Valsblaðið - 01.05.1989, Page 56

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 56
Hlíðarenda Geturðu sagt okkur eitthvað nánar um þetta verkefni? „Það sem einkennir íþróttafélag og það starf sem þar fer fram er mikið kapp í mönn- um í kringum hvem leik og hvert keppnis- tímabil. Menn eru skiljanlega rígbundnir við verkefnið sem er íþróttin sjálf. Slíku kappi fylgir því oft að menn sjá lítið fram fyrir tærnar á sér í ýmsum málum. Þetta á t.d. við um mig. Eins og þetta er mikill styrkleiki íþróttalega er það veikleiki félagslega. Þegar maður fer smátt og smátt lengra frá daglegri keppni verður sjónarhornið annað en það var áður. Maður áttar sig betur á mikilvægi fé- lagslega þáttarins. Málið væri ofureinfalt ef við væmm t.d. að stunda eina íþróttagrein. Það er mjög mikilvægt að gleyma aldrei uppruna sínum og uppruni Vals er einstakur. Valur sprettur upp úr merkustu félagsmála- hreyfingu sem hefur starfað á íslandi. Valur eignast stofnanda og leiðtoga sem er viður- kenndur af þjóðinni sem einhver mesti mann- vinur sem ísland hefur eignast. Uppruninn er einstakur svo og það að Valur skuli enn í dag vera deild innan KFUM. Valur er eina starf- andi félagið sem er deild í öðm félagi. Við eigum að veta stoltir af því sem við erum og uppruna okkar. Saga Vals er ákaflega merkileg og innan Vals hafa mótast ákveðnar venjur og hefðir sem eru sérstakari en í öðmm íþróttafélög- um. Styrkur Vals í framtíðinni er sá að rækta sambandið við fortíðina og styrkja það. Við verðum að halda fast í allar venjur og hefðir innan félagsins. Við megum aldrei afskræma Valsbúninginn og verðum standa af okkur allar tískusveiflur. Við verðum að gæta Vals- merkisins því það á sér sögu. Það er til saga um nafnið Valur og allt þetta verður að skila sér til hverrar nýrrar kynslóðar í Val. Við eig- um Valssöng og svo mætti lengi telja. Allt þetta verður að varðveita og viðhalda. Þetta er hinn raunverulegi fjársjóður Vals. Minningarkapellan mun bryggja brú sem aldrei mun brotna til ókominnar framtíðar til KFUM og séra Friðriks — ekki bara sem minnismerki heldur mun hún starfslega rækta upp nýjar tilfinningar í félaginu. Þegar Valsmenn reistu brjóstmynd séra Friðriks að Hlíðarenda var þetta sama markmið haft að leiðarljósi — að minnast uppruna síns. Kapp- ellan verður lifandi minnismerki um séra Friðrik. Þegar sú hugmynd kom upp um að reka íþróttaskóla að Hlíðarenda undir heitinu „Sumarbúðir í borg” var ákveðið að líkja eft- ir starfi séra Friðriks í Vatnaskógi. Nú vantar ekkert upp á það nema kappellu. Hvað hæfir betur í starfi Sumarbúða í borg annað en kap- ella sem yrði notuð daglega? Kappellan verð- ur ekki bara fyrir yngstu þátttakendurna heldur verður hún hugsanlega þáttur í undir- búningi mikilvægra leikja. Valsmenn gætu tengst böndum þar í giftingum og komið þangað með unga Valsmenn til skírnar. Kappellan verður frá fyrsta degi tákn samein- ingar við uppruna sinn. Valur og KFUM verða í raun aftur komnir undir sama þakið og það gefur KFUM tækifæri til þess að starfa að Hlíðarenda. Með kapellubygging- unni munu Valsmenn aldrei gleyma uppruna sínum. Keppellan mun standa á móti Fjósinu við hlið brjóstmyndar séra Friðriks. Sam- hliða þessu á að byggja um Fjósið sem sögu- og minjasafn félagsins. Þar ætti að vera fund- arstaða aðalstjórnar og aðstaða fyrir full- trúaráð Vals. Menn eiga að geta gengið inn í Fjósið og lesið íþróttalega sögu félagsins frá upphafi. Með þessu móti náum við að fylla upp í