Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 2
Þrengingar á vordögum Óáran virðist liggja landlæg á íslandi vorið 1979. Kemur þar til, ísar fyrir norðurlandi, snjóalög og erfiður snjóavetur. Sýnu alvarlegra er ástand, sem mennirnir hafa skapað, með verkföllum, verk- bönnum, svo af fæðast örðugar tíðir, fyrir valdstjórn og ábyrga menn. Lýðurinn kveinkar sér og talað er um launamismun margfaldan. Dýrtíð er ríkjandi og verða kjör hinna minnstu alltaf minnst, þegar ástandið er þannig. Þó kemur metafli úr sjónum. Heyfengur sjaldan meiri eða betri en árið 1978. Hvað er að? Heilög Ritning greinir frá að ágirndin, sé rót alls þess sem illt er. Heilög Ritning segir að mennirnir muni verða sérgóðir. Þetta óstand virðist allstaðar rótfast, frá æðstu stofnunum þjóðarinnar og niður úr. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur hafa lifað tvenna tíma, þegar um er að ræða efnahag. Ef menn urðu bjargálna, þá hafðist það með ýtrustu sparsemi og nægjusemi. Kjör og hagur fólks er miklu betri, í dag heldur en fyrir 30 árum síðan. Grundvöllur tímanlegrar velgengni, var að yrkja land og draga björg úr djúpi hafsins. Með nútíma tækni og gegndarlausri iðju við fiskadráp, þá hefir valdstjórn sett fram harkalegar friðunaraðgerð- ir.Um slíkt eru menn ekki á eitt sáttir. Sá er þetta ritar er meðmæltur eindreginni friðun. Er þá leitað til ritninganna og þær spurðar um þessi mál. Stór- hátíðir ársins voru sumar hverjar í 8 daga. Þá var algjör helgihvíld. Þar að auki var hinn mikli frið- þægingardagur, tunglkomudagur og svo hinn viku- legi hvíldardagur. Það sem einkenndi þessar frið- unaraðgerðir Drottins, var að þær komu jafnt niður á árið og mánuði þess. Það er sannfæring mín hefði íslensk þjóð borið gæfu til þess, að fara eftir boðum Drottins, þá væri nóg af síld og öðrum fiski í sjón- um, fyrir utan hvað þeir menn, sem í þrotlausu striti hafa orðið að standa við sjávarverk, hefðu haft heilbrigðara líf og notið heimilislífs eðlilegar, en raun varð á. í gamla ísrael átti landið að hvílast hvert sjöunda ár. Var þá hvorki plægt eða sáð. I þessu var blessun og leyndardómur. Hvíld landsins, blessun landsins. Nægta ár hafa gengið yfir ísland. Smjör hefir dropið af hverju strái. Við lifum á því að flytja út mat, fyrir hungraðan og sveltandi heim. Alkunna er að þessi feitu ár hafa skapað vandræði mikil í kerfinu svo það sem var blessun, hefir snúist til vanblessunar. Er enginn alþingis- maður eða ráðherra, með slíkt víðsýni þor og djörfung, sem vildi og gæti fyrir alþjóð bent, á þá blessun fyrir land og Iýð, sem þjóðin mundi upp- skera með því að gefa hungruðum börnum í Afríku og Indlandi og víðar þó ekki væri nema fjórðungur af ágóða brennivínsdrykkju þjóðarinnar. Með því móti gæti ísland orðið til blessunar og flutt út þá blessun sem Drottinn auðsýnir landi voru. Ég við- urkenni ekki að þjóðarbú íslendinga, þurfi að vera háð lifibrauði af brennivínssölu. Það hlýtur að vera hægt að miðla þeim er ekkert hafa eða eiga og seðja þá með því besta sem ísland gefur af sér. Mjólk og smjör. Mér finnst yfirstandandi tíð, vera mikil aðvörun til þjóðarinnar. Við lifum við takmörk hins byggi- lega heims hefir stundum verið sagt. Erfitt tíðarfar og ísár, ættu að minna forráðamenn landsins á að sú tíð getur komið, að bæði smjör, mjólk og kjöt, skammtist af því sem náttúran leyfir. Hver verða viðbrögð ráðamanna þá. Á bls. 235 Landnáma- bókar íslendingasagnaútgáfu, er talað um fimbul- vetur á íslandi. Þegar neyðin var svo mikil að menn lögðu sér til munns hrafna og melrakka og gamalmenni voru borin út. Þáverandi ráðamenn íslensku þjóðarinnar boðuðu föstu með bæn hinn tólfta dag jóla. Brá svo við að bati kom. Við lok þessarar greinar skal bent á forna sögu lands, sem daglega heyrist nefnt í fréttum alheims- ins, Egyptaland. Þar kom fram draumur um 7 feitar kýr og 7 magrar kýr. Æðsti maður ríkisins Faraó konungur, var auðmjúkur og tók við ráðningu Hebreans Jóseps Jakobssonar. Feitu árin komu. Lögð voru til hliðar 20% af ársarðinum. Eflri 7 ár komu mögru árin. Engin leið skort. Bendingu Drottins hafði verið hlýtt. Á ísland engan Jósep? Ritstjórinn.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.