Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 16
Jóhamv Sigurösson
Elskar þú mig?
„Og er þeir höfðu kveikt eld í miðjum hallar-
garðinum, og sest við hann, settist Pétur meðal
þeirra.“ (Lúkas 22.55.)
Kallar þú þetta gamalt og gatslitið íhugunarefni?
Orð Guðs er ávallt nýtt og lifandi.
Hjá hverjum settist Pétur? Meðal óvina Jesú.
Ekki stóð á afleiðingunum. Hann afneitaði Herra
sínum eftir stutta stund, gerði það afdráttarlaust.
Hvers vegna þurfti þetta að henda Pétur, spyrjum
við. Hefur þessi frásaga eitthvert gildi fyrir aðra
kristna menn? Færi ekki betur á því, að á blöðum
Biblíunnar væri hann sýndur sem hetjan án hrös-
unar?
Biblían segir sannleikann um Pétur. Þannig var
hann. Var hann öðrum frábrugðinn að einhverju
leyti? Stundum hefur, ef til vill, verið litið á hann
sem mann, ólíkan öðrum. í raun og veru er hann
ímynd allra manna á öllum tímum, sem hafa sömu
persónueinkenni og hann. Eins og aðrir þurfti hann
að fá kraft heilags Anda til að sigra eigin vanmátt og
veikleika.
Með skírn heilags Anda varð allt líf Péturs inni-
haldsríkt. Andinn gaf honum lífgandi orku upp frá
því. Tíminn, sem leið frá því, að Pétur hrasaði og
afneitaði Herra sínum, þangað til hann mætti hon-
um upprisnum, var tímabil tómleiks og tilgangs-
leysis. Allt virtist tapað, sem honum var nokkurs
virði. Sá, sem hann hafði bundið vonir sínar við,
hafði beðið ósigur. Andvörp hans fengu ekkert svar.
- En þekkjum við ekki af eigin raun, hvernig Pétri
leið þessa daga? Þegar allt virðist vera án tilgangs,
en freistingar og efasemdir drottna?
' Afneitun Péturs var afleiðing þess, að hann leit-
aði yls við glæður hins guðvana heims. Kallar það
ekki - hjá þeim, sem gera það - fram afneitun í
einhverri mynd? Afneitun jafnvel þess, er áður var
hjartanu kærast?
„Elskar þú mig?“ Aftur var Jesús nálægur og gaf
sig á tal við hann, einmitt hann. Pétur skildi, hvað
Jesús átti við með þessari spurningu, sem hann
hafði endurtekið að merkingu til þrisvar sinnum.
Það var örlagaríkt andartak, er Jesús kallaði fram af
vörum Péturs játninguna: „Herra, þú þekkir allt, þú
veist, að ég elska þig.“
Kannski var ekki kraftur sterkrar sannfæringar í
orðum Péturs þá. Á þessari stundu var honum nóg,
að Jesús var hjá honum aftur.
Hvítasunnudagurinn fyrsti kom. Andinn heilagi
fyllti Pétur, anda hans, sál og líkama. Nýr heimur
laukst upp fyrir honum. Ljóslifandi stigu helgar
ritningar fram úr rökkurmóðu hugans. Hann sá í
skæru ljósi hjálpræðisverk Guðs í Jesú Kristi heim-
inum til lífs, sá hinn víðlenda akur, sem beið sán-
ingar, beið starfs hans.
Þetta voru þáttaskilin í ævi hans. Aldrei framar
sæti hann við þær glæður, er kólna hlutu og deyja út
í næstu andrá. Eldur guðlegs kærleiks var kveiktur í
sál hans. Siguraflið til starfsins hafði náð tökum á
honum. Fylltur heilögum Anda kveður hann svo
að orði:
„Gjörið iðrun, og sérhver yðar láti skírast til
fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf
heilags Anda, því að yður er ætlað fyrirheitið og
börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru,
öllum þeim, sem Drottinn, Guð vor, kallar til sín ..
Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð. Hann
(Jesús) er steinninn, sem einskis var virtur af yður,
húsasmiðunum, hann er orðinn að hyrningarsteini.
Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi
er heldur annað nafn undir himninum, er menn
kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að
verða.“ (Post. 4.11 .,12.)
Jóhann Sigurðsson
16