Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Blaðsíða 39
33
ræktunar-regla, sem notar þannig tvær gagnstæðar stefn-
ur: afbreytingar- megin og arfgengi, hún er sá, galdur,
sem liver kunnandi húhöldiu- hefir til að framleiða þær
lífsmyndir, sem hann helzt óskar, og í ræktun nautpen-
ings, sauðfjár og hesta hefir ótrúlega mikið tekizt, er
dýrin hafa tímguð verið með föstum liug á að gjöra þau
arðherandi, ýmist með tilliti til mjólkurinnar, ullarinnar,
kjötsins,. dráttaraflsins, fráleikans og þar f'ram eptir göt-
um. Sá kynferðismismunur, sem menn hafa náð f ræktun
sauða, hunda, dúfna o. s. frv., er svo mikill, að ef dýrin
fyndust f óhygðum, mundi enginn náttúrufræðingur hika
við að taka það fyrir nýjar tegundir. En með sama hætti
sem við kunnáttulega ræktun, verka innri og ytri áhrif
á plöntur eða dýr, þegar hvort um sig á sig sjálft í
frjálsri náttúru. í stað innar upprætandi manns-handar
kemm hér til greina „haráttan fyrir tilverunni“. Af-
hreytingamar hjá afkvæminu frá lífsmyndum for-
eldranna geta verið skaðlegar, einskis varðandi eða
gagnlegar fyrir lff og viðliald dýrsins eða plöntunnar.
Þau dýr eða plöntur, sem hafa skaðlegu afbreytingamár,
eru óliklegri til að þríf'ast og haldast við, hin sem hafa
inar gagnlegu, eru lfklegri t.il þess, þvf ið góða gengur
í arf til afkvæmisins og festist fkyninu; koma svo fram
nýjar myudir, nýar tegundir. Náttúran sjálf viluar inum
sfðari á kostnað inna fyrri og færir góðu afbreytingarnar
á liærra og hærra stig, og er þetta náttúrleg ræktun.
Baráttan fyrir tilverunni er margföld. Plantan f eyði-
mörkinni t. d. herst fyrir tilveru sinni við þurkinn;
planta, sem framleiðir þúsundir af sáðkornum, berst við
aðrar plöntur sömu eða annarar tegundar, sem þegar
þekja jarðveginn.
Plöntur og dýr eru margfaldlega liáð lífsskilyrðunum:
hústaðnum, jarðveginum, loptslaginu, ljósinu, næringunni;
þau eru einnig háð samhúðinni og viðureigninni við
aðrar plöntur og dýr, sem vaxa og lifa með þeim, og
eptir því verður haráttan margföld, en endar jafnan með
því, að in fullkomnari kynferðin herasigur úr hýtum og
breiðast út um leið og þau uppræta in ófullkomnari, og
er náttúrulífið með slfkum hætti á framhaldandi full-