Skírnir - 01.01.1923, Síða 228
218
Ritfregnir.
[Skirnir
Hin nýju ritsöfn Bókmentafjelagsins. — Annálar 1400—1800
I, 1. og 1, 2. Rvik 1922—23. — Kvæðasafn eftir íslenska menn frá
miðöldnm og síðari öldum. Fyrsta deild I, 1, og 1,2. Rvík 1922—23.
Á ársfundi fjelagsins 1922 gat forseti þessara tveggja stórfyrii-
tækja, er Bókmentafjelagið nú hefur ráðist i. Yerða þau hliðstæð hin-
nm miklu ritsöfnum, sem fjelagið hefir áður gefið út, Sýslumannaæfum,
Fornbrjefasafni og Safni til sögu Islands og munu þessi nýju söfn, eins
og þau er nefnd voru, flytja margháttaðan og mikilsverðan fróðleik frá
miðöldum og siðari öldum Islands sögu.
Svo er til ætlast, að í Annálasafninu verði birtir allir íslenskir
annálar, er ritaðir hafa verið um tímabilið 1400—1800. Hinir fornu
annálar, sem fæstir ná framyfir 1400, hafa tvisvar verið gefnir út, og
var svo vel vandað til hinnar siðari útgáfu, sem kend er við G.
Storm, að þar mun ekki þurfa um að hæta. Yngri annálarnir hafa
hinsvegar orðið alveg útundan. Af þeim hafa einir tveir verið gefnir
út, annálar Björns á Skarðsá og Hagnúsar Magnússonar. Er þó nógu
úr að moða, því að fjöldamörg annálasöfn eru til frá siðari öldum, sem litt
hafaverið notuð enn þá, og má nærri geta, að þar liggur margvislegur
fróðleikur grafinn. I fyrra kom út 1. heftið, 4 aikir, og nú þetta árið
hætist 2. hefti við og er það 8 arkir, og er þá Nýi annáll gefinn út
og langt komið útgáfu Skarðsár-annáls. Sjer Hannes Þorsteinsson um
útgáfuna og lætur fylgja margar athugagreinar, og mun óhætt mega full-
yrða, að aldrei höfum vjer átt færari mann til sliks starfs en hann.
Af kvæðasafninu kom út í fyrra 10 arka hefti og kemur nú annað
jafnstórt. Hefst það um 1400 og á siðan að halda áfram allar götur
niður að 1800. Með doktorsritgjörð sinni sýndi Dr. Jón Þorkelsson
svart á hvítu, að sú skoðun væri ekki á rökum hygð, að alt andlegt
líf hefði orðið hordauða hjer á landi eftir 1400. Það eru hýsnin öll
sem Islendingar hafa orkt á þessum öldnm og þó að sá skáldskapur sje
nokkuð hlandinn, þá nær engri átt að láta hann iiggja óhirtan og
óhreyfðan, gleymdan og grafinn í handritasöfnunum. Þvi að ekkert er
vissara, en að hin óþreytandi tilhneiging Islendinga til ljóðagerðar hefur
fremur öllu öðru haldið lifinu i islenskunni og þar með andlegu lifi í
þjóðinni. Þeir, sem skilja vilja fortíð þjóðarinnar, geta ekki gengið fram
hjá íslenskum kveðskap, því að hann hefur um lanjjan aldur verið sterk-
asti þátturinn i andlegri starfsemi Islendinga. I kvæðasafninu munu
forfeður vorir koma til dyranna svo sem þeir voru klæddir og syngja
hver með sinum rómi, háir og lágir, lærðir og leikir, karlar og konur.
Dr. Jón Þorkelsson annast um útgáfu þessa safns. Frá ungum aldri
hefur hann verið vakinn og sofinn i þvi aö rannsaka miðaldir Islands
— þó ekki sist bókmentir þeirra tima. Hefir hann og vafalaust þekk-
ingu langt fram yfir alla aðra menn á þeim efnum, enda bera þau hefti,
sem út eru komin þess vott, að ekki hefir höndum verið kastað að út-
gáfu þeirra. I þeim eru að eins kvæði nafngreindra manna og ritar