Valsblaðið - 01.05.1989, Side 20

Valsblaðið - 01.05.1989, Side 20
HANDBOLTINN SKÝRSLA HANDKNATT- LEIKSDEILDAR VALS íni.iftiiAU SKÁTABÚÐIIM HEWLETT PACKARD 'Mrnmm Jt l/ 8 S-673399 PJj . Tg'jl l'h y ]■ jg _ Qfö |[ li'9 Islandsmeistarar Vals 1989. Aftari röð frá vinstri: Þóröur Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Vals, Stefán Carlsson læknir, Einar Þorvarðarson, Gísli Óskarsson, TheodórGuðfinnsson, Þorbjöm Jensson, Július Jónasson, Sigurður Sveinsson, Jón Kristjánsson, Ámi Ámason sjúkraþjálfari, Jón Gunnar Zöega formaður Vals. Fremri röð frá vinstri: Pétur Guðmundsson liðsstjóri, Sigurður Sævars- son, Jakob Sigurösson, Ólafur Benediktsson, Geir Sveinsson fyrirliöi, Páll Guðnason, Valdimar Grimsson, Stanislaw Modrovski. Ágæti Valsmaður! Þegar ég sest niður og hripa niður á blað nokkrar hugrenningar um handboltann í Val er mér minnisstæðastur frábær árangur meistaraflokks karla síðast- liðinn vetur, sem endaði með meistaratign. Árangur yngri flokka Vals svo og meistara- flokks kvenna var viðunandi þótt engir titlar unnust á þeim vígstöðum. Valur þarf engu að kvíða í þeim efnum þar sem félagið á að skipa mjög efnilegum yngri flokkum. Á síðasta keppnistímabili voru flestir okkar stráka ein- faldlega á yngta ári í sínum flokkum og má þess vegna vænta betri árangurs í vetur. Úr því verið er að ræða um yngri flokka fé- lagsins verður að viðurkennast að sú stjórn sem nú situr hefur ekki staðið sig nógu vel að málum yngri þátttakendanna. Staðreyndin er þó sú að yngri flokkum félagsins verður að sinna sem skyldi. Snemma síðastliðins hausts þegar stjórnin ákvað árgjald og æfingagjöld yngri flokkanna risu strax upp háværar radd- ir foreldra um að það væri of hátt. Sannleik- urinn er sá að hvorki árgjaldið né æfmga- gjöldin eru of há. Það kostar nefnilega gífur- lega peninga að standa að þjálfun hvers ein- staklings í yngri flokkunum og borga fyrir æfingaaðstöðuna. Valsmenn eru svo (heppn- ir) óheppnir að eiga eigin íþróttahús sem er mjög kostnaðarsamt að reka. önnur íþrótta- félög, sem æfa í skólum borgarinnar, borga einfaldlega ekki neina leigu. Hún er jú reikn- uð en ekki greidd. Þegar gjaldið var ákveðið var tekið tillit til þess að inni í því er kostnað- ur vegna æfinga, ferðalaga, þjálfunar og skó- búnaðar. Rétt er að taka fram að önnur félög láta borga jafn háa upphæð en leggja ekkert á móti. Unglingarnir þurfa að greiða sjálfir keppnisferðalög út á land. Ég vil nota tæki- færið og koma þessu á framfæri við foreldra því mikið hefur verið rætt um þess mál. Sitt sýnist hverjum í þessum efnum. Þá vil ég nota tækifærið og tilkynna að stjóm handknatt- leiksdeildarinnar hefur skipað þrjá menn í unglingaráð. Þeir eru Hákon Sigurjónsson, Óskar Thorberg og Gunnar Jóhannsson. Valur tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða Þórður Sigurðsson, formaður handknatt- leiksdeildar Yals Þórður Sigurðsson. á síðasta ári og lék gegn Kyndli frá Færeyjum í fyrstu umferð. Báðir leikirnir fóru fram í Færeyjum og sigraði Valur í þeim báðum. Því næst var leikið gegn Amesita frá Sviss og tap- aðist útileikurinn með tveimur mörkum en heimaleikurinn vannstmeð fjórum mörkum. Þá var leikið gegn Magdeburg frá Aust- ur-Þýskalandi og sigraði Valur á heimavelli í frábærum leik með sex mörkum. Útileikur- inn tapaðist með sama markamun en Valur féll úr keppninni því liðið skoraði færri mörk á útivelli. Þar með lauk Evrópudraum Vals það árið og þótti öllum það súrt í broti því dómarinn spilaði stórt hlutverk í síðari leikn- um. Það er mál manna að Valsliðið sem teflt var fram á síðasta ári sé það allra besta sem Valur hefur átt og slái jafnvel út hinni heims- frægu mulningsvél. Valsmenn urðu fyrir blóðtöku síðastliðið sumar þegar Geir Sveinsson, Sigurður Sveins- son og Júlíus Jónasson gerðust atvinnumenn í handbolta. Undirritaður er vart búinn að jafna sig eftir þau átök sem áttu sér stað við 20

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.