Valsblaðið - 01.05.1989, Side 43

Valsblaðið - 01.05.1989, Side 43
„ÞOLI EKKI AÐ TAPA“ Svali hefur þjálfart hjá yngri flokkum Vals undanfarin ár. Hér er hann ásamt 8. flokki sem varð í 2. sæti á íslandsmótinu 1989. FYRSTI KAPPLEIK- URINN 1914 Þremur árum eftir að Valur var stofn- að var ákveðið að leika kappleik við Fram til fjáröflunar. Framarar voru vin- samlegir og tóku málaleitaninni vel. Val- ur var þó bundið af ákvörðuninni um að leika ekki við lið utan KFUM og þar sem séra Friðrik var ekki á landinu voru góð ráð dýr. Án hans leyfis var ekki unnt að leika við Fram. Fóru þá þrír ábyrgir fé- lagar til séra Bjarna Jónssonar og tjáðu honum vandræði sín. Tók séra Bjarni málaleitaninni vel. Hann gaf þeim leyfi til leiksins og kvaðst mundu svara fyrir það við séra Friðrik ef til þess kæmi. Vafalaust hefur þessi samstillti hópur talið að þeir gætu leikið sæmilega knatt- spyrnu og undir niðri viljað reyna sig við Fram sem var talið sterkasta knatt- spyrnuliðið. Ekki var keppt á íslands- mótinu árið 1913 og 1914 því Fram var eina liðið sem gaf sig fram til keppni. Leikur þessi fór síðan fram sam- kvæmt áætlun og var þetta fyrsta kapp- lið Vals þannig skipað að því er stofn- endur telja: Ástráður Jónsson, Árni B. Björnsson, Filippus Guðmundsson, Guðbjörn Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Þorbergur Erlendsson, Hallur Þorleifsson, Sveinn Þorkelsson, Loftur Guðmundsson, Stefán Ólafsson, Jón Guðmundsson. Leik þessum lauk með því að Fram vann með aðeins eins marks mun eða 3:2. Bendir þetta til að kapplið Vals hafi verið komið lengra en búast hefði mátt við eftir aldri leikmannanna og leik- reynslu — sem var engin nema æfingar. Þess má líka geta að Fram varð ís- landsmeistari árið eftir, sent hefur stað- fest þá skoðun að Fram hafi verið sterk- asta liðið á þessum tíma. hetjur skara ekkert ofsalega fram úr og núna er ekki eins framandi og áður að tefla fram útlendingi. Við horfum reglulega á körfu- boltann í NBA-deildinni og okkur finnst til- koma útlendinganna því ekki eins merkileg og áður.” Þess má geta að Svali hefur þjálfað yngri flokka Vals í 4 ár og á sumrin hefur hann ver- ið leiðbeinandi í Sumarbúðum í borg. „Mér finnst ákaflega gaman að þjálfa og það er mjög gefandi. Það, sem skiptir mestu máli í unglingastarfinu er að hafa gaman af hlutun- um, en ekki endilega að ala upp einhverja snillinga. Hjá Val er þó ekki um neina skáta- hreyfingu að ræða því við viljum vitaskuld ná góðum árangri. — Hvert stefnirðu í kröfuboltanum Svali? „Að verða íslandsmeistari — það er alveg á hreinu.” ELD VARNA TEPPI Margar stæröir og gerðir 90x90, 120x120 og 180x180 sm. Allar geröir eldvarnatækja. Þjónustum slökkvitæki. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. □ ELDVARNKMIflSIÖfllN KF ÓLAFUR GlSLASON & CO. HF. SUNDABORG 22 SÍMI 91-84800 43

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.