Skírnir - 01.01.1932, Side 244
238
Ritfregnir.
[Skirnir
4. Þýdd ljóð II, Rvík 1931, 96 bis. i átta blaða broti. Ljóð
þessi liefir þýtt Magnús Ásgeirsson stúdent, og hefir áður komið út
frá lians hendi annað safn, »Þýdd ljóð 1«. Kvæðin eru eftir ýmsa
höf. skandinaviska, þýzka o. s. frv., og er þar skemmst af að segja,
að þar er hvert kvæði öðru betur þýtt, svo að hvergi verður þess
vart á máli, að þýðing sé; eru þeir víst fáir á þessu landi nú, er
reyna þurfa þessa íþrótt við Magnús. Þess er að óska, að hann fái
bæði tóm og aðstöðu til þess að þýða sem mest af úrvals kvæðum,
verði allt með sama snilldarbrag frá hans hendi hér eftir sem hing"
að til.
5. Þú vínviður hreini, saga úr flæðarmálinu, Rvik 1931, 313
bls. í átta blaða broti, og 6. Fuglinn í fjörunni, pólitísk ástarsaga,.
Rvik 1932, 362 bls. í átta blaða broti. Báðar þessar skáldsögur eru
eftir Haildór Kiljan Laxness. Halldór er enn kornungur maður (um
þritugt), en hefir þó þegar ritað 9 bækur, og kom hin fyrsta þeirra
út 1919. Halldór er öldungis vafalaust óvenjulega vel gefinn maður,
og tekur nokkuð öðruvísi á viðfangsefnum sínum en tíðast er rit-
höfundum á landi hér. Qet ég að ýmsum líki miðlungi vel sumt í
þessum síðustu bókum hans og er ég einn af þeim. Annars liefir
verið ritað svo ítarlega um þessar tvær bækur Halldórs, að óþarft
er að orðlenpja um þær hér. En þó vildi ég geta eins, sem ég man
ekki til að tekið hafi verið fram: að Halldór ætti að vanda málfar
sitt betur en hann gerir á stundum, og ætti honum að vera þetta
næsta auðvelt, því að víða má sjá, að hann getur ritað fagurt
og lipurt. Og alla jafna er sú bókin betri, að öðru jöfnu, sem
rituð er á fögru máli, enda ætti Menningarsjóður ekki að gefa út
aðrar bækur en þær, sem ágætar eru að efni og orðfæri.
7. Úrvals greinar, Rvík 1932, Guðm. Finnbogason íslenzk'
aði. Þessarar bókar er nánar getið á öðrum stað í riti þessu.
8. Aldahvörf í dýrarikinu eftir Árna Friðriksson magister,
Rvík 1932, 255 bls. i átta blaða broti. Höfundur bókar þessarar er
kornungur visindamaður, en hefir þegar fengið á sig mikið orð fyrir
dugnað og lærdóm. Ég kann fátt eitt í náttúrufræði og get því lítið
um bók þessa sagt, annað en það að ég hafði hina mestu ánægju
af þvi að lesa hana, og tel mig miklu fróðari um marga hluti eftir
en áður. Get ég þess til, að mörgum verði bók þessi kærkomin.
Hún er prýdd mörgum myndum til skýringar og skilningsauka.
Yfirleitt verður víst ekki annað með sanngirni sagt en að sjóðs-
nefndinni hafi tekizt bókavalið vel, þvi að oft mun hún hafa átt úr
mörgu að velja og þá á stundum úr vöndu að ráða. Um hitt eru
vafalaust skiptar skoðanir, hvort sjóðurinn eigi að kosta útgáfu ann-
ara bóka en fræðibóka. Ég er á þvi, að hann eigi ekki að gera það-
B. Ó.