Valsblaðið - 01.05.1989, Side 5
FRIÐRIKS-KAPELLA
RÍS Á HLÍÐARENDA
Pétur Sveinbjamar-
son skrifar
Þann 29. nóvember síðastliðinn var hald-
inn í Hallgrímskirkju stofnfundur „samtaka
um byggingu minningarkapellu séra Friðriks
Friðrikssonar”. Kappellan verður reist að
Hlíðarenda, væntanlega gegnt gamla félags-
heimilinu.
Það voru vinir séra Friðriks og félagsmenn
í samtökum, sem séra Friðrik stofnaði, er
höfðu forgöngu um fundinn. í ár eru 90 ár
síðan KFUM í Reykjavík var stofnað en fjór-
ar öflugar hreyfingar eiga beina rót í frum-
kvæði hans: KFUM og KFUK, Knattspyrnu-
félagið Valur, Skátafélagið Væringjar (fyrsta
skátafélag Islands) og Karlakór KFUM, nú
Karlakórinn Fóstbræður. Það er því erfitt að
meta það til fulls hversu víða áhrif þessa ást-
sæla æskulýðsleiðtoga og mannvinar gætti
og hversu víða áhrifa hans gætir enn í dag.
Áhugamenn úr þessum félögum vilja
stuðla að því að halda á lofti um ókomin ár
vitneskju um þetta frumkvæði séra Friðriks,
með því að reisa minnismerki, sem jafnframt
yrði notað til starfsemi í þeim anda er hinn
látni leiðtogi lagði drög að. Kapella séra Frið-
riks verður notuð fyrir helgistundir, kristilegt
starf og tilbeiðslu og til að halda uppi því
merki sem séra Friðrik hóf með starfi sínu.
Á stofnfundinum í Hallgrímskirkju voru
saman komnir um 60 manns. Pétur Svein-
bjarnarson, fyrrverandi formaður Vals, setti
fundinn og kynnti mönnum fyrir hönd undir-
búningsnefndar aðdraganda málsins. Ekki er
gert ráð fyrir að félögin fjögur standi sem slík
að fjárhagsskuldbindingum heldur eingöngu
áhugamenn innan þeirra, auk annarra sem
málinu vilja leggja lið. Komið verður á fót
sérstöku gjafakerfi, þannig að minnst 300
einstaklingar leggi mánaðarlega fram 1000
krónur. Opnaður hefur verið tékkareikning-
ur í Iðnaðarbanka íslands, Lækjargötuúti-
búi, sem ber nafnið „Minningarkapella séra
Friðriks”, reikningurinn er númer 1811.
Stefnd er að því að framkvæmdir hefjist á
afmælisdegi séra Friðriks, 25. maí 1990. Þeir,
sem ganga í samtökin fram að þeim tíma, telj-
ast stofnfélagar. Áætlaður byggingartími er
þrjú ár.
Fundarstjóri á stofnfundinum var séra Val-
geir Ástráðsson, formaður Prestafélags Is-
lands, fundarritari var Óðinn Helgi Jónsson.
Til máls tóku: Jóhann Albertsson, sem flutti
fundarmönnum kveðju Alberts Guðmunds-
sonar sendiherra og afhenti hann framlag frá
Alberti til þriggja ára. Sigurbjörn Einarsson,
biskup, Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi
menntamálaráðherra og biskup íslands, Hr.
Frá stofnfundi „samtaka um byggingu minningarkapellu séra Friðriks FViðrikssonar”. Hér eru saman-
komnir áhugamenn úr nokkrum félagasamtökum.
Ólafur Skúlason. Jón G. Zöega, formaður
Vals las gjafabréf frá stjórn Vals fyrir lóð
undir kapelluna úr landi Hlíðarenda.
í stjórn samtakanna voru kjörnir:
Formaður: Gylfi Þ. Gíslason
Aðrir stjórnarm. Ágúst Bjarnason
Árni Sigurjónsson
Ástráður Sigursteindórsson
Helgi Elíasson
Jónas B. Jónsson
Kristinn Hallsson
Sigurbjörn Einarsson
Úlfar Þórðarson
Þórir Kr. Þórðarson
I framkvæmdanefnd voru kjörnir:
Formaður: Pétur Sveinbjarnarson
Aðrir nefndarm. Bjarni Bjarnason
Jón Daibú Hróbjartsson
Ólafur Gústafsson
Sigurður Pálsson
Valgeir Ástráðsson
Framkvæmdanefndin er skip-
uð eftirtöldum: Frá vinstri:
Bjarni Bjarnason, Valgeir
Ástráðsson, Pétur Sveinbjarn-
arson, formaður, Ólafur
Gústafsson, Sigurður Pálsson.
Á myndina vantar Jón Dalbú
Hróbjartsson.
Stjórn samtakanna um byggingu minningar-
kapellu séra Friðriks er skipuð eftirtöldum
mönnum: Standandi frá vinstri: Ástráður Sig-
ursteindórsson, Kristinn Hallsson, Ágúst
Bjarnason, Jónas B. Jónsson. Sitjandi frá
vinstri: Þórir Kr. Þórðarson, Gylfi Þ. Gísla-
son, formaður, Sigurbjörn Einarsson, Árni
Sigurjónsson. Á myndina vantar Helga Elias-
son og Úlfar Þórðarson.
5