Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 26

Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 26
SUMARBÚÐIR í BORG Torfi Magnússon skrifar Iþróttaskóli Vals Magnús Blöndal heitinn og Ingvar Guömundsson í limbó með krakkana á lokahátíð 4. námskciös. Síðastliðið sumar var annað starfsár „Sumarbuða í borg” — íþróttaskóla Vals, sem félagið starfrækir fyrir börn á aldrinum 5—13 ára. íþróttaskóli er nafn sem valið hef- ur verið fyrir námskeið þar sem kenndar eru margar greinar íþrótta. Haldin voru fimm hálfsmánaðar námskeið síðastliðið sumar og alls sóttu yfir fimm hundruð börn sumarbúð- irnar. Skipulögð dagskrá var frá níu á morgn- ana til klukkan fjögur. Flest börnin voru hjá okkur allan daginn en nokkur aðeins hálfan daginn. Þeim var skipt í hópa eftir aldri og hverjum hópi fengin verkefni við hæfi. Elstu krakkarnir fengu mikia kennslu í íþrótta- greinunum, sem eru stundaðar hjá Val, auk þess sem þau fengu að kynnast öðrum grein- um. Hjá yngri börnum var lögð meiri áhersla á fjölbreytni og leik. Við reynum ekki að troða íþróttum fullorðinna inn á börnin held- ur aðlögum þær að börnunum, frekan en að aðlaga börnin að íþróttunum. Við stefnum að því að börnin fái að kynnast íþróttum á já- kvæðan hátt, drögum úr keppni en látum leik og gleði ráða ríkjum. Til þess að þetta sé hægt verða allir, sem starfa við sumarbúðirnar, að leggjast á eitt og vinna að þessu marki. Við höfum verið svo heppin að til okkar hafa að- eins ráðist úrvals leiðbeinendur, sem lagt hafa sig fram um að gera „Sumarbúðir í borg” að íþróttaskóla sem stendur undir nafni. Það er vel við hæfi að gefa yngstu kynslóð Reykvíkinga kost á að nýta hina glæsilegu íþróttaaðstöðu sem Valur hefur byggt upp að Hlíðarenda. Til þess höfum við einungis get- að boðið upp á íþróttaskóla á sum rin en gam- an væri að geta einnig haft slíka starfsemi í gangi að vetrarlagi — þá að sjálfsögðu með öðru sniði. „Sumarbúðir í borg” voru fyrstu heilsdags íþróttanámskeiðin sem voru haldin af íþróttafélagi í Reykjavík og fyrsta námskeið- ið þar sem boðið var upp á heitan mat í há- deginu. Þetta hefur gefist mjög vel og verið vinsælt, sérstaklega eftir að við fengum mat- inn skammtaðan á staðnum. Drengir hafa hingað til verið miklu dug- legri við að sækja sumarbúðirnar en stúlkur en þær, sem hafa komið, virðast njóta sín al- veg til jafns við strákana. Við vonumst því til að fleiri stúlkur komi til okkar næsta sumar. Eins og áður sagði er lögð mest áhersla á að kenna íþróttirnar sem Valur keppir, hand- bolta, fótbolta og körfuboita. Við kynnum auk þess aðrar greinar, t.d. frjálsíþróttir, hafnabolta og bandy. Farið er í ýmsa leiki, við förum í sund, heimsækjum skíðaskála Vals og siglum í Nauthólsvík. Aðrir íþrótta- skólar koma stundum í heimsókn til okkar eða við heimsækjum þá. Hvert námskeið endará veglegri lokahátíð, þarsem ríkirglens og gaman. 26 Bjarni Kolbeinsson sótti öll 5 námskeiöin síöast- liðið sumar. Óli við Valsskálann. Hressir krakkar á Valssvæðinu í Hamragili í júlí á 3. námskeiðinu. Limbódans af innlifun.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.