Valsblaðið - 01.05.1989, Page 59

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 59
IÐKENDURNIR YNGRI THOR THORS Leikmaður 3. flokks í fótbolta Thor Thors lék með 4. flokki síðastliðið sumar og vann til fjölda titla. Bæði A- og B- lið flokksins náðu stórkostlegum árangri og vann öll mót nema íslandsmótið innanhúss. Thor lék með B-liðinu en hann er einn af þessum sönnu Valsmönnum sem styður fé- laga sína þótt hann sé ekki aðalstjarnan. Hann fylgist með A-liðinu í öllum leikjum og hvetur félaga sína til dáða. Thor gefst aldrei upp, herðist frekar við mótlætið og er sannur félagi segja þeir sem til þekkja. „Ég byrjaði í Val þegar ég var 7 ára en afi minn hét Friðjón og hann var einn af þeim fyrstu sem lék fyrir Val. Svo á ég bróður sem leikur með 4. flokki, hann heitir Snorri Thors.” Thor æfir badminton á veturna og segist hafa gaman af en alvaran er þó meiri í fót- boltanum. „Ég hef ekkert verið að svekkja mig yfir því þótt ég sé ekki í A-liðinu. Ég ætla bara að berjast áfram og vonandi kemur minn tími seinna.” Thor leikur yfirleitt á vinstri kantinum en hann segist núna æfa tvisvar sinnum í viku. Hann hlakkar til næsta sumars en um framtíð sína sem fótboltamanns segist hann ekki geta sagt. „Ég ætla bara að reyna að hafa gaman af fótbolta meðan ég get. Uppáhaldsknatt- spyrnumaðurinn er Marco Van Basten en yf- irleitt fylgist ég vel með öllum iþróttum. Ég fer reglulega á handboltaleiki og hef gaman af þeim.” Thor segist ekki hafa hugmynd hvað hann ætli sér að læra í framtíðinni. „Ætli ég verði ekki bara viðskiptafræðingur. Er það ekki í tísku?” Texti: Þorgrímur Þráinsson Ljósmyndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson HELGA RUT SIGURÐAR- DÓTTIR Leikmaður 3. flokks í fótbolta Helga Rut er 13 ára gömul en hún byrjaði í Val fyrir rúmum þremur árum. Síðastliðið sumar lék hún með 3. flokki og varð m.a. markahæst á Gull- og silfurmótinu í Kópa- vogi . skoraði 10 mörk. Valur varð í 5. sæti á mótinu en annars eru fá verkefni fyrir þennan aldurshóp. Þegar Helga Rut byrjaði í fótbolta æfði hún með eldri stelpum og gerði það nokkuð lengi. Hún var mjög ánægð með Brynju þjálfara síðastliðið sumar og segist hlakka til þess. að byrja aftur að æfa næsta vor. „Annars erum við einu sinni i viku inn- anhúss en það er ekki nóg. Ég er því stundum í borðtennis en fótboltinn er samt ofar á blaði. Svo fer líka dálítill tími í það að ganga í kirkju því ég á að fermast á næsta ári.” Helga Rut segir að það verði örugglega töluverð viðbrigði að byrja að leika með 2. flokki því stelpurnar þar eru víst stærri og öflugri. „Auðvitað er það metnaður minn að ná langt í íþróttum og takmarkið er að kom- ast ímeistaraflokk. Nei, égámérengar uppá- haldsfótboltakonur.” BERGUR EMILSSON Leikmaður 7. flokks í körfubolta Bergur Emilsson er 13 ára gamall en hann hóf að æfa körfubolta með Val 8 ára gamall. „Frændi minn Birgir Mikaelsson leikur körfubolta með Val og þess vegna fannst mér íþróttin spennandi. Pabbi hvatti mig síðan til þess að fara að æfa og ákvað ég að fara í Val því kunningi minn var þar.” Bergur býr í Ártúnsholtinu, er í skóla í Laugalæk, æfir körfubolta með Val en fót- bolta með Víkingi. Hann er því mikið á ferð og flugi en setur það ekki fyrir sig. „Við höf- um orðið Reykjavíkurmeistarar í körfubolta en tvisvar lent í 2. sæti á íslandsmótinu. Mér finnst skemmtilegast að spila bakvarðarstöð- una og mér hefur gengið ágætlega. Um dag- inn urðum við Reykjavíkurmeistarar með því að vinna ÍR og KR en í fyrstu túrneringunni lentum við í 2. sæti. Við tökum stöðugum framförum og þetta verður sífellt skemmti- legra. Eina sem vantar er að taka þátt í fleiri mótum. Við mættum alveg leika fleiri leiki. Svo æfum við bara tvisvar í viku og það er of sjaldan að mínu mati!’ Bergur stefnir að því að komast sem fyrst í meistaraflokkinn en hann heldur mest upp á Tómas Holton sem leikur nú í Ungverja- landi. „Ég fylgist lítið með NBA-deildinni en finnst Michael Jordan rosalega góður.” Það eina sem Bergur kvartaði undan var hversu fáir æfðu með 7. flokki. „Við erum varla nema 12 í heildina en það þyrftu fleiri að æfa!’ 59

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.