Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 225
Skírnir]
Ritfregnir.
215
aldra menn, er kanpa hana, vel gert sjer von nm að sjá hana alla fyrir
æfilokin. Má það heita fyrirmyndarhraði og liklega einsdæmi nm svo
stórt rit af þessu tagi. Jón Ofeigsson.
Vald. Erlendsson: Um syfilis. Arsrit Fræöafjelagsins 1923. Sjer-
prentun.
Það má segja, að aldrei er góð vísa of oft kveðin og svo er um
þetta, að seint verðnr þjóðin frædd nógn vel, hvað þá of vel, um þenn-
an hættnlega sjúkdóm, sem — þó hægt fari — stöðngt breiðist út hjer
á landi. Árin 1901—1905 komu fyrir 10.6 tilfelli að meðaltali á ári, en
1916—1920 komu fyrir 22.8 tilfelli á ári. Eftir því sem næst verður
komist eru nú hjer á landi yfir 200 sjúkl. með þessa veiki, þegar frá
hafa verið taldir útlendingar. — Þessi sjúkdómur verður að teljast æfi-
sjúkd. þeirra, sem fá hann, þar sem ekki verður með fullri vissu vitað,
hvort eða hvenær sjúklingur er alhata, en þó er aðalhættan af honum
sú, að sjúkl. sje of skamman tima undir eftirliti læknis, og sú hefir einnig
orðið raunin á, þvi þessir sjúkl. þnrfa að vera undir lækniseftirliti árum
saman. Læknar hafa ekki lieldur haft vald til, að kalda sjúkl. undir
sinni hendi frekar en sjúkl. sjálfum sýndist og gátu þeir farið frá lækni,
þegar þeim hentaði hest, og gerðu það lika oft, þó lækningatilraunin
vseri ekki nema hálfnuð. Þetta er þvi hættulegra, sem hætt er við, að
sjúkd. berist frekar til maka og barna, ef ekki er gert alt, sem hægt er,
til þess að verjast því- Má merkilegt heita, að slíkt hefur ekki orðið
frekar að sök hjer á landi, en raun er á orðin. En nú ætti að vera
bætt úr þessari hættu að fullu, því siðasta alþingi bjó til lög um varnir
gegn kynsjúkdómum, sem skylda alla sjúkl. til að leita sjer læknis
þegar í stað, og heimila læknum að lialda sjúkl. undir sinni hendi eins
lengi og þeim þykir þurfa. — Þó þessi grein fari fremur fljótt yfir
lýsingu á þessum sjúkd., þá hermir hún alt rjett og er vafalaust góð
og þörf hngvekja og ættu allir, sem hana lesa, að festa sjer í minni
þær afleiðingar, sem þessi sjúkd. getur haft, eigi aðeins fyrir sjúkl.
sjálfan, heldnr einnig fyrir konu, hörn, heimilislíf o.s.frv. Því ekkert er bjer
ofsögum sagt, en hinsvegar/rar/sjúkdómurinn ekki að vera slíkur vágestur,
«f sjúklingar aðeins leita læknis þegar í stað er þeir hafa grun um
hann og tryggja sjer góða og rækilega læknismeðferð og eftirlit fram-
vegis. Þetta geta þeir alt fengið ókeypis, ef þeir hafa ekki efni á
aö greiða kostnaðinn sjálfir. Aðalatriðið er góð læknishjálp og að
fylgja fyrirmælum læknis samviskusamlega, en þá geta líka jafnvel þess-
ir sjúkl. horft rólegir fram á ófarna æfibraut. M. J. M.
Hafræna. — Sjávarljóð og siglinga. — Safnað hefur Gruðm.
Finnhogason. Rvík 1923. (Bókverzlun Sigf. Eymundssonar).
Guðmundur Fiunhogason hefir nú um hrið iagt mikla stund á að
smíða orð handa islensknm sjómönnum til þess að hreinsa mál þeirra,