Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 23

Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 23
RÆÐA SÉRA FRIÐRIKS FYRSTA VALLAR VALS Tæpum þremur mánuðum eftir að knattspyrnufélagið Valur var stofnað var búið að ryðja fyrir knattspyrnuvelli við Suðurgötu. Það hefur verið mikill dagur í lífi þessara brautryðjenda þegar svæðið var fullrutt og tilbúið 6. ágúst 1911. Við þetta tækifæri flutti séra Frið- rik ræðu sem mótar eftirminnilega stefnu knattspyrnustarfsins í KFUM. Þar lagði hann ungum drengjum lífsregl- urnar, ekki aðeins á leikvellinum heldur einnig á leikvelli lífsins. Ræðan er lær- dómsrík og á ekki síður erindi í dag til drengja og manna í Val og öðrum félög- um. Hér eru nokkrir hlutar ræðunnar: „Vér vinnum allt með því að helga það guði. Enginn þarf að halda að hann verði daufingi við það að helga leik sinn eða iþrótt sína guði, öðru nær. Leikurinn verður við það fegurri og nautnaríkari. Það er fagurt að sjá unga menn með stælta vöðva, fagran limaburð og þrek- mikinn vilja keppa í siðsömum leik. Ef vér helgum guði þennan leik vorn, má ekkert ósæmilegt eiga sér stað á leikvelli vorum. Leikurinn óprýkkar við allt ósæmilegt. Hér á þessum velli má aldrei heyrast ljótt orðbragð, ekkert blótsyrði, engin keskni, engin særandi orð, engin gárungaháttur og háreysti! Þér ungu menn sem standið nú í röð- um tilbúnir að ganga inn á hið nýja svæði til leiks, sýnið að þér getið leikið með kappi og fjöri og þó sem göfugir ungir menn, sem fullkomlega hafið vald yfir yður. Náið þessu valdi hvað sem það kostar. Náið valdi yfir limum yðar, æfið augun fljótt í að sjá hvað gjöra skal, æfið fæturna til þess að þeir geti gefið mátu- legt spark eftir því sem augað reiknar út að með þurfi. Æfið hendurnar til þess að fálma ekki út í bláinn. Látið hendur og handleggi verða svo sjaldan sem unnt er fyrir knettinum, æfið tungu yðar svo að engin óþarfa orð heyrist. Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. Látið ekki líkamann vera í 18 hlykkjum, heldur látið hvern vöðva vera stæltan og allan líkamann í þeirri stellingu sem fegurst er. Verið þar á svæðinu sem hverjum yður ber að vera samkvæmt skyldu sinni og varast blind- an ákafa og fum. Allur þjösnaskapur veri langt frá yður. Kærið ykkur ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði. Þeir sterkari boli aldrei hinum yngri og linari frá í réttum leik. Segið ávallt satt og venj- ið yður á að segja til ef yður verður á og játa það. Hælist aldrei yfir þeim sem tapa og gleðjist líka með velleiknu sparki hjá mótleiksmönnum yðar. Látið aldrei ófagurt pex eða þráttanir skemma leik- inn. Verið fljótir að hlýða þeim sem leik stjórna, einnig þótt þeir séu yngri. Leið- réttið og segið til með hógværð þeim sem óæfðari eru og kallið engan klaufa, þótt örðugt gangi í fyrstu. Sérhver ykkar leggi á alúð inn í sitt hlutverk eins og leikslok- in væru undir trúmennsku hans eins komin. öll mikilmennska, mont og yfirlæti sé langt frá yður, en hógværð og lítillæti sé VIÐ VÍGSLU prýði og aðalsmerki hinna bestu. Þjón- ustusemi og veglyndi einkenni alla fram- komu vora, bæði á leiksvæðinu og utan leiks. Leikurinn á að vera uppeldismeðal til þess að ná meiru og meiru valdi yfir sjálfum sér. Hann á að hafa styrkjandi áhrif á líkamann og göfgandi áhrif á sál- ina. Sá, sem temur sjálfan sig og reynist trúr í hinum minnstu atriðum leiksins, undirbýr sig með því til þess að geta lifað í trúmennsku og prettleysi í skyldustörf- um lífsins. Sá, sem hagar sér óheiðarlega í leik, verður varla fastur fyrir í ráð- vendni lífsins. Sá, sem leikur af sannri íþrótt, still- ingu, kappi og fegurð, vinnur sér til sóma, þótt annar verði yfirsterkari. Gætið þess við hverja hreyfingu. Hafið markið fyrir augum, gjörið ekkert út í bláinn en vitið ávallt hvað þér viljið og hvers vegna þér gjörið þetta eða hitt. Munið ávallt eftir því að leikur vor er ekki aðeins stundargaman, heldur á hann að vera til þess að gjöra oss betri, göfugri, heiðarlegri og karlmannlegri með hverri æfingu. I nafni KFUM vígi ég svo þetta svæði til notkunar, til framfara og yndisauka. Hér ríki friður, kærleiki, samheldni, feg- urð og atorka. Hér þrífist aldrei neitt ósæmilegt eða ljótt. Guð blessi svæði vort, leik vorn og líf. — Guðs orð segir: — „Að öðru leyti, bræður, verum glaðir. Verið fullkomnir, áminnið hvem annan, verið samhuga, verið friðsamir.” Og svo allir til starfa! Allir á sinn stað! Áfram!” 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.