarvísinda, að þær marka málinn alt of þröng-
an bás. Höfundarnir úthýsa fjölda orða, sem eru á hvers manns vörum,
en hampa hins vegar, einkum þó siðari bókin, ýmsum orðum, sem fáir
eða engir mundu taka sjer í munn.
Orðabók þeirri, sem nú er hafin og kend er við próf. Verner
Dahlerup, er lengi vann að undirbúningi hennar og enn er einn af að-
alstarfsmönnunum, er ætlað að verða miklu stærri en nokkur hinna, eða
15—17 stór bindi. Henni er ætlað að fjalla um nútiðarritmál, eða mál
18.—20. aldar aðallega, jafnt um vandaö mál og ljelegt að dómi mál-
hreinsunarmanna, en ekki um mállýskur alment nje útlend orð, sem
litlar eiga rætur i málinu. Að orðabókinni vinna ank aðalhöfundar
margir færustu vísindamenn Dana á þessu sviði og lieill her aðstoðar-
manna, enda styrkir rikið og Carlsbergssjóður útgáfnna.
Af þeim bindum, sem út eru komin, má sjá, aö mjög er vandað til
ritsins. Efniviöurinn er eldri orðabækur, stórkostleg söfn aðalhöfundar
og sjálfboðaliða og flest merkustu rit þess timabils, er bókin fjallar um,
bæði úr fagurfræði og ýmsum sjergreinum. Enginn skyldi samt ætla, að
með þessu sje trygt, að aldrei verði árangnrslaust i bókinni leitað, því
að gnægtabrunnur lifandi máls verður aldrei þurausinn. Sumu er slept
af ásettu ráði, svo sem urmul samsettra orða, en sumt gleymist eða
verður útundan af öðrum ástæðum. Þykist jeg hafa rekist á, að stöku
orð vanti úr sumum þeim ritum, sem sögð eru notuð. En þótt svo sje,
ber bókin með sjer, að hún er prýðilega orðauðug á öllum sviðum. Fyr-
irkomnlag er alt hið besta, niðurröðun Ijós og skipuleg og hver merk-
ing rækilega studd dæmum. Við hvert aðalorð er skýrt frá beygingu,
framburöi, uppruna, sögu og notkunarsviði, auk merkinga, og verður
varla á fleira kosið. Yfirleitt virðist óhætt að fallyrða, að ritið er
vísindamen8ku þjóðarinnar til sóma.
Bókin er ódýr, kostar hvert bindi, fullar 600 bls. með smáu letri,
óbundið 12 kr., en bundið kr. 16.50, 18 eöa 28, eftir því hve vandað
bandið er. Og einn aðalkostur bókarinnar er, að útgáfunni á að vera
lokið á skaplegum tíma. Kemur eitt bindi út á ári, og geta þvi mið-