Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 227
Skirnir]
Ritfregnir.
211
(„Þuriður enarast þóftu á mar“ —). Þá kefði og átt að taka meðal
drauma og drauga vísnanna það ágæta draumkvæði, sem er i Huld V.,
tJs. 76 („Mjer varð tiðin myrkra naum“ —). En auðvitað verður ekki
komist hjá þvi, að ýmislegt verði út undan, þegar um svo margt^er
að velja.
Oskandi er að bókin komi að þeim notum, sem safnandinn og út-
gefandinn bafa til ætlast. Á. P.
Kyljur. — Kvæði eftir Jakob Thorai'ensen. — Reykjavik 1922.
Þetta er þriðja kvæðabókin, sem J. Th. gefur út, og eru nú^öll
einkenni hans orðin skýr og ákveðin. Hann er brúnaþungur nokkuð og
fastmáll, miklu meiri alvörumaður en gleðimaður, fasið tilgerðarlaust, en
hreyfingarnar ekki altaf sem mjúkastar. Hugsunin er altaf skýr og til-
finningin heilbrigð, en hann velur ekki altaf orð sin með svo nákvæmri
atbygli, sem búast mætti við af manni með hans gáfum. Stundum er-
hann fremur sannleiksvitni en söngvari. —
„Maðurinn á við margt að striða
moldarniðjinn, þess er von“ —
segir J. Th. á einum stað. Hann er ekki bjartsýnn, og hann nennir
ekki að segja lífið öðru visi en honum sýnist það vera. En þó á hann
ekkert skylt við þau ungu „skáld“, Bem fylt hafa islenska bókamarkað-
inn með kverum sinum á siðustu árum og belst hafa það til síns einkennis og
agætis, að þau eru sifelt hágrátandi yfir sjálfum sjer og lifinu. I kvæð-
um Jakobs er ekki grátraust, heldur kaldur hlátur, kjarkmikil fyrirlitn-
ing, þnngar áhyggjur. Jakob er ekki ismeygilegur veraldarmaður.
Heimurinn er svo öfugsnúinn, að hann veit ekkert annað ráð, en að bíta.
& jaxlinn og brista höfuðið:
Er geng jeg eftir götunum,
þá gín við huga minum
svo margt af jarðlifs misfellum,
að mjer er spnrn i hugannm:
Skal sær ei hækka senn?
þvi sekkur land ei enn ?
Æ, til hvers eru allir þessir menn?
Bestu kvæðin í bókinni eru „Vergangur11, „Blindur maður“, „Skaflar11,.
„Veður öll válynd“, „Snorri goði“, „Kongur11 og „Hrossa-Dóra“. í öll-
^m þeim kvæðum er mikill skáldskapur og mikil þekking á lifinu, og á
köflum eru þau prýðilega orkt. —
J. Th. hefur þegar vakið meiri vonir en flest liinna yngri skálda..
Hann hefur ekki eingöngu mikla skáldgáfu, keldur einnig þá geðsmuni
°g þá manndómslund, sem bókmentirnar mega sist án vera. Þess vegna
hafa margir liin siðari árin haft vakandi auga á öllu, sem frá hans
hendi hefur komið. Á. P.