Valsblaðið - 01.05.1989, Side 12

Valsblaðið - 01.05.1989, Side 12
„MÓRALSKIR“ ÍSLANDSMEISTARAR — Old-boys punktar Vilhjálmur Kjartansson skrifar Bruna- slöngu- hjól MARGAR STÆRÐIR OG GERÐIR. EINNIG í SKÁPUM. '/2", 3/4", 1" 15-20-25-30-35-40-45-50 Mtr slöngur Allar gerðir eldvarnatækja. Pjónustum slökkvitæki. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. □ ELDVAHNMHIflSIdfllN H( ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF. SUNDABORG 22 SlMI 91-84800 „Móralskir Islandsmeistarar „Old-boys” 1989 — með og án kæru. Aftari röð frá vinstri: Grímur Sæ- mundsen, Guðmundur Sigurgeirsson, Róbert Eyjólfsson, Dýri Guömundsson, Guðmundur Kjartans- son, Sigurður Þór Jónsson, Úlfar Hróarsson. Neðri röö frá vinstrí: Úlfar Másson, Óttar Sveinsson, Ólafur Guðjónsson, Hilmir Elísson, Kristján Ágústsson, Gunnar Svavarsson. Á myndina vantar Guð- mund Þorbjörnsson, Jóhann Jakobsson, Sigurö Dagsson, Alexander Jóhannesson, Lárus Ögmunds- son, Bjöm Guðmundsson aö ógleymdum Vilhjálmi Kjartanssyni „manager” sem er öfugum megin við myndavélina. Starfsemin í eldri flokki félagsins í knatt- spyrnu var með líflegra móti síðastliðið sum- ar. Að vísu á það aðallega við um þátttöku flokksins ílslandsmóti öldunga, frekaren að æfingasókn og félagsstarf hafi verið til sóma. Einsogáðursagði var keppnin ímótinu lífleg og jöfn og fleiri en 20 leikmenn spreyttu sig með Valsliðinu í sumar. Valur lék í riðli með Reyni Sandgerði, ÍA og Víði úr Garðinum. Allt em þetta bráðskemmtileg og teknísk lið og leikmenn þeirra búa yfir ótrúlegri yfirferð. Það er skemmst frá því að segja að Valur vann riðilinn og lék til úrslita við IBK og IBV. Fyrst var ÍBK rúllað upp í Keflavík 0:2 en ÍBK hafði áður sigrað IBV í Vestmannaeyjum. Staða Vals var því nokkuð sterk fyrir leikinn gegn ÍBV sem fór fram á Hlíðarenda. Það fór samtsvo að við töpuðum leiknum 1:2 en stóð- um samt uppi sem íslandsmeistarar með hag- stæðustu markatölu liðanna þriggja. Nú víkur sögunni til Keflavíkur. Sumir í eldri flokkiÍBK ogaðrirsem standa að liðinu hafa gleymt því að aðaltilgangurinn með stofnun eldri flokksins var m.a. sá að hafa gaman af og hitta fyrrverandi andstæðinga fyrri ára, frekar en að sigra með lúmskum brögðum. Þessir ágætu menn fundu það út að okkar ástsæli endurskoðandi og eitilharði varnarmaður, Dýri Guðmundsson, hafði ver- ið ólöglegur með Val frá því hann lék með FH árið 1986 því láðst hafði að ganga frá félaga- skiptum hans. Það skal tekið fram að þetta var þriðja sumarið sem Dýri lék með félag- inu. Á þessum forsendum kærðu Keflvíking- ar leikinn og var dæmdur sigur í mótinu. Til hamingju ÍBK! Starfsemin, sem fer fram í eldri flokkum félaganna, er félaginu mjög mikilvæg eins og sést vel á stuðningi svokallaðrar mulningsvél- ar við handaknattleiksdeildina. Því miður hefur ekki náðst sama stemmning innan knattspyrnudeildarinnar og er það miður. Það á vonandi eftir að breytast á næstunni og vonandi komamenn sem oftastá Hlíðarenda til léttra æfinga eða félagsstarfa. Þess má að lokum geta að Róbert Eyjólfs- son var valinn knattspyrnumaður flokksins í sumar. Þá var Ólafur Guðjónsson valinn efnilegasti leikmaður liðsins. 12

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.