Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Blaðsíða 49
43
arnir, sem selja námamönnunum nauðsynjar þeiiTa, fá
vörumar á jámbrautinni, og til þeirra sœkja svo náma-
menn aftr.
Námamenn í Nevada hafa ekki á sér bezta orð, sízt
þeir, sem ekki búa nærri neinum stórbæ; því að i þess-
um smáþorpum er ekki mikið um yfirvöld eða löggæzlu
að tala. Eins og eðlilegt er, fer svo hér sem viðar, að
fljótfenginn auðr vill fljótt sóast; eru gullnemar og silfr-
nemar því ósparir á fé sinu, enda skortir það ekki að
þeir eru nógir til, sem reyna að hjálpa þeim til að verða
af með það. Iivert veitingahús þar hefir töfrandi aðdrátt-
arafl fyrir námamanninn; ekki sizt þar eð þar er fleira
fyrir að gangast, en -whiskyið1) eitt; þar er oftast færi
á að spila um fé, og eru ýmsir þeir menn, er þykir
auðveldara að vinna fyrir lífi sínu með því að vinna fé
með prettum í spilum, eu að vinna ærlega vinnu. Hús
þau, sem þennan ósóma ala, nefnir fólk íit í frá spila-
helvíti; og þótt nafnið sé ekki parið prútt, þá er það
lielzt til mikið réttnefni.
En það eru ekki námamenn einir, er þessum hræfugl-
um verða að bráð; þeir sitja um hvern, sem þeir
geta klær i fest.
Að svo mæltu skal ég nú víkja sögunni til okkar fé-
laga.
Við ferðuðumst á öðrum vagnflokki, því að það var
ódýrra. Við höfðum ekki ráð á að borga 3 dollars
aukreitis fyrir Prdlmanns svefnvagn um hverja nótt.
Við héldum áfram nótt og dag og sváfum á sætunum
í vagninum og liöfðum ferðateppi úr ull sveipt um
okkr. Ekki snæddum við heldr á veitingavagninum (Dining
Car), og ekki heldr á staðnáms-stöðvunum við brautina;
en á matstöðvunum er við staðið y, stundar til árbíts
og jafnlengi til náttverðar, en ya stund til miðdegisverð-
ar. Við nestuðum okkr sjálfir til árbíts og náttverðar,
en átum miðdegisverð á staðnáms-stöðvunum. Þurftum
við ekki aimað, en að skreppa inn í einhveija búð á stað-
náms-stöðvunum og kaupa þar fínt keks, feitan ost og
1) Whisky er sá áfengr drykkr, sem mest er drukkinn i Ameríku
og Englaudi, llkt og breimivin hér á landi.