Valsblaðið - 01.05.1989, Side 64

Valsblaðið - 01.05.1989, Side 64
/ minningu látinna Valsmanna Sveinn Zoéga fæddur: 08.10.1913 dáinn: 04.12.1989 Kveðja frá knatt- spymufélaginu Val Sveinn Zoéga, heiðursfélagi Knattspyrnu- félagsins Vals andaðist 4. desember á 77. ald- ursári. Með Sveini er genginn merkur for- ystumaður sem af ást og áhuga fórnaði íþróttunum og þá sérstaklega Val stóran hluta af ævi sinni. Sveinn Zoega stóð í fremstu ví- glínu félagsmála Vals oftar oglengur en flest- ir aðrir og gaf Valg og Valsmönnum með starfi sínu líf og lit. Sveinn gekk í Val árið 1923, þá 10 ára gamall. Faðir Sveins, Jón J. Zoega, trésmíðameistari og síðar kaupmaður var náinn vinur sr. Friðriks Friðrikssonar og í strákahópnum sem stofnaði KFUM fyrir 90 árum. Sveinn keppti með Val í 3. flokki, 2. flokki og um skeið í 1. flokki (meistaraflokki). Meiðsli í baki ollu því að hann varð að hætta æfingum og keppni. Það var á sviði félags- mála í Val og í forystustörfum fyrir íslensku íþróttahreyfinguna sem Sveinn skoraði flest mörkin og vann marga stóra sigra. Þegar Sveinn var í öðrum flokki var sá háttur hafð- ur á í Val að kosnir voru tveir ungir knatt- spyrnumenn til að sitja alla stjórnarfundi og kynnast stjómarstörfum í félaginu, svo þeir yrðu hæfari til að taka við þegar þeir eldri hættu. Sveinn var af félögum sínum einróma kosinn til að ganga í þennan „félagsmála- skóla Vals.” Þar með hófst farsæll stjórnar- og félagsmálaferill Sveins í þágu íslenskra íþrótta, samanlagt í um 50 ár. 24 ára var Sveinn fyrst kosinn í stjórn Vals með þeim Frímanni Helgasyni, formanni, Grimari Jónssyni, Sigurði Ólafssyni og Andreasi Bergmann. Þessi menn voru þá og síðar í hópi merkustu forystumanna Vals. Ári síðar var Ólafur Sigurðsson, náinn vinur og samstarfsmaður Sveins, kosinn formaður Vals. Ólafur og stjórn hans stóð fyrir kaup- unum á Hlíðarenda, félagssvæði Vals sem mörkuðu tímamót í sögu Vals. Til þessara kaupa þurfti kjark, áræði og óbilandi trú á framtíð Vals. Sveinn var fyrst kjörinn formaður Vals 1939 og 1940, þá 1943 og síðar 1957 til 1960. Hann var því þrívegis kjörinn formaður og gegndi því starfi í samtals 7 ár. Á aðalfundi Vals 1945 var samþykkt sú skipulagsbreyting á stjóm félagsins að fram- vegis skyldi kjósa fulltrúarða fyrir félagið. Sveinn Zoega var sjálfkjörinn fyrsti formað- ur fulltrúaráðsins og gegndi hann for- mennsku fyrstu 10 árin að einu undanskildu. Sveinn var ekki eingöngu fylkingarbrjósti þeirra áhugasömu og dugmiklu manna sem lögðu grundvöllinn að því félagi sem Valur er í dag. Hann var jafnframt í forystu fyrir ís- lenska íþróttamenn, gegndi fjölda trúnaðar- starfa á þeim vettvangi og naut mikils trausts. Sveinn var með glæsilegri mönnum, ein- harður málfylgjumaður og kunni vel að sækja og verja málstað sinn . en var ávallt sanngjarn. Nú þegar Valsmenn kveðja heiðursfélaga sinn Svein Zoega eiga ef til vill best við þau orð stofnanda félagsins, sr. Friðriks Friðriks- sonar, er hann flutti Valsmönnum í upphafi fyrsta leiks Vals: „Valsmenn þakka Sveini Zoéga langa og góða samfylgd um leið og þeir votta Frú Guð- rúnu Sigríði, börnum og fjölskyldunni allri, innilega samúð. Minning um góðan dreng lifir. Pétur Sveinbjarnarson. ii* Magnús Blöndal Sigurbjömsson fæddur: 06.09.1965 dáinn: 13.12.1989 Kveðja frá hand- knattleiksdeild Vals í dag er til moldar borinn, góður Valsmað- ur og félagi okkar Magnús Blöndal kornung- ur að árum. Okkur verður orða vant þegar dauðinn ber að dyrum hjá svo ungu fólki. Þótt ljóst væri að hverju stefndi er erfitt að trúa því að Magnús skuli ekki vera meðal okkar. Magnús gekk snemma til liðs við Val og félagið átti hug hans allan. Hann lék með yngri flokkum Vals bæði í handbolta og fót- bolta og var þar hvers manns hugljúfi, enda drengur góður. Snemma fékk Magnús áhuga á að leið- beina þeim sem yngri voru og við þá þjálfun lagði hann mikla rækt. Fórnaði hann ómæld- um tíma með „strákunum" sínum í æfingar og fundi. Hann gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að þeir yngri þurfa góða tilsögn og mikla umönnun til að verða afreksmenn. Það er táknrænt að Magnús kvaddi þetta líf daginn eftir að flokkurinn hans, 4. flokkur Vals varð Reykjavíkurmeistari í handknattleik. En honum auðnaðist að sjá bikarinn sem dreng- irnir hans færðu honum að skilnaði. Þeir menn eru vandfundnir nú sem eru reiðubúnir að fórna tíma sínum til leiðtoga- og félagsstarfa í þágu íþróttanna. Magnús var undantekning. Þegar hand- knattleiksdeild Vals átti hvað erfiðast upp- dráttar var Magnús sá sem gekk fram fyrir skjöldu og tók við formennsku deildarinnar kornungur og í erfiðu háskólanámi. Hann stofnaði þá og gerði virkt foreldra- félag handknattleiksdeildarinnar og þegar Valur hélt námskeið fyrir hina yngstu, Sum- arbúðir í borg, var hann þar í forystuhlut- verki. Þannig átti Valur ómetanlegan bakhjarl í Magnúsi þegar á reyndi. Slíkt hugarfar er okkur hinum leiðarljós og til eftirbreytni. Megi minning Magnúsar lifa innan Vals um ókomin ár. Við kveðjum okkar góða vin og félaga með miklum söknuði. Mestur er þó missir unn- ustu hans, systur og foreldra. Handknatt- leiksdeild Vals sendir þeim sínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Blöndal. Fyrir hönd H.K.D. Vals. Þórður Sigurðsson. 64

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.