Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Blaðsíða 29
Eiríkur Jviagnússon.
Sá landi vor, sem vér minnumst lifer með rnynd og
æflágripi, hefir að visu áunnið sér landsrétt og lífsstöðu
í öðru riki og afiað sér þar virðingar ogframa með dugnaði
sínum, gáfum og óþreytandi starfsemi, en þrátt fyrir
það að liann liefir alið aldur sinn um margra ára tima í
öðru landi og innan um tóma útlendinga, þá hefir hann
samt ávalt tekið innilega hlutdeild í öllu því, er snertir
ættland hans, haldið uppi svörum þess, þegar máli þess
var hallað erlendis, og meira að segja komið fram sem
hjargvættur þess með ráði og dáð, þegar mest lá á, eins
og öllum mun vera kimnugt. Vér eigum ekki svo margt
af slikum íslands sonum, og ætti oss því að vera þeim
mun liægra að minnast þeirra fáu, sem eru, með mak-
legri virðingu og þakklátsemi.
Eiríkur Magnússon er fæddur 1. fehr. 1833 að Berufirði
eystra. Foreldrar hans voru Magnús Bergsson, nú prestur
að Eydölum, og Vilborg Eiriksdóttir Benidikt.ssonar,
hreppstjóra að Hoffelli í Hornafirði; föðurætt hans er í
beinan karllegg frá Lopti rika og móðir lians (j- 1862)
var einnig vei ættuð. Frá fimta til sextánda árs var
hann að Stöð i Stöðvarfirði og urðu þeir átthagar lionum
svo kærir, að hann segir að „Stöðvardalur sé sá sólskins-
blettur endux-minningarinnai-, sem aldrei dragi íyrir“.
1849 fór hann í skóla og var alla skólatið fi-emur heilsu-
lítill; tók hann þar góðum framförum þegar á alt er
litið, en reyndar var hann eigi mjög iðinn við skóla-
námið, heldur las hann margt annað þar fyrir utan;
fór þegar snemma að bera á þvi, að hann væri einkar
vel lagaður fyrir málin og hneigðist að almenm-i ment-
un. 1856 útskrifaðist hann úr skóla og 1856—57 var
liann barnakennari á ísafirði. 1857 fór liann á presta-
skólann og skrifaðist þaðan út með lofi 1859. Sama ár
gokk hann í skrifstofu- þjónustu hjá Vilhjálmi Finsen,
er þá var land- og hæjarfógeti og hélt við þau störf