Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 55

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 55
„Ég sé Hlíðarenda fyrir mér í framtíðinni sem fjölskyldumiðstöð," segir Pétur. menn setja alltaf markið hátt og sætta sig aldrei við meðalmennsku. Valur var á toppn- um á þessum árum og til marks um styrkleika liðsins hélt Sigurður Haraldsson markvörður markinu hreinu í 824 mínutur samfleytt sum- arið 1978. Hann lék 8 leiki i röð án þess að fá á sig mark og þetta þótt slíkt afrek að eitt dag- blaðanna hét hverjum þeim, sem tækist að skora hjá Sigurð, fótboltaskóm að launum. Þetta er kannski einsdæmi í íþróttasögunni,” segir Pétur og leggur áherslu á orð sín með því að standa á fætur. Stoltið leynir sér ekki. „Á þessum árum var stíll yfir öllu og mót- aðist víða hörð andstaða við Val sem grund- vallaðist eingöngu á öfund. Árangur Vals á þessum árum hafði mikil áhrif á íþróttir í Val yfirhöfuð. Meistaraflokkur Vals í handbolta leikur til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða, Körfuboltaáhugi í Val ríkur upp úr öllu valdi og góðir sigrar fylgdu í kjölfarið. Þetta gerist allt í sögulegu samhengi. Á þessum árum þurfti aldrei að deila um það í knattspyrnu- deildinni hver ætti að borga tapað heldur hvernig átti að verja gróðanum.” Eftir harða baráttu Valsmanna fékkst í gegn á ársþingi KSÍ að það félag sem léki á heimavelli nyti góðs af því í stað þess að deila aðsóknartekjum milli beggja liða. „Þetta fékk lítinn hljómgrunn í byrjun,” segir Pétur, „því Valur var með þvílíkt yfirburðarlið að allir græddu á Val. Allir vildu auðvitað deila „Allir vildu græða á Val“ gróðanum með Val því flestir áhorfendur sóttu okkar leiki. Það var þó ekki fyrren 1980 sem þetta var samþykkt en baráttan var búin að standa lengi yfir. í dag dytti engum í hug að snúa til gömlu reglunnar. Áður var það nánast guðlast að nefna þetta á nafn. Sama baráttan var háð þegar Valur flutti heimaleiki sina á Hlíðarenda. Þá átti að refsa Val með vallarskatti fyrir það að leika heimaleik. Árið 1981 tekur Pétur Sveinbjarnarson við formennsku í Val en það ár átti Valur 70 ára afmæli. „Það voru mörg stór orð látin falla um framkvæmdir á Hlíðarenda á 70 ára af- mælinu og það var staðið við þau. Frá árun- um 1958 til ársins 1981 var búið að byggja einn keppnisvöll og var ástandið því óviðun- andi. Aðstöðuleysið vegna skorts á iþrótta- húsum í Reykjavík var orðið þrúgandi. Tvö fyrstu verkefni aðalstjórnar á þessum árum var að halda myndarlega upp á 70 ára afmæl- ið og að rita sögu Vals. Valur varð því fyrsta íþróttafélag landsins sem gaf út sögu eigins félags í bókarformi. Þetta var verulegt átak og á Ólafur Gústafsson mestan heiðurinn af verkinu. Þetta ár var líka mótuð hefð sem hefur verið viðhaldið síðan. Það er athöfn við styttu séra Friðriks auk skrúðgöngu sem fer fram á afmælisdegi Vals. Daginn fyrir afmæli Vals árið 1981 var grafinn grunnur að nýju íþróttahúsi Vals og sett voru djörf markmið í sambandi við framkvæmdir. Gamla íbúðar- húsið og Fjósið (félagsheimilið) var endur- byggt þótt sumir vildu hreinlega rífa þau. Þessi tvö gömlu hús eru andlit félagsins og sál þess og tengjast þeim sterkt sem nánast ólust upp að Hlíðarenda. Húsin eiga að fylgja Val til ókominnar framtíðar. Hrólfur Jónsson og Elías Hergeirsson báru hitann og þungan af endurbyggingu húsanna auk annarra. Mig langar líka að minnast á vallarframkvæmd- irnir sem lutu dyggri stjórn Sigtryggs Jóns- sonar og Jóns Zoega.” Markmið Péturs og annarra stjórnarmann í Val á 70 ára afmælinu var að flytja Val alfar- ið heim að Hlíðarenda. „Á þessum árum var að alast upp heil kynslóð í Val sem var sjaldn- ast á Hlíðarenda því æft var og keppt víðsveg- ar um bæinn. Með tilkomu nýja íþróttahúss- ins eru allar þrjár keppnisgreinar Vals komnir heim að Hlíðarenda eftir tæp 50 ár. Og enn eru Valsmenn fyrstir til. Pétur gegndi formennsku í Val til ársins 1987 eða samfleytt í 7 ár. Enginn annar hefur verið svo lengi formaður samfleytt. „Ef ég má nefna nokkra menn sem stóðu eins og björg við hlið mér þegar ég gegndi formennsku vil ég geta þeirra Ólafs Gústafssonar, Bjarna Bjarnasonar, Elíasar Hergeirssonar, Sigurðar Lárusar Hólm og Hrólfs Jónssonar. Þegar litið er til félagsstarfsins í Val eru þetta menn sem haggast aldrei og geta alltaf tekið í hönd- ina á þér sama hvað á bjátar. Þetta er „ gull- klumpar” félagsins sem eru alltaf boðnir og búnir til að leggja hönd á plóginn!’ Þegar litið er til baka yfir farinn veg er oft spurt; „hverju kom hann til leiða”. Mönnum þykir gaman að rifja upp eitt og annað sem forystumenn í Val hafa átt frumkvæði að en Pétur hefur ákveðnar skoðanir á þessum mál- um. „Það er alrangt að persónugera verkefni sem eiga sér stað innan Vals því það er von- laust að einn maður hafi komið þessu og hinu til leiðar. Það gerist ekkert nema heil liðsheild standi að baki verkefninu.” — Pétur nú ert þú í forsvari fyrir stóran hóp manna sem hefur áhuga á að reisa minn- ingarkapellu um séra Friðrik Friðriksson að 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.