Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 19

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 19
— Hvernig sérðu næsta sumar fyrir þér? „Mér finnst engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Á síðasta keppnistímabili fengu margir ungu strákanna tækifæri til að sanna sig og haldi þeir áfram að réttri braut er framtíð meistaraflokks björt. Mér finnst ánægjulegt að fá inn sannan Valsmann sem þjálfara því það er gífurlegt happdrætti að ráða óþekktan útlending til starfa hér. Samt Sævar Jónsson ásamt félaga sínum Þorgrími Þráinssyni í síðasta leik Vals á íslandsmótinu 1989. Sigur- leikur gegn KR 1:0. Eins og flestum er enn í fersku minni var árangur Vals síðastliðið sumar vonbrigði ein og var Sævar inntur álits á því hvað hefði far- ið úrskeiðis? „Ég verð að segja alveg eins og er að ég bjóst við einum titli síðastliðið sumar. Von- brigðin voru gífurleg því við höfðum góðum leikmönnum á að skipa. Liðið hreinlega rumpaðist niður um mitt mót en við lukum þó tímabilinu á jákvæðan hátt. Það er enda- laust hægt að velta sér upp úr því hvað fór úr- skeiðis en ástæðurnar eru margar. Það er ósanngjarnt að segja að Hörður hafi einn átt sök að máli því margir samtvinnaðir þættir osökuðu skipbrot.” höfum við Valsmenn almennt verið heppnir með erlenda þjálfara í gegnum tíðina . þó með örfáum undantekningum? — Hver hefur verið besti þjálfarinn að þínu niati? „Allir hafa sína kosti og galla en ég hlýt að meta þann þjálfara mest sem kom mér í mitt besta form og náði að laða fram allt það besta. Sá þjálfari starfaði hjá Brúgge í Belgíu. Ungverjinn Nemes, sem þjálfaði mig 1978, var góður að mínu mati enda talar árangur liðsins það ár sínu máli. Markatala okkar var 45:8. Menn töluðu um að Nemes hafi flotið á því að vera með góðan mannskap sem var skólaður hjá Júrí Ilitchev en reynslan hefur 5. flokkur Vals árið 1970. Aftari röð frá vinstri: Jón Einarsson, Ingólfur, Hilmar Hilmarsson, Hörður Harðarson, Atli, Friðrik Egilsson, Gunnar Finnbjörnsson, Brynjar Níelsson. Fremri röð frá vinstrí: Hilmar Sighvatsson, Sævar Jónsson, Pétur Ormsiev, Guðmundur Ásgeirsson, Albert Guðmundsson, Guðmundur Kjartansson og Hafsteinn Andresson. sýnt að góður mannskapur er ekki alltaf lyk- illinn að velgengni. Ég lærði líka mjög margt hjá Ian Ross en hann gerði sömuleiðis marga stórfurðulega hluti.” Fæstum er kunnugt um starf Sævars dags daglega en hann flytur inn úr frá Sviss sem eru í háum gæðaflokki. Þótt úrin séu ekki hvað þekktust merkja hér á landi eru þau mörgum gæðaflokkum ofar en flest þeirra sem liggja hér í búðargluggum. Úrin hafa ver- ið framleidd af nokkrum af reyndustu úra- framleiðendum í heimi í yfir 200 ár. „Mér finnst ágætt að vera sjálfs míns herra. Ég stjórna vinnutímanum sjálfur og tek sjálfan mig á teppið ef þess þarf með. Ég hef prófað að vinna hjá öðrum eftir stimpilklukku frá klukkan 9-5 — það á hreinlega ekki við mig.” — Hvað er framundan hjá Sævari Jónssyni? „Ég hugsa mjög takmarkað um það. Ég hugsa varla lengra en fram að næsta keppnis- tímabili. Undanfarin ár hef ég fengið þjálf- aratilboð frá 4-5 liðum á hverju hausti og ég reikna með að taka að mér þjálfun í framtíð- inni. Ég tel minn tíma sem þjálfara ekki kom- inn og vil spila áfram á íslandi í toppliði. Sá tími kemur að ég breyti algjörlega til.” — Hver eru þín áhugamál utan fótboltans og bíla? „Ég hef einstaklega gaman af að ferðast en það reynist vitanlega erfitt að sumarlagi. Núna fer ég oft til Sviss vegna úraviðskipt- anna en þangað er mjög gaman að koma því ég þekki orðið svo marga þar.” — Hvernig sérðu þig fyrir þér í ellinni? „Það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að kaupa 500 fermetra einbýlishús til þess eins að standa skil á afborgunum og vöxtum næstu 30 árin. Ég ætla að búa þokkalega þægilega og gera meira fyrir sjálfan mig í staðinn — t.d. ferðast.” — Verður þú ekki á siglingu um Karíbahaf um jólin? „Það er víst. Ég og unnusta mín ætlum að sigla ásamt sjö öðrum á níu manna skútu um Karíbahaf. Þetta verður vonandi draumaferð og það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég vænti þess að flatmaga á þilfarinu, horfa upp í bláan himininn, láta sólina sleikja mig, fá nudd annað slagið og hlusta á vasadiskó eða lesa hina stórskemmtilegu bók; Með fiðr- ing í tánum. Það verður nefnilega eitthvað að vega upp á móti skemmtilegheitunum!” ég er tilbúinn að leggja á mig. Að mínu mati hlýtur Guðni Kjartansson að vera inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari því hann hefur gert góða hluti bæði með A-landsliðið og landsliðið skipað leikmönn- um 21 árs og yngri. Ég þekki vel til Guðna og er viss um að hann valdi verkefninu. Ég lék 7 leiki með 21 árs landsliðinu, sem eldri leik- maður, og hafði mjög gaman af. 1 því liði eru nokkrir framtíðarleikmenn íslands. Nægir þar að nefna Rúnar Kristinsson, Eyjólf Sverrisson, Steinar Adolfsson og Ólafur Gottskálksson svo einhverjir séu nefndir. Varðandi það hvort næsti landsliðsþjálfari ætli að yngja upp landsliðið sé ég ekki ástæðu til þess að svo stöddu. Það yrði mjög slæmt að ýta 5—6 mjög reyndum landsliðsmönnum til hliðar á einu bretti bara vegna þess að þeir eru um þrítugt. Þessir ungu verða að sanna sig rækilega áður en þeirra tækifæri kemur. í hverju landsliði verður að vera fastur kjarni og góð landslið breytast nánast aldrei frá leik til leiks þótt eitthvað bjáti á. I mesta lagi eru gerðar ein til tvær breytingar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera sífellt að stilla upp nýju landsliði. Sumir segja að það sé erf- iðara að detta út úr landsliði heldur en að komast í það. Ég geta aðeins svarað fyrir sjálfan mig og segi að ég hef ætíð lagt mig all- an fram í hverjum leik — hitt er undir þjálfar- anum komið.” 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.