Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 17
fór allt í hönk og við töpuðum okkar fyrsta leik.” Sævar lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Val gegn Víkingi á gamla góða Melavell- inum vorið 1978 í Reykjavíkurmótinu. „Arn- ór Guðjohnsen lék þarna sömuleiðis sinn fyrsta meistaraflokksleik og fékk ég það hlut- verk í leiknum að gæta hans. Ég man að ég fórnaði mér gjörsamlega í leikinn og var flak- andi sár á eftir. Víkingur vann leikinn 1:0.” Sævar lék alla leik Vals sumarið 1978 sem er eitt eftirminnilegasta sumar meistara- flokks Vals frá upphafi. Af 18 leikjum á ís- landsmótinu unnust allir nema einn sem end- aði með jafntefli. Þess má til gamans geta að Sævar hefur á sinum 12 ára ferli nteð meist- araflokki Vals aldrei upplifað það að sitja á varamannabekk. 52 landsleikir að baki. Frá því að Sævar lék sinn fyrsta meistara- flokksleik vorið 1978 hefur hann klæðst Vals- treyjunni um 200 sinnum en hann hefur leikið sem atvinnumaður stóran hluta knattspyrnu- ferils síns. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1980, gegn Wales og eru landsleikirnir orðnir samtals 52. Sævar var kjörinn knattspyrnu- maður Valsárin 1985 og 1988. Hann var kjör- inn knattspyrnumaður ársins af KSÍ árið 1988 en 11 árum áður besti leikmaður 2. flokks Vals. „byrirgefðu, má ég aðeins!” Sævar og Guð- mundur Þorbjörnsson í hita leiksins. .* ic. ín :ku* S.v A.MK'JI Sævar í leik með Cercle Briigge í Belgiu. Um haustið 1982 fékk Sævar tilboð um að gerast atvinnumaður hjá 1. deildarliðinu Cercle Briigge í Belgíu og sló Sævar til. Þess má til gamans geta að á sama tíma gerðist Lárus Guðmundsson leikmaður með Water- schei í Belgíu. „Mér gekk brösulega í byrjun hjá Briigge því ég var í lítilli æfingu. Það sem bjargaði mér eiginlega var að þjálfarinn hafði trú á mér og lét mig leika alla leikina til að koma mér í almennilegt keppnisform;’ Sævar lék í Belgíu til vorsins 1985 en þá kom hann heim og vann eitt stykki íslandsmeistaratitil með Val. „Ég var orðinn þreyttur á metnaðar- leysinu hjá Briigge og langaði að breyta til.” Sævar lék aðeins eitt sumar með Val, fór þá til Noregs og lék við hlið félaga síns, Bjarna Sigurðssonar, landsliðsmarkvarðar, hjá Brann í Bergen og liðið sigraði í 2. deildinni þar. Til gamans má geta þess að Sævar skor- aði þrennu í einum leik með Brann en það var í 5:1 sigri liðsins í deildinni. Öll mörkin komu á 19 mínútna kafla. Sumarið 1987 varð Sævar svo íslandsmeistari með Val og ári síðar bik- armeistari. Þá um haustið hélt hann til Sviss og lék í 6 mánuði með Solothurn í 2. deild en þegar liðið féll snéri hann aftur til félaganna heima á íslandi” — Sævar, hvernig upplifðir þú þig sem at- vinnuknattspyrnumann? „Atvinnumennska í knattspyrnu er ekki ólík því sem gengur og gerist í hinu daglega lífið — það er gaman þegar vel gengur en hundleiðinlegt þegar illa gengur. Atvinnu- mennska er lýjandi starf og maður fær sig oft fullsaddan. Þess vegna fannst mér ágætt að koma heim annað slagið og breyta til. Maður verður að vera í góðu andlegu jafnvægi til þess að spjara sig vel í atvinnumennsku því það skiptir ekki síður máli en knattspyrnuleg- ir hæfileikar. Lífinu úti fylgir mikil pressa og það kostar oft hörð átök að komast heillút úr þessu.” — Margir halda því fram að þú sér einn af fáum íslenskum knattspyrnumönnum sem hafa tekið verulegum framförum á erlendri grund. Hvað veldur því? „Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið að hafa ekki farið út í atvinnumennsku sem ein- hver strákhvolpur. Ég var búinn að þroskast töluvert áður en ég fór út. Eflaust hefði ég tekið boði um að halda utan ef ég hefði fengið það fyrr en eftirá að hyggja hefði það ekki verið ráðlegt. í fótboltanum er þetta bara spurning um það hvað þú ætlar þér sjálfur. Það kemur þér engin til bjargar. Ég hafði mikinn metnað fyrir því að standa mig og lagði mig fram samkvæmt því. Talandi um þá sem fara í atvinnumennsku er alveg sorglegt að sjá suma góða leikmenn verða bara sterka og kraftmikla við það að leika erlendis. Þeir hafa bætt við sig styrk og krafti og litlu meira. Mér finnst vanta allt hugmyndaflug í sam- bandi við knattspyrnuna hjá þeim. Það, sem hefur einkennt þá stráka sem leika erlendis, er rétt hugarfar, styrkur og kraftur. Það er í sjálfu sér gott svo langt sem það nær!’ Allt var 1. flokks í Sviss — í hvaða landi leið þér best án tillits til fótboltans? „Tvímælalaust í Sviss. Þó kunni ég vel við mig í Brúgge, það var góð og falleg boig en mér fannst best að búa í Sviss. Mér fannst sömuleiðis fólkið og „standardinn” þar hærri en annars staðar. Ef liðið, sem ég lék með hefði ekki fallið, hefði ég örugglega leik- ið þar áfram. Það sorglega var að við féllum á aðeins einu marki. ekki bara á fæstum stig- um. Allar aðstæður í Sviss eru fyrsta flokks, vellirnir og allt sem viökemur fótbolta.” 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.