Valsblaðið - 01.05.1989, Page 29

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 29
Á lyktinni skulið þið þekkja þá! Guðmund ur Brynjólfsson athugar hvort hann eða Ólafureigi skóinn. Ólafur á hann greinilega! 55:58. Þar sem úrslitakeppnin var með út- sláttarfyrirkomulagi var lið 1 úr leik. Þýsku risarnir í Rist Wedel lentu í öðru sæti á mótinu. Lið 2 hjá Valsmönnum lenti í 12 liða úrslit- um á móti finnsku liði, Honsu. Valsmenn voru nokkuð þreyttir eftir hörkuleik við Sisu fyrr um daginn og töpuðu leiknum naumlega 31:35. Bæði liðin féllu því úr keppni í 12 liða úrslitum, sárir yfir því að hafa ekki komist lengra í keppninni . en þó stoltir yfir mörgum leikjum okkar sem flestir voru stórvel leiknir. Á páskadag sváfum við frameftir vegna þreytu eftir stórdansleik sem var haldinn kvöldið áður í matsal Nörrebrohallen. Danskar stúlkur munu sennilega seint gleyma liðugum Valsmönnum þegar þeir stigu á fjalir matsalarins og sýndu danslistir sínar. Þvílík sjón! Þegar við loksins vöknuðum í dönskum sumaryl ákváðum við að drífa okkur „pá Bakken”. Þar var heldur betur skvett úr klaufunum og voru flestir með hálf-snúinn maga þegar kvölda tók. Síðustu nóttina gátum við ekki verið í Klostervænget skola, sem við höfðum dvalið í allan tímann, heldur þurftum við að færa okkur um set yfir í Nörrebrohallen og sofa þar. (Hótel með öllu) Þar voru fyrir mörg önnur lið, „drenge og piger” og reyndu mis- feimnir Valsmenn að beita dönskukunnátt- unni, eða því máli sem átti við, til að spjalla við þetta fólk. (Sumir voru þó svo feimnir að þeir vildu sem minnst við þetta ókunnuga fólk tala!) Annan í páskum var svo haldið heim eftir vel lukkaða ferð. Hefur það frést að danskar stúlkur á fermingaraldri hafi átt erfitt með svefn nokkrar vikur á eftir því þær höfðu horft á eftir þessum hugrökku víkingum, sem yfirgáfu land þeirra, með stjörnuglampa í augum. Allirkomu þeirafturogvilég að lok- um þakka Birni og Hafsteini fyrir ferðina og strákunum fyrir ógleymanlega daga í Köben. „Thsund tak”! Ég meina — menn eru mismiklir töffarar. 29

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.