Valsblaðið - 01.05.1989, Side 66

Valsblaðið - 01.05.1989, Side 66
1. íslandsmeistaratitill Vals í meistaraflokki kvenna — 1978. Aftari röð frá vinstrí: Auöur Ólafsdóttir, Kaja, Sigrún Þórarinsdóttir, Erna Lúðvíksdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Þóra Guðjónsdóttir, Sigrún Cora Barker, Helcna Önnudóttir, Anna Vignir, Albert Guðmundsson þjálfarí. Fremri röð frá vinstri: Sól- veig Sigurðardóttir, Bryndís Valsdóttir, Sigrún Bergmundsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Rósa, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Karen Guðnadóttir. * Gífurlegur fögnuður í sturtu eftir sigur í 1. deild 1989. við liðinu. Við tókum í fyrsta skipti þátt í ís- landsmóti árið 1977 og stóðum okkur vel miðað við það að vera algjörir byrjendur. Þau félög, sem sendu lið til keppni þetta ár, voru Víðir Garði, Fram, Breiðablik, FH og Valur. Við lentum í 2. sæti á íslandsmótinu okkar fyrsta sumar og töpuðum reyndar titl- inum á sorglegan hátt. Okkur nægði jafntefli í síðasta leiknum til þess að tryggja okkur ís- landsmeistaratitilinn en markvörður okkar sparkaði boltanum í rassinn á mótherja og frá afturendanum skoppaði boltinn inn í markið. Þetta var voðalega sorglegt. En okk- ur tókst betur upp næsta sumar og urðum ís- landsmeistarar 1978.” — Af hverju hefur Valsliðið verið svona sterkt undanfarin ár? „Við höfum allar verið mjög áhugasamar og kjarninn í liðinu hefur haldist mjög lengi. Við höfum verið heppnar með þjálfara og er- um ávallt hungraðar í titla.” Þess má til gamans geta að á sínum 13 ára ferli í meistaraflokki Vals hefur Ragnheiður aðeins misst 4 leiki úr, þar af 2 vegna ferða- laga erlendis.” — Ertu ekkert orðin þreytt á þessu eftir 13 ára strit og erfiðið? „Ég fann í fyrsta skipti fyrir þreytu vorið 1988. Þá ætlaði ég varla að nenna að fara af stað. En þetta er svo skemmtilegt og félags- skapurinn svo góður. Mér fyndist ég vera að missa af einhverju ef ég myndi hætta. Auðvit- að tekur þetta mikinn tíma en ánægjan vegur upp á móti.” — Með hvaða þjálfara hefur þú verið ánægðust? 66 „Youri og Albert kenndu okkur mest tæknilega séð. Það er engin spurning. Þeir kenndu okkur þríhyrningsspil og létu okkur spila mikinn reitarbolta. Logi Ólafsson hefur líka verið mjög góður og kennt okkur mikið í taktík. Hann hefur gert okkur grein fyrir því að fótbolti er einfaldur leikur og náð því út úr okkur sem hann hefur viljað. Hjá honum lærðum við að opna svæði, skipta um stöður, hlaupa í hornin og sitthvað annað. Áður hugsuðum við allar bara um boltann og það sem næst honum var. Logi veit alveg hvað hann er að gera og byggir æfingarnar mjög vel upp. Hann er líka alltaf mjög vel undirbú- inn fyrir æfingarnar.” — Af ykkur hefur geislað mikil samkennd og skemmtilegheit í gegnum tíðina. Eruð þið svona ofsalega skemmtilegar? „Okkur finnst við vera mjög skemmtilegar en öðrum liðum fínnst það ekki” segir Ragn- heiður og hlær en meinar það greinilega sem hún segir. „Annars er það áberandi hvað stelpur úr öðrum liðum eru tregar við það að skipta yfir í Val. Þær halda að þær komist ekki í liðið. Staðreyndin er sú að leikmanna- hópur okkar er ekki svo stór.”

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.