Valsblaðið - 01.05.1989, Page 11
sömu ungu mönnum hafi þótt þetta vís-
bending til þeirra að hefjast handa um
stofnun félags, og vafalaust hefur Guð-
jón útskýrt þetta á sinn hátt.
Var nú vaknaður almennur áhugi
meðal drengjanna um að stofna knatt-
spyrnufélag innan KFUM. Portið var
orðið of þröngur leikvangur til knatt-
spyrnuiðkana og eins hitt að það var
kostnaðarsamt fyrir piltana að þurfa að
greiða hvað eftir annað úr léttri pyngju
fyrir brotnar rúður. Það þurfti því að
leita út fyrir portið að nothæfum bletti
til að sparka á.
Það var því boðað til stofnfundar
hinn 11. maí og mun Guðbjöm Guð-
mundsson hafa haft aðalforgöngu þar
um, ásamt Guðmundi Kr. Guðjónssyni.
Um þetta segir Guðbjörn í grein í 25 ára
afmælisriti Vals m.a.; „Ég minnist enn
vel dagsins, þegar við nokkrir drengir úr
unglingadeild KFUM komum saman í
lestrarstofunni til að ræða um að stofna
knattspyrnufélag innan KFUM. Mig
minnir að ég hafi boðið 12 stráka á fund-
inn en aðeins 9 mættu og þar af vildu 6
þeirra taka þátt í slíku félagil’
Þessir strákar eru: Filippus Guð-
mundsson síðar múrarameistari, Guð-
björn Guðmundsson síðar prentari,
Hallur Þorleifsson síðar bókari, Jó-
hannes Sigurðsson siðar prentari, Páll
Sigurðsson síðar prentari og Stefán Ól-
afsson síðar vatnsveitustjóri á Akureyri.
Og vitanlega Guðbjörn Guðmundsson.
Á framhaldsfundi sem var haldinn 28.
maí bættust þessir við: Guðmundur
Guðjónsson síðar verslunarstjóri,
Kristján Gíslason síðar járnsmiður,
Loftur Guðmundsson síðar konungleg-
ur hirðljósmyndari, Ottó Jónsson síðar
múrari, Sveinn Þorkelsson síðar kaup-
maður, Björn Benediktsson síðar prent-
ari, Helgi Bjarnason og Einar Einars-
son. Mátti þetta varla minna vera — eitt
lið og þrír til vara!
Fyrsta stjórn félagsins var þannig
skipuð: Loftur Guðmundsson formað-
ur, Hallur Þorleifsson gjaldkeri og Jó-
hannes Sigurðsson prentari.
Það merkilega var að séra Friðrik
Friðriksson var ekki hvetjandi til stofn-
unar félagsins og meira að segja tregur
til að gefa samþykki sitt. Það fékkst þó
því honum fannst strákarnir hafa gott af
því að hlaupa úti í góða veðrinu eftir
kyrrstöðu og setu inni. Annað gat hann
ekki séð við leik þeirra þá. Vafalaust hef-
ur hann ekki komið auga á að í þeim leik
sem strákarnir sýndu í portinu í KFUM
væri neinn tilgangur annar en hlaup og
spörk út í bláinn. Síðar átti hann eftir að
komast að annarri niðurstöðu.
Eftir því sem næst verður komist hét
félagið Fótboltafélag KFUM fyrstu vik-
urnar og mánuðina og minnast stofn-
endur þess einnig. Síðari hluta júli 1911
var félaginu gefið nafnið Valur. Filippus
Guðmundsson mun hafa átt tillöguna að
nafninu sem var samþykkt af félags-
mönnum og séra Friðrik.
FYRSTI KNÖTTUR VALS
Guðbjörn Guðmundsson prentari,
einn af stofnendum Vals, segir eftirfar-
andi sögu um fyrsta knöttinn sem Valur
eignaðist. (Valsblaðið 1961). Um þessar
mundir var Guðbjörn við prentnám í
ísafoldarprentsmiðjunni. Ólafur Rósen-
kranz fimleikakennari vann þá á skrif-
stofu prentsmiðjunnar jafnframt því að
vera fimleikakennari Menntaskólans.
Eitt sinn bar svo til að við Ólafur vorum
að taka til í prentsmiðjunni, en í þessu
herbergi var þá geymt skrifborð Jóns
Sigurðssonar forseta. Þegar við vorum
að laga til í kringum borðið og undir því,
kom allt í einu fótknöttur veltandi und-
an borðinu. Átti Ólafur knöttinn og var
hann allslitinn en þó sæmilegur.
Falaðist ég þegar eftir knettinum og
varð úr að Ólafur seldi mér hann fyrir 2
krónur. Utan um þennan knött, sem valt
upp í fangið á mér undan skrifborði J óns
Sigurðssonar forseta, hópuðust svo
fyrstu áhugamennirnir i KFUM í knatt-
spyrnu. Má rekja þangað vísinn til þess
að Valur varð til.
Ekki er ósennilegt að hinum áhuga-
Verðlaunahafar í minnibolta 1988—89. Frá vinstri: Vigfús Þór Árnason, fyrir framfarir, Steindór Að-
alsteinsson, besti varnarmaðurinn, Guðmundur Björnsson, besti 11 ára ieikmaðurinn, Kjartan Orri
Sigurðsson, besti 10 ára leikmaðurinn, Undór Egill Jónsson, fyrir mætingu og Þorgeir Símonarson,
fyrir mætingu.
Reykjavíkurmeistarar 8. flokks 1989. Aftari röð frá vinstri: Geir Brynjólfsson, Karl Jónsson, Gunnar
Zöega, ísólfur Ásmundsson, Ágúst Ágústsson, Svaíi Björgvinsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri:
Ámundi Ámundason, Guðmundur Brynjólfsson, Álfgeir Kristjánsson, Jörundur Kristinsson, Ólafur
Brynjólfsson.