Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 28
24
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
BOÐSBRÉFIÐ.
Reykjavík, 2. janúar 1917.
Herra Stephan G. Stephansson,
Markerville, Alberta. «
Kæra skáld!
Oft hefir hér verið á ]>að minst manna á meðal og
jafnvel á prenti, hve gaman bað væri fyrir oss landa yðar,
of oss eittsinn mætti auðnast að fá að sjá yður hér heima
á ættlandi yðar. Þór eigið hér að vonum marga vini,
sem unna ljóðum yðar og dást að þeim, og mundu þeir
einkis fremur óska en að mega sýna yður einhvern vott
þeirrar virðingar og þoss þakklætis, sem íslenzka þjóðin
skuldar yður. Eins og í sumum öðrum efnum hefir þó
hingað til framkvæmdanna verið vant, þótt viljinn væri
góður. En fyrir skömmu tóku Ungmennafélögin í
Reykjavfk, Hið íslenzka stúdentafélag, Stúdentafélag há-
skólans, Lestrarfélag Kvenna Reykjavíkur, Mentaskóla-
féiagið Eramtíðin, verzlunarmannafélagið Merkúr og sam-
bandsstjórn ú.M.E. f. sig samani um það, að bjóða yður
hingað f kynnisför á komandi vori og safna þvf fé, er til
þess þarf. Yorum vér undirrituð kosin í nefnd til að
liafa á hendi framkvæmdir í þessu efni.
Vér leyfum oss því hér með að flytja yður heimboð f
nafn-i þessara félaga og allra þeirra, er með oss vinna, og
óskum vér þess innilega, að þér mættuð sjá yður fært, að
taka þessu boði. Það er í ráði, að Gullfoss fari til New
York síðast í Apríl næstk. og mundi hann þá að öllum
líkindum fara þaðan heimleiðis um miðjan maí, en koma
hingað seint í þeim mánuði. Hefir oss hugkvæmst, að
w ferð mundi ef til viil henta yður vel. Gætuð þér þá
dvalið hér ýfir sumartímann og ferðast um landið eftir
vild yðar og langan. Vonum vér að sú ferð mætti verða
yður til nokkurrar skemtunar, ef íslenzka sumarið fagn-
ar yður svo sem þér hafið til unnið.
Allur kostnaður af för yðar, frá því þér farið að
heimian unz þér eruð aftur heim kominn, skal yður
verða greiddur og ferðakostnaður að vestan sendur
yður fyrirfram. Munum vér gera það, sem í voru valdi
stendur tii að yður verði heimkoman Ijúf.
Ef þér, sem vér vonum, þiggið heimboð vort, væri oss