Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 31
„Maður, sem kann að vera endurfæddur af Heil-
ögum Anda, þarf alls ekki að vera skírður í Heilög-
um Anda. Með endurfæðingunni fæst hlutdeild í
lífi er frelsar þann sem við því tekur. Með skírn
Heilags Anda fæst hlutdeild í krafti, sem gerir við-
komandi hæfan til þjónustu“. Sá sem er frelsaður á
nafn sitt skráð í Lífsbók Lambsins. Þannig var því
varið með lærisveinana fyrir Hvítasunnