Valsblaðið - 01.05.1989, Page 7

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 7
FRAMTIÐARSYN hefur blaðið snúist við og nokkrir tekju- möguleikar eru i athugun. — Hefur Valur einhverja sérstöðu miðað við önnur félög, að þínu mati? „Já, Valur hefur mikla sérstöðu. Fyrst skal nefna sögu félagsins sem er á margan hátt ótrúleg. í öðru lagi má nefna hrakningarsögu knattspyrnuvalla Vals sem lauk með kaupum á Hlíðarenda. Síðast en ekki síst má nefna óhemju fjölda virkra félagsmanna sem hefur í gegnum tíðina gert Val að stórveldi. — Hvað viltu segja um þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað á Hlíðarenda og land- vinninga félagsins? „Valur varð að afsala sér hluta af lögbýlinu Hlíðarenda til Reykjavíkurborgar vegna lagningu nýs Bústaðavegar. í staðinn fékk Valur jafn stórt land sem er vegastæði gamla flugvallavegarins. Með því móti getur Valur aukið starfssvæði sitt verulega í vesturátt og bætt við æfinga- og keppnisvöllum. Þessir landvinningar í vesturátt hafa dregið athygli okkar að því landi sem liggur áfram í vestur og er nú í eigu Landspítalans. Hugur okkar stefnir á þetta land og ákveðin fyrirheit hafa verið gefin af borgaryfirvöldum um stækkun þess lands sem Valur hefur í dag. Reykjavík- urborg hefur ekki ennþá efnt gjafaloforð sem borgin færði félaginu á 70 ára afmæli þess 1981 en hefur sýnt fullan vilja að efla það. Með því móti er framtíð Vals að Hlíðarenda mjög björt því ef loforðið verður efnt tvöfald- ast land Vals miðað við það sem það er í dag. Markmið þessarar stjórnar er að Valur geti leikið á heimavelli sínum alla keppnisleiki, hvort sem um er að ræða leiki á íslandsmóti eða í Evrópukeppni. Til þess þurfum við að byggja nýtt íþróttahús. Til þess þurfum við að byggja stúku við keppnisvöll okkar og girða hann samkvæmt nánari reglum. Næstu framkvæmdamarkmið eru gervigrasvöllur og nýtt íþróttahús sem yrði löglegur keppnis- völlur í Evrópukeppni bæði í handbolta og körfubolta. Að mínu mati verður nýtt íþróttahús að rísa fyrir heimsmeistarakeppn- ina í handbolta á íslandi og gervigrasvöllur á næsta ári — 1990. Sá völlur mun rísa á nýja grassvæðinu en malarvöllurin verður nýttur sem bílastæði. Svo hefur það verið draumur minn, frá því ég var formaður knattspyrnudeildarinnar árið 1980, að byggja minningarkapellu um séra Friðrik Friðriksson að Hlíðarenda. Með því móti væri séra Friðriks minnst á veglegan hátt og við gætum nýtt okkur kapelluna á já- kvæðan hátt. Mér hefur alltaf fundist vanta hátíðlegan stað þar sem leikmenn geta hist og átt þögla íhugunarstund með sjálfum sér fyr- ir mikilvæga leiki. Sú hugmynd varð því til í mínu höfði að samtvinna þetta tvennt; minn- ingu séra Friðriks og íhugunarstað. Eftir að ég tók við formennsku í félaginu hef ég nefnt Jón Gunnar Zöega ásamt leikmönnum sem voru heiðraóir eftir síðasta handknattleikstímabil. Theo dór Guöfinnsson þjálfari er lengst til vinstri. þetta við forystumenn KFUM og þeir sýndu þessu strax mikinn áhuga. Síðan hefur Pétur Sveinbjarnarson, fyrrum formaður félagsins, fylgt þessu eftir með sínum alkunna dugnaði og sýnist mér þessi draumur geta ræst fyrr en varir. „Valur gerir þær kröfur að vera alltaf á toppnum" — Hvernig sérðu Val og Hlíðarenda fyrir þér í framtíðinni? „Hlíðarendi og þeir landvinningar, sem áformaðir eru, tryggja knattspyrnufélaginu Val glæsta framtíð. Hvernig þróunin verður í keppnisflokkum Vals með tilliti til þeirrar hálf-atvinnumennsku sem virðist vera að ryðja sér til rúms, er erfitt að segja til um. Ég reikna með því að Valur neyðist til þess að taka þátt í þeirri þróun. Valur gerir þær kröf- ur að vera alltaf á toppnum í þeim íþrótta- greinum sem em stundaðar hjá félaginul’ — Er erilsamt að vera formaður Vals? „Það er skemmtilegt starf og það gengur ótrúlega vel að virkja menn til starfa. Valur á marga vini og velunnara um allt land sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.” — Gefurðu kost á þér til formennsku áfram? „Ég reikna frekar með því. Mér finnst ég þurfa að sjá gervigrasvöll og nýtt íþróttahús á Hlíðarenda áður en minn tími rennur út. Þó er það öllum félögum hollt að skipta um for- mann og stjórnarmenn með ákveðnu millibili til að staðna ekki. Mér þykir ljúft að vera Valsmaður og ég mæti á alla meistaraflokks- leiki félagsins í kvenna og karlaflokki í öllum greinum. Sömuleiðis mæti ég á margar leiki yngri flokkanna, sérstaklega ef leikið er á Hlíðarenda. Ég hitti og hef kynnst mörgum á Hlíðarenda og mér þykir oft dálítið óþægileg þegar ungt fólk heilsar mér sem ég þekki ekki. Ég hef það núna fyrir sið að heilsa öllu ungu fólki sem verður á vegi mínum og horfir til mín. Það er ógjörningur að muna eftir öll- um þeim andlitum sem verða á vegi mannsl’ Unnið að snyrtingu svæðisins í kringum hrjóst mynd séra Friðriks Friðrikssonar. Minningar kapellan mun rísa rétt hjá henni.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.