Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 4
María Pétursdóltir
Mig langar að segja þér hve gott er að treysta Jesú
fyrir lífi sínu og öllum málum. Fyrir sex árum síðan
ákvað ég að gefa Jesú líf mitt. Ég segi ekki að lífið
hafi verið dans á rósum upp frá því, en það er allt
öðruvísi að takast á við vandamálin og ráða fram úr
því, sem mætir manni, ef maður reiknar með Jesú i
lífinu. Ég vildi ekki hafa farið í gegnum þessi ár án
Hans. Ég hef svo oft fengið bænasvör þegar eitthvað
hefur ábjátað. Ég hef getað falið börnin mín í
Drottins hönd og gefið þeim Guðsorð í vegarnesti.
Pabbi og mamma kenndu okkur systkinunum um
Jesú og báðu með okkur og fyrir okkur, og það var
það besta sem þau gátu gefið okkur. En ég varð sjálf
að velja eða hafna Jesú.
Mig langar að segja þér frá bænasvari, sem ég
fékk í vetur.
Drengurinn minn, sem þá var sjö mánaða hafði
verið svo veikur. Það byrjaði með kvefi, en svo var
hitinn kominn upp í 41. stig og ég hringdi í lækni
sem sagðist koma fljótlega. svo biðum við, dreng-
urinn var í hálfgerðu móki og maðurinn minn hélt á
honum. Allt í einu kallar hann á mig og ég flýtti mér
inn til þeirra. Þá sá ég að drengurinn var allur
blánaður upp og var alveg eins og dáinn. Ég tók
utan um hann og við báðum Jesú að lækna hann.
Eftir augnablik dró drengurinn djúpt andann og
rankaði við sér. Ég er alveg viss um að þarna var
Guð að verki og enginn annar.
Að endingu vil ég segja: Ég veit ekkert betra þér
til handa, hver sem þú ert, enn að þú hleypir Jesú
Kristi inn í líf þitt.
„Treystið Drottni æ og ætíð, því að Drottinn,
Drottinn er eilíft bjarg“. Jesaja 26;4
María Pétursdóttir.
Jóna Baldursdóttir
Ég get aldrei með orðum lýst hve þakklát Guði ég
er að hafa fengið að alast upp í trú og finna hve
mikil gjöf það er að eiga athvarf hjá honum. Að geta
treyst honum, því þó við bregðumst, þá bregst hann
ekki okkur mönnunum. „Þeir sem treysta Drottni
eru sem Zíon-fjall, er eigi bifast, er stendur að eilífu.
Sálm. 125.1“
Oft í lífinu hafði mig langað til að fylgja frelsara
mínum, en ég gafst upp við þá hugsun, einfaldlega
vegna þess að ég hélt ég þyrfti að vera svo fullkomin
til að verða hans lærisveinn, svo tímdi ég aldrei að
gefa mig alla. En svo vaknaði ég við kaldan raun-
veruleikann, hvað lífið var annars tómt og snautt án
Hans. En þá kom efinn, er Guð til, er Biblian sönn?
Svo eins og rann upp fyrir mér, það leikur enginn
vafi á því að djöfullinn er til, alveg örugglega, sem
reynir að stela, slátra og eyða, og þá efaðist ég ekki
um að Jesús væri til, enda hef ég fengið að reyna
gæsku Guðs og smakka á gjöfum hans og mig
langar ekki til að skipta. Sumir halda að lífið með
Guði sé eins og að láta jarða sig lifandi, en það er
alröng hugmynd. Lífið með Guði er dásamlegt og
öruggt. Margir eru mjög leitandi í dag, enda
kannski ekki að ástæðulausu, en ég bendi þér á
Jesú, reyndu Hann í trú, og þú verður ekki fyrir
vonbrigðum.
Guð blessi þig sem lest þessar línur.
Jóna K. Baldursdóttir.
Munib aö tilkynna
búsetuskipti
Afturelding sími 91-20735
4