Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Blaðsíða 51
45
una, til að kaupa okki- á hana; þeir Ólafr og Páll ætluðu
að bíða á meðan i vagninum.
Eg gekk frá vagnstöðvunum yfir auðan völl, svo sem
hálfa teigslengd; þar var veitingahús andspænis við stræti,
er eigi var húsað nema á aðra lilið.
Ætlaði ég þar íyrst inn; en þaðan var svo mikinn
hávaða að heyra, að ég kaus heldr- að ganga lengra
fram eftir strætinu og vita, ef ég fyndi ekki annað liús;
fann ég það hrátt og keypti bjórinn, reikaði svo hægt
sömu leið til baka og litaðist um kring. Eg kom aftr
að fyrra veitingahúsinu andspænis vagnstöðvunum. Þar
vóru vængjahurðir á dyrunum og vóru háðir vængimir opn-
ir. Itétt í þessu bar þá þar að Pál og Ólaf og inn þjóðverska
mann. Hafði hann stungið upp á því að þeir skyldu koma
upp í bæinn og litast um, meðan við væri staðið, þvi að þeir
mundu, livort sem væri, ekki fara að borða, fyrri en vagn-
lestin færi ó stað aftr; sjálfr kvaðst hann liafa borðað um
morguninn, áðr en hann steig á vagn. Þeim hafðiþóttþetta
snjallræði, og með þvi að enn var fjórðungr stundar eftir,
þótti þeim of snemt að liverfa þegar aftr til vagns og vildu
fá mig með, enda varég þegarfús til þess. Þjóðverjinn
segir svo alt í einu: „Nei, sko þennan! Hann er við skál
karlinn. Hann er víst kominn með skildinga úr námunum
og er nú að svalla þeim út“. Okkr varð öllum lítið inn
i húsið, þvf að við sáum að liann liorfði þangað. Þar
var skenkiborð fyrú gafli, en gólf allrúmlegt fyrir fram-
an og á því smáborð mörg og stólar.
Við eitt borðið innarlega við miðjan vegg til hægri
handar, er imi var gengið, sat maðr fyrir miðju borði og
snéri andliti að dyrmn. Maðrinn var dauðadrukkinn að
sjá og ólireinlega til fara, fötin nokkuð rifin og flakandi
skyrtan í hálsmálið; hann var svarthár með mikið skegg
og flókahattkúf flatkollóttan og barðabreiðan á höfði;
kollrinn var allr rifinn og stóðu lokkamir út um götin.
Nú þótt. maðrinn væri auðsjáanlega ógreiddr, þá var það
varla einleikið, hve undantekningarlaust lokkr af hárinu
stóð út um hvert gat á hattinum, og vakti það þegar
athygli mína. Maðrinn hafði spil fyrir framan sig og
stórar hrúgur af silfrpeningum, gullpeningum og banka-