Skírnir - 01.01.1923, Side 231
Skýrslur og reikningar
Ðókmentafjelagsins 1922.
Bókaútgáf a.
Árið 1922 gaf fjelagið út þesaar bækur og fengu þær þeir
fjelagsmenn, er greiddu árstillagið, 10 kr.:
Skírnir, 96. árg...................................kr. 8,50
íslenskt fornbrjefasafn, X. 4......................— 7,75
Brjefabók Guðbrands biskups, 4. h..................— 4,25
Kvæðasafn, I. I. 1.................................— 7,50
Annálar 1400—1800, I. I. 1.........................— 3,00
Samtals kr. 31,00
Aðalfundur
Bókmontafólagsins 1923 var haldinn sunnudaginn 17. júní, kl. 9
að kvöldi, í húsi hins íslenska Eimskipafjelags, Bamkvæmt fundar-
boði, birtu í dagblöðum og sjerstöku brjefspj aldi til Innanbæjar-
fjelaga í Reykjavik. Forseti setti fundinn og stakk upp á præp.
hon. Krlstni Daníelssyni sem fundarstjóra, var hann kjörinn með
lófataki.
Forseti mintist þess, að síðan á síðasta aðalfundi höfðu þessir
fjelagar andast: Andrjes Fjeldsted augnlæknir í Reykjavík, Einar
Gunnarsson cand, ph.il., bóndi í Gröf, Hallgrímur Kristinsson fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, Hannes Hafstein fyrrum ráðhsrra í
Beykjavík, Janus Jónsson præp hon. í Hafnarfirði, Jónas Hall-
dórsson hreppstjóri í Hrauntúni, Jón Ólafsson Foss læknir í Vest-