Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 42

Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 42
Texti: Þorgrímur Þránsson Hann þolir ekki að tapa — segist vera gríð- arlega tapsár. Hann hefur aldrei orðið ís- landsmeistari með Val en segir að brátt sjái fyrir endann á því titlaleysi. í yngri flokkun- um var hann minnstur allra en þótti þó laginn við að skora. Hann rifjar upp sinn fyrsta leik með Val. „Við lékum gegn KR í Reykjavíkur- mótinu og töpuðum með 50 stiga mun. Ég man að ég skoraði eina körfu í leiknum og hún var alveg gullfalleg. Auðvitað var um al- gjöra tilviljuna að ræða. Ég var svo stressað- ur að ég skaut út í bláinn og boltinn villtist of- an í körfuna.” Það er hann Svali Björgvinsson, leikmaður með meistaraflokki Vals í körfubolta sem lýsti sinni fyrstu körfu fyrir Val. Hann er 22 ára og stundar sálarfræði og líffræði í Há- skóla Islands. Ef hann er ekki að lesa leikur hann sér í körfubolta og hann segist fátt ann- að taka sér fyrir hendur þessa stundina. Svali segist vera eldrauður Valsari og á bágt með sig næstu dagana eftir tapleiki. „Það er alveg sama hvort Valur tapar í handbolta, fót- bolta eða körfubolta, ég þoli það hreinlega ekki. Stundum á ég það til að ráðast á veggi til þess að fá útrás fyrir svekkelsinu.” Svali hefur ætíð búið í Hlíðunum, nánar tiltekið í Eskihlíð. „Ég ólst nánast upp hérna á Hlíðarenda því ég dundaði mér hér frá morgni til kvölds hvenær sem tækifæri gafst. Ef ég var ekki að æfa sjálfur fylgdist ég með aðdáunaraugum á stjörnurnar í Val þegar þær æfðu hér.” — Hefur þú aldrei stundað aðrar greinar en körfubolta? „Jú, ég var í öllu sprikli á mínum yngri ár- um. Ég keppti síðast í handbolta og fótbolta með 3. flokki. Mér fannst handboltinn alitaf hálf-duttlungafullur og líkaði sú íþrótt aldrei fyllilega. Satt að segja fannst mér það til- gangslaus íþrótt þótt það sé ljótt að segja það.” — Hvernig gekk þínum árgangi í yngri flokkunum? „Við unnum Reykjavíkurmót en aldrei neitt meira. Þótt ég hafi aldrei orðið íslands- meistari kemur að því innan tveggja til þriggja — það er alveg á hreinu.” Svali Björgvinsson. Svali hefur leikið sem bakvörður frá því hann byrjaði að æfa fyrir alvöru og náð góð- um árangri þrátt fyrir skort á íslandsmeist- aratitlum. Hann hefur verið valinn besti leik- maðursíns flokks íöllum flokkum og jafnan verið iðnastur við að setja boltann í körfuna. Fyrsta meistaraflokksleikinn lék Svali árið 1984, þá 16 ára gamall. Valur lék þá gegn ÍR í úrvalsdeildinni og skoraði hann eina körfu í leiknum. Síðan hélt Svali til Bandaríkjanna — þó ekki sem upprennandi stjarna í NBA-deildinni þrátt fyrir eina körfu gegn IR — heldur til þess að breyta um umhverfi og leika körfubolta. Hann nam fræðin í high-school og handlék körfubolta þess á milli. „Það verður að segjast eins og er að ég lærði mikið í körfubolta á þessu ári. Ég lagði líka aðeins stund á hlaup og varð fylkismeist- ari 800 metra hlaupi. Ég hafði gaman af hlaupum á mínum yngri árum og vann ein- hvem tímann víðavangshlaup ÍR.” Þegar Svali var að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki átti hann erfitt með að vinna sér sæti í liðinu eins og gengur. „Það voru svo margir gamlir refir í Iiðinu að það var erfitt að slá þeim. Ég vann mér sæti í liðinu smám saman en 4. október 1988 sleit ég krossbönd í hnénu i leik gegn Njarðvík.” Svali er búinn að j afna sig á þessum meiðsl- um og er nú einn lykilmaðurinn í meistara- flokki. En liðinu hefur ekki vegnað vel í vetur og var Svali inntur eftir ástæðu þess. „Það er best að vera ekki að afsaka neitt en við höfum einfaldlega ekki leikið nógu vel í vetur. Við höfum verið að tapa tvísýnum leikjum sem hefðu getað farið á hvorn veginn sem var og það skiptir sköpum. Liðiðer skip- að ungum leikmönnum og á því framtíðina fyrir sér.” — Finnst þér tilkoma útlendingana hafa breytt einhverju í körfuboltanum hér? „Já, það bættist alla vega einn góður leik- maður í hvert lið. í dag er miklu meiri breidd en áður í íslenskum körfubolta og þess vegna eru þessir menn ekki eins áberandi. Þessar SvaJi Björgvinsson, leikmaður með meistarafiokki í körfubolta 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.