Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 119
ALMANAK 1918
111
því húsi hefSi tekiS sér vel, þrátt fyrir fátæktina, Og
þaS sagSist hann hafa séS á andliti hinnar öldruSu
konu, aS hún var stórgáfuS og af góSum ættum.
Eg man mjög vel eftir þessu fólki. ÞaS var mér
alt sérlega gott og innilegt, eins og allir þar í nýlend-
unni. En þau systkinin, Jón, SigurSur og GuSjónía,
voru talsvert eldri en eg, og þau gengu aldrei á barna-
skólann þar, eins og viS yngri börnin íslenzku, og
þess vegna kyntist eg þeim ekki eins mikió og
annars hefSi orSið, þó eg aS vísu kæmi aS Fljóts-
brekku oft og iSulega. Þar þótti mér ætiS gott aS
koma, því að Halla var mér eins og bezta móSir, og
þreyttist aldrei á aS segja mér fallegar sögur og láta
mig heyra fögur kvæSi. Og minnist eg jafnan þeirr-
ar góSu og gáfuSu konu meS þakklæti og aSdáun.
Allir hinir eldri unglingar í íslenzku nýlendunni
í Nýja-Skotlandi urSu, fyrir fátæktar sakir, aS fara á
mis -viS alla skólamentun. Þeir urSu allir, bæSi pilt-
ar og stúlkur, aS fara í vistir til innlends fólks, til
þess aS vinna fyrir sér. Og þó kaupiS, sem piltarnir
fengu, væri sérlega lágt, var samt kaup stúlknanna
mikiS minna aS tiltölu, jafnvel í erfiSustu vistum. Og
hefði víst mörgum stúlkum nú á dögum þótt kaup það
lágt, sem íslenzku stúlkurnar í Nýja-Skotlandi urSu
aS sætta sig viS á þeim árum. Þær voru heldur ekki
aS kaupa neinn óþarfann, íslenzku stúlkurnar þar.
En þær lærSu margt gagnlegt, sem hjálpaSi þeim til
aS komast áfram síSar meir. Og þaS er eftirtektar-
vert, aS allar, eSa flestar, þessar stúlkur urSu vel efn-
aðar, þegar þær fóru aS búa, og eignuðust líka (flest-
ar af þeim) mestu ráSdeildar- og dugnaðar-menn. —
ÞaS má því meS sanni segja, aS íslenzku stúlkurnar,
sem unnu í hinum ströngu vistum í Nýja-Skotlandi,
hafi í raun og veru gengiS í skóla, og hlotið þá þekk-
ing, sem verulega kom þeim í hag, þegar þær sjálfar
tóku viS hússtjórn.