heildarmyndina. Þá erum við búnir að ramma inn gott og heilbrigt íþróttafélag með jafnræði á milli þátttöku í íþróttum og fé- lagsstarfs. Eldri húsin eiga að vera „heima- vinna” okkar sjálfra. í framkvæmdum við þau eigum við að stíga eitt skref á ári. Nýju húsin og vellirnir eru ekki byggðir til þess að láta gömlu Hlíðarendahúsin grotna alveg niður. Ég sé Hlíðarenda fyrir mér í framtíðinni sem FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ því þar á að vera þjónusta í takt við okkar nýja lífsmynst- ur. Hlíðarendi á að geta þjónað öllum án til- lits til aldurs og flokka. Það markmið verður að nást að fjölskyldan getur öll komið saman að Hlíðarenda og allir meðlimir hennar eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Fólk á að geta komið þangað á hverjum degi frá klukkan átta að morgni til miðnættis og stundað sína íþrótt. Á meðan sonurinn er í fótbolta og dóttirin í handbolta fer pabbinn í veggtennis og mamman í sund, svo dæmi sé nefnt. Eftirá fá þau sér að snæða í vallarhúsinu og geta svo hugsanlega setið og horft á sjónvarp eða dun- dað sér við eitthvað annað. Þótt Valur einbeiti sér að flokkaíþróttum og keppi ávallt í bestu deildum verðum við að skapa heilsu- og tóm- stundarmiðstöð að Hlíðarenda. Ég sé fyrir mér skokkbraut frá Hlíðarenda um Öskju- hlíðina, göng undir flugvallarveginn og sam- tengingu við Hljómskólagarðinn. Að mínu mati verður Hlíðarendi að verða mesta útivistarperla Reykjavíkur innan fárra ár. Stóra slysið sem getur hamlað því er að menn hugsi ekki nógu langt fram í tímann og sofni á verði gagnvart borgaryfirvöldum. Ég vil að Valur verði áfram keppnisfélag í þrem- ur greinum en félagið verður að þjóna félög- um sínum með fjölþættri íþrótta- og félags- starfsemi, sem felur í sér alhliða þjónustu- og fjölskyldumiðstöð. Þar með getur Valur haft verulega tekjur af sinni þjónustu — og fulla nýtingu lands og eigna til stuðnings keppnis- greinunum. Inn í þessa mynd á Valskíðaskál- inn að koma. Valur verður að þróast eins og alþjóða- íþróttafélag jafnt innan vallar sem utan. Við munum ekki geta náð afrekum í mörgum flokkaíþróttum . en hins vegar getum við þjónað flestum íþróttagreinum. Senn kemst ný kynslóð til valda í borgar- og þjóðmálunum sem skilur þýðingu íþrótta- félaga og hvetur þau til dáða. Markviss upp- bygging í íþróttafélögum leiðir til gífurlegs sparnaðar fyrir borg og ríki — ekki kostnað- ar.” Pétri er mikið niðri fyrir þegar hann talar um framtíð Vals og Hlíðarenda. Hann stend- ur upp, gengur um gólf og umhyggjan fyrir félaginu leynir sér ekki. „Hlíðarendi verður að vera hlekkur og miðpunktur í stærstu úti- vistarkeðju Reykavíkur. Ég sé fyrir mér úti- vistarjárnbraut sem liggur frá nýja ráðhúsinu og Tjörninni, í gegnum Hljómskálagarðinn, að Hlíðarenda, Öskjuhlíð og þess vegna alla leið upp að Elliðarvatni. Valur mun gegna lykilhlutverki í þessari útivistarperlu Reykja- víkur ef Valsmenn halda vöku sinni og koma í veg fyrir slys í skipulagsmálum Reykjavík- ur.” — Finnst þér alltaf jafn skemmtilegt að fara á völlinn? „Já, í raun mun skemmtilegra en fyrir tveimur árum. Ég er hættur að standa með tærnar krepptar í skónum. Stundum finnst mér skemmtilegst í hálfleik — það gerir fé- lagsskapurinn. Það er allt í lagi að Valur tapi einum og einum leik — þó helst ekki úrslita- leik. Aðalatriðið er þó að hafa ánægju og gleði af starfinu hvort sem það er innanvallar eða utan hans!’ 56

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.