Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 34
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
Yfir áraflóðið
út með Furðuströndum,
langseildara er ljóðið
lengistu vinahöndum!
Það berst út á Ægi eilífðanna
eins og byr til frægstu siglinganna.
Þér barf ekki að segja bað né sanna,
sextugum í flokki yngri manna.
Yfir aldasjóum
óma tiörpur Braga,
enn frá eyðiskógum
eiztu landnámsdaga.
Hver sem orti, ungur bó að félli,
u]>pi er hanni! bví kvæði heldur velli.
Aftanskin þér skín frá hverju felli.
Skáldin bera fegurst hæstu elli.”
Þetta á alt við sjálfan þig, og það er gaman, að því
lofi sem þú hefir kveöið um aðra, má snúa upp á sjálfan
])ig og segja eins og strákarnir: “Það getur þú sjálfur
verið.” En þú ert jafnframt eitt liið fegursta dæmi þess,
sem eg tel ódauðlegan heiður þjóðar vorrar, að íslenzk-
u r bóndi, sem
“ár og eindaga sólbitinn slær,
siglir særokinn, stjörnuskininn stritar
liann gefur sezt á hinn æðra bekk með andans mönnum
J)jóðarinnar og skipað þar sæti sitt með rögg og skör-
ungsskap.
Ljóð þín eru oss og sönnun þess, að íslenzkan er land-
námstunga og þarf ekki að visna í rót né fölna, þó hún
sé gróðursett á fjarri strönd innan um aðrar fjölmennari
tungur, að hún reynist máttug í eðli, hvar sem hún
lcemur og yngist upp með hverju nýju yrkisefni. Yér
könnumst í fari þínu við margt það, sem mestum ljóma
hefir orpið yfir lif og bókmentir forfeðra vorra: dreng-
skapinn, hreinlyndið, áræðið, einræðið og orðspekina.
Þú hefir farið þinna ferða, hvort sem öðrum líkaði betur
eða ver, og fylgt því eimu að miáltim er þú hugðir sann-
ast og drengilegast. Allar götur eru í fyrstu einstigi, allir
forustumenn einyrkjar. En þar sem góður drengur er
fyrir, ])ó í allra óþökk sé, þar fara aðrir eftir:
“og alfaraleið verður einstígur hans
þó aldirnar fenni yfir sporin.”