Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 33
Reykjavíkur- og íslandsmeistarar 3. flokks í handbolta árið 1980. Aftari röð frá vinstri: Sigmundur Hermundsson liðsstjóri, Engilbert Sigurðsson, Guðni Bcrgsson, Jtilíus Jónasson, Geir Sveinsson, Hermundur Sigmundsson, Birgir Örn Guðmundsson, Boris Akbarschev þjálfari. Iremri röð frá vinstri: Sigurður Sigurþórsson, Vignir Pétursson, Bernhard Petersen, Jakob Sigurðsson, Elías Har- aldsson, Ingvar Guðmundsson. „Lukkudýrið” heitir Rúnar Sigmundsson. — Hefur það breytt einhverju fyrir þig að taka við fyrirliðastöðunni? „Ég var oft fyrirliði í fótbolta og handbolta á mínunt yngri árum og því ekki alveg óvanur. En samt sem áður er töluvert mál að vera fyr- irliði i meistaraflokki og mér finnst mér vera sýnt mikið traust. Þessu fylgja ákveðnar skyldur en það þrúgar mig alls ekki. Ég ein- beiti mér að spila eins og áður en breyti ekki um leikstíll þótt ég sé fyrirliði.” Jakob þjálfar 2. flokk Vals í vetur og er það frumraun hans á því sviði. „Ég hef virkilega gaman af að þjálfa því í flokknum eru mjög efnilegir strákar. En það er dálítið strembið að vera í fullri vinnu, æfa með meistaraflokki og landsliðinu þegar þess þarf og þjálfa að auki. Eflaust á ég eftir að halda áfram að þjálfa í framtíðinni því ég vil miðla af þeirri reynslu sem ég hef öðlast.” — Ertu þá ekki að reyna að búa til einhvern snilling sem kemur til með að leysa þig af hólmi í horninu? „Það er ekki tímabært því síst af öllu vil ég láta læringinn slá mig út. Annars má vel geta þess að mér finnst mjög vel staðið að málum hjá yngri flokkunum og flestir þeirra voru í úrslitum í Reykjavíkurmótinu. Unglingaráð hefur verið stofnað og sömuleiðis foreldrafé- lag og er því allt eins og best verður á kosið.” — Nú er heimsmeistarakeppnin í hand- bolta framundan — hvernig er blikurnar? „Eitt stórt spurningarmerki! Á slíkum mótum er stutt á milli þess að standa sig vel og sökkva djúpt niður. Þetta er spurning um að ná upp stíganda í liðinu og vera á toppnum á réttum tíma. Auðvitað förutn við í hvem iandsleik með því hugarfari að vinna hann en það sem skiptir máli er að vera í sem bestu formi í Tékkóslóvakíu. Ef það tekst gleymist allt annað. Þau mót sem virkilega telja í handbolta eru heimsmeistarakeppnir og Ólympíuleikar. Árangur okkar á HM skiptir verulegu máli vegna framhaldsins og þátt- töku á Ólympíuleikunum á Spáni. Við verð- um að lenda í hópi 8 efstu þjóða til að komast til Barcelona.” — Ertu öruggur í landsliðið? „Ég tel mig aldrei öruggan fyrirfram og geng aldrei að neinu vísu í þeim efnum.” — Reiknarðu með að vera enn í landsliðinu þegar HM verður á íslandi 1995? „Ég verð ekki nema 31 árs þá þannig að það er fræðilegir möguleikar á því,” segir Jakob og brosir. „Nei annars ætli ég rói ekki á öðr- um miðum árið 1995. Ég reikna með að fara út í mastersnám á næstu árum.” — Hver er þinn eftirminnilegasti lands- leikur? ,iUrslitaleikurinn í B-keppninni — það er engin spurning. Það var alveg stórkostlegt að tuka þátt í þeirri keppni. Sú tilfinning að standa á verðlaunapallinum er ólýsanlega og hún mun aldrei líða úr minnum.” — Finnurðu fyrir því að vera þekktur ■bróttmaður? Jakob hugsar sig um en svarar svo rólega; nÞað kemur fyrir að fólk kannast við mig en mér líður ekki sem þekktum manni. Þá til- finningu þekki ég ekki” — Er atvinnumennska í deiglunni hjá þér? ■iNei, ég á ekki von á því. Auðvitað væri gaman að reyna sig og ég tala nú ekki um ef maður gætir framfleytt sér í námi samhliða handboltaiðkun. En það er ekki raunhæft að reikna með atvinnumennsku hvað mig varð- ar!’ — Ertu sáttur við Val i dag? „Þegar á heildina er litið er ég mjög sáttur. Auðvitað hafa komið upp mál sem ég hef ver- ið ósáttur við en ég vil ekki ræða það frekar. í Val er mikill uppgangur og að mínu mati hefur nýja íþróttahúsið gert gæfumuninn. Núna eru alltaf fleiri niður á Hlíðarenda, meiri samkennd er ríkjandi og félagsskapur- inn er öðruvísi en áður. Núna er menn Vals- menn — án tillits til hvaða íþrótt þeir stunda!’ □mmn BORÐ-, PALL-, KRÓK-, TELJARA- OG GÓLFVOGIR Margar geröir eða frá 15 kg. að 6000 kg. með mismunandi nákvæmni. Einnig fáanlegar vatnsvarðar (IP65) og með ryðfríum palli. Möguleikar á tengingu við tölvur og prentara. Viðgerðir á allflestum gerðum voga og breytum eldri gerðum voga í rafvogir. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. SUNDABORG 22 SÍMI 91-84800 VOGAÞJÓNUSTA SMIÐSHÖFÐA 10 SÍMI 91-686970 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.