Valsblaðið - 01.05.1989, Page 53

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 53
HVER ER VALSMAÐURINN ? „HLÍÐARENDI VERÐUR AÐ VERA MIÐPUNKTUR í STÆRSTU ÚTIVISTAR- KEÐJU REYKJAVÍKUR“ Þegar rætt er við Pétur Sveinbjárnarson um knattspyrnufélagið Val og allt sem að fé- laginu lýtur kemst maður fljótt á snoðir um eitt. Pétur lifir fyrir Val og hann myndi deyja fyrir Val. Aðdáun hans og umhyggja fyrir fé- laginu, sögu þess, félagsmönnum og öðru sem því tengist nær engu tali. Hann hrífur nærstadda með þegar félagið ber á góma og manni finnst það vera ákveðin forréttindi að vera Valsmaður eftir að hafa hlustað á Pétur tala í einlægni um Val. Pétur er fæddur í Reykjavík og hóf lífið í Vesturbænum, rétt eins og Valur — eins ná- lægt uppruna Vals og hugsast gat — á Suður- götunni þar sem fyrsti knattspyrnuvöllur Vals var. Foreldrar Péturs hétu Sveinbjöm Tím- óteusson og Guðrún Pétursdóttir. Þegar hann var fjögurra ára gamall flutti hann í Hlíðarnar sem þá voru að byggjast upp. „Beint á móti húsinu okkar í Drápuhlíðinni var barnaleikvöllur sem var notaður sem sparkvöllur og hann var sá eini í hverfinu. Það voru því mikil forréttindi að hafa aðgang að slíkum velli. Á þessum tíma var mikill fjöldi barna í Hlíðunum og það var í raun Breiðholt okkar tíma.” Haustið 1949 var fyrsti knattspyrnuvöllur- inn á Hlíðarenda tekinn í notkun en þá var Pétur fjögurra ára gamall. „Mér er það mjög minnisstætt hvernig inntökubeiðnin í Val var. Á þessum tíma þurfti að ganga formlega í fé- lagið til þess að fá að æfa og þurfti undir- skrift foreldra. Ég var að verða sex ára þegar ég gekk í Val og þá fékk ég mitt fyrsta opin- bera plagg. Ég hljóp heim með það, eins og ég væri með stórfé á milli handanna, beint inn í eldhús og sagði: „Mamma þú átt að skrifa hérna undir.” Eftir að móðir Péturs inniritaði hann í Val dyaldi hann næsta áratuginn á Hlíðarenda. „Frá aprílbyrjun til septemberloka var ég nið- Pétur á uppeldisstöðvum sínum — á Hliðarenda. ur á Valsvelli frá morgni til kvölds. Ég neitaði að fara í sveit. Valsvöllurinn var mitt heimili svo og fjölda annarra stráka. Við vissum ekki hvað matmálstími var á þessum árum!’ Pétur keppti sinn fyrsta opinbera leik sjö ára gamall en þá var 4. flokkur yngsti keppn- isflokkur Vals. Pétur var nokkuð yngri en flestir leikmenn flokksins og hann hóf feril- inn í ruslinu — 4. C. Þegar Pétur var á aldrin- um átta til tólf ára leið hann miklar kvalir eft- ir æfingar því hann var með flatfót og það hafði ýmsar aukaverkanir í för með sér. „Þeg- ar ég var búinn að vera í fótboltann allan dag- inn kom ég heim og var sárkvalinn. Mig verkjaði alltaf í fæturna eftir mikið álag en mamma klippti út stykki sem hún bleytti og hafði ískalt og vafði því svo um fæturnar upp að hnjám. Ég átti margar andvökunætur á þessum árum vegna verkja en strax næsta morgun var maður rokinn af stað aftur. Þessi ár i Val voru stórkostleg, sem og allur sá tími sem ég hef verið í nálægð félagsins!’ Lífið var fótbolti hjá Pétri á unga aldri og skólanum var sinnt þegar tími gafst til. „Á þessum árum höfðum við góðu liði á að skipa og minn árgangur varð íslandsmeistari í 3. og 4. flokki. Af þeim strákum sem héldu áfram í boltanum má nefna Hermann Gunnarsson og Bergsvein Alfonsson. Við þrír lékum ávallt saman í fremstu víglínu, vorum tríó, og upp- skárum ríkulega. Þeir þjálfararsem eru hvað eftirminnilegastir frá þessum árum eru Haukur Gíslason og Murdo McDougall en hann var oft kallaður Murdo Mac-túkall. Þessir tveir menn voru frábærir þjálfarar og það var svo ánægjulegt hversu mikið þeir gáfu af sjálfum sér til okkar. Það þótti voða- lega fínt að hafa erlendan stórþjálfara í yngri flokkunum og við hentum oft gaman að því hversu lítill Murdo var því hann týndist oft í strákahópnum!’ Eins og áður sagði var Pétur Sveinbjarnar- son fyrsti Gulldrengur Vals en til þess að hljóta nafnbótina varð viðkomandi að leysa fjölmargar knattþrautir sem KSÍ stóð fyrir. „Þetta var gífurlegt metnaðarmál í öllum fé- lögum um land allt” segir Pétur og lifir sig inn í endurminninguna. „Fyrsti Gulldrengur íslands var Þórólfur Beck. Það var ákaflega stór atburður í lífinu að vera sæmdur gull- 53

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.