Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 8
KÖRFUBOLTINN
ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATT-
LEIKSDEILDAR VALS
Rcykjavíkur- og Islandsmeistarar Vals í unglingaflokki (2. flokki) í körfuknattleik 1989. Aftari röð
frá vinstri: Torfi Magnússon þjálfari, Arnar Guðmundsson, Aðalsteinn Jóhannsson, Hannes Har-
aldsson, Bjarki Guðmundsson, Hörður Gunnarsson, umsjónarmaður. Fremri röð frá vinstri: Bárður
Eyþórsson, Hlynur Stefánsson, Ragnar Þór Jónsson fyrírliði, Arí Gunnarsson. Á myndina vantar Jón
Bender og Bjarka Leifsson.
Lárus Hólm skrifar
Sigurður I.árus Hólm.
Greinarkorn þetta fjallar um körfuboltann
í Val árið 1989 eða frá þeim tíma að síðasta
Valsblað kom út í lok ársins 1988 og fram að
yfirstandandi keppnistimabili. Á aðalfundi
félagsins í apríl síðastliðnum var Jón Stein-
grímsson kosinn formaður körfuknattleiks-
deildar og tók hann við af Sigurði Lárusi
Hólm sem gegnt hafði því starfi frá árinu
1982.
Aðrir í stjórn voru kosnir.
Helgi Gústafsson, varaformaður
J óhann Georgsson, ritari
Valdimar Olsen, gjaldkeri
Hörður Gunnarsson, meðstjórnandi
Sigfús Ólafsson, meðstjórnandi
Eftir tvö keppnistímabil með erlenda þjálf-
ara var ákveðið að ráða íslenskan þjálfara til
deildarinnar að nýju. Fyrir valinu varð Torfi
Magnússon, sem verið hafði leikmaður með
Val svo lengi sem elstu menn muna, en hann
hafði lagt keppnisskóna á hilluna að loknu
keppnistímabilinu 1987-1988. í grein um
körfuboltann í síðasta Valsblaði stóð eftirfar-
andi, þar sem verið var að fjalla um stöðu
meistaraflokks þá;
“Það keppnistímabil sem nú stendur yfir er
um það bil hálfnað. Upphaf þess var okkur
Valsmönnum gott. Við unnum Reykjavíkur-
Guömundur Brynjólfsson, besti leikmaður 7. og
8. flokks.
mótið og þó að staða okkar á íslandsmótinu
sé ekki sú sem við væntum, er engin ástæða
til að örvænta. Liðið hefur sýnt að þegar mest
á reynir spilar það best og minnast menn í því
sambandi vetrarins ’83-’84 þegar staða liðsins
á jólum var svipuð og hún er nú, en eftir ára-
mót vann liðið síðan níu leiki í röð og keppti
til úrslita bæði á íslandsmótinu og í Bikar-
keppninni. Eins og staðan er í dag verður bar-
áttan eftir áramót hörð við Grindvíkinga um
að komast í úrslitakeppnina. Eitt er víst að
Valur hefur allar götur fá því að úrslitakeppn-
in var tekin upp verið þátttakandi í henni og
í þeirri baráttu verður ekkert gefið eftir í ár.”
Það voru orð að sönnu að keppnin við
Grindvíkinga var hörð og hafði Valur þar bet-
ur í miklum uppgjörsleik sem fram fór í
Grindavík. Hinsvegar bjó ekki þaðafl í liðinu
sem þurfti til að fylgja þeim leik eftir í úrslita-
keppninni, og féll Valur út eftir tveggja leikja
keppni viðlBK, og endaði því í 3.-4. sæti í ís-
landsmótinu. Það verður ekki skilið við um-
fjöllun um leikinn i Grindavík öðruvísi en að
minnast sérstaklega frábærs leiks Tómasar
Holton, en hann átti af öðrum ólöstuðum
stærsta þátt i þeim sigri. Reyndar átti Tómas
eitt sitt allra besta keppnistímabil á síðasta
vetri og var því stórt skarð sem hann skildi
eftir, þegar hann ákvað að fara utan til náms.
Honum fylgja góðar óskir frá deildinni með
8