Valsblaðið - 01.05.1989, Page 49

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 49
arnir komust svo yfir rétt fyrir leikslok með marki sem bar hinn hæpna stimpil; heppni. Valur tapaði því leiknum óverðskuldað 1:2. Var nú haldið til Austur-Þýskalands til að hefna ófaranna á heimavelli og voru menn hvergi bangnir. Rétt áður en haldið var í gegn- um Checkpoint Charlie, þessa tímavél sem ber þá sem til austurs fara tugi ára aftur í tím- ann, var rútan fyllt af lystisemdum nútíma- þjóðfélagsins — allt frá súkkulaði til salern- ispappírs. En fljótlega kom í ljós að Aust- ur-Þjóðverjarnir ætluðu að launa okkur gest- risnina vel sem þeim var sýnd á Islandi þvi farið var með okkur eins og höfðingja. Skorti þar ekkertá. Hótelið var fyrsta flokks, mat- urinn frábær og æfingaastaðan til fýrir- myndar. Varð einhverjum á orði að eiginlega ættum við bara við eitt vandamál að stríða — það voru engin vandamál, því fararstjórnin hafði gert ráð fyrir þeim og var tilbúin í þann slag af fyrri reynslu. Leikurinn við Dynamo Berlin var mjög góður og skemmtilegur á að horfa. Eftir að Þjóðverjarnir höfðu komist yfir, jafnaði Val- ur um miðjan seinni hálfleik og var nú orðið stutt í drauminn — að komast í aðra umferð. Strákarnir fengu tækifæri til þess að gera út um leikinn en eins og í fyrri leiknum, stálu Þjóðverjarnir sigrinum á elleftu stundu. Þeir voru svo slegnir út úr keppninni í næstu um- ferð af Monaco, liðinu sem sló Val einmitt út í Evrópukeppni meistaraliða í fyrra. Strákarnir sýndu þarna í Berlín hvers þeir eru megnugir, en alveg eins og í fyrra — að- eins of seint. Eru nú allir staðráðnir í að láta þetta ekki endurtaka sig næsta ár. Strákarnir hafa þegar hafið undirbúning fyrir næsta keppnistímabil og koma væntanlega tilbúnir í slaginn í næsta vor. Þeir ætla ekki að bíða eftir réttu formi fram eftir næsta sumri held- ur byrja eins og síðasta sumar endaði — með réttu hugarfari og léttleikandi fótbolta. Það er ekki hægt nema grunnurinn sé til staðar, þ.e. líkamsstyrkur. Ég er sannfæiður um að með sama hóp og í fyrra þurfi Valsmenn ekki að kvíða komandi keppnistímabili. Að lokum ein lítil saga frá Amsterdam en hún er gott dæmi um hvernig sjálfsbjargar- viðleitni á erlendri grund getur fleytt þeim áfram sem kunna lítið í tungumáli viðkom- andi lands — eða bara alls ekki neitt. Þegar vínföng voru borin fyrir fríðan hóp Valsara á matsölustað; gall í einum úr hópnum — »þessum stóra sem sér um búningana”: „Vas kost dis flask?”. Og viti menn. Verðið kom um leið. Legg ég nú til að viðkomandi setjist niður og búi til nýtt alþjóðatungumál. Með Valskveðju! Útfar Mdsson. Hinn árlegi útreiðarlúr meistaraflokks var farinn í lok ágústmánaðar frá Laxnesi. Valsarinn Póri sá okkurfyrirreiðskjótum og varokkurinnan handar. Sagan segirað Valsmenn hafi riðið beturí útreiða- túrnum cn þeir léku knattspyrnu uin sumarið! Þrír góðir fyrir útreiðatúrinn. Jón S. Helgason, sem varð „Golfmeistari Vals” 1989, Ingvar Guð- mundsson „Knapi ársins” og Jón Þór Andrésson „Brottrekstur ársins”. VAIUR FÉKK EKKI AÐ KEPPA í BYRJUN Valur var fjórða knattspyrnufélagið sem var stofnað á höfuðborgarsvæðinu. Hin félögin voru KR (1899, Fram (1908), Víkingur (1908). Þessi félög fögnuðu mjög stofnun Vals þar sem gera mátti ráð fyrir að knattspyrnumótin yrðu fjör- ugri og fjölmennari. En það fór á annan veg. Fyrstu árin fékk Valur ekki að taka þátt í knattspyrnumótum. Það, sem fyrir séra Friðrik vakti fyrst og fremst, var að nota uppeldisgildi knattspyrnunnar sem hann hafði kynnt sér rækilega. Hann vildi nota knattspyrnuna til félagslegra starfa svo að andlegt og líkamlegt at- gervi héldist í hendur. Hann vildi manna og mennta Valsmenn sem best áður en þeir færu að keppa á mótum. Uppeldis- gildi íþróttanna átti að vera einn liðurinn í því merka starfi hans, að kristna þjóð- ina. Og hvernig honum hefur tekist það sést best á starfsemi KFUM, KFUK og Val. Valsmenn voru hinir prúðustu á leikvelli og stóðu vel saman í félagsleg- um málum. 49

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.