Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 69
ALMANAK 1918
61
lyfjabúS og síSan akuryrkjuverkfærabúð og rak verk-
færasölu í félagi viS föÖur sinn þar til hann dó, 29.
okt. 1910. Jóhannes heitinn varS fyrstur manna í
þessari bygS til þess aS innleiSa hér Goodtemplara-
Regluna; skrifaðist hann á við stórstúkuna í Winni-
peg og fékk því til vegar komið, aS stofnuð var stúka
í Leslie, sem nefnd var “Stígandi". Var stúka sú vel
og gagnlega starfandi meðan hans naut við.—Jóhann-
es var vel gefinn, félagslyndur maður og drengur góð-
ur. — Hin önnur börn þeirra Tómasar og Þórunnar
voru þrjár dætur, sem hétu: Guðrún Rósa, Guðný og
Rósa Guðný, og dóu þær allar ungar.
Guðbrandur Narfason. — Í landnámssöguþætti
mínum næstliðið ár, er mynd af þessum manni ásamt
konu hans og þeirra lauslega getið sem þeirra manna,
er litla sögu eiga í bygðinni. En nú fyrir nákvæmari
og lengri samvinnu við nágranna þessara hjóna hefi eg
orÖið þess var, að frásögn mín fyrra ár viÖurkennir
ekki fullkomlega mannkosta yfirburði hinna látnu
heiðurshjóna, og þykir mér fyrir því. Endurminning-
in um þessi hjón er sem helgur dómur í öllu nágrenn-
inu, og það er sem alt óþvingað samtal hætti um stund,
þegar nöfn þeirra eru nefnd. Báru allir, sem þeim
kyntust, fullkomið traust og virðingu fyrir þeim. —
Einn mikilhæfur samvinnumaöur Guðbrandar heitins
sagði við mig: "Hann var maður áreiðanlegur í orði
og verki, og aldrei heyrði eg hann tala ljótt orð, jafn-
vel þegar mál hans var ákveðnast.” — Svo hefi eg og
fengið upplýsingar um, að Narfi Halldórsson, faðir
GuÖbrandar, fluttist með syni sínum frá Þingvalla-
nýlendu og tók hér land með öðrum rétti, N.E. '/4 af
10-32-1 1. E.n hans mun rækilega getið í landnáms-
sögu úr Þingvallanýlendu, og því sleppi eg að geta
hans frekar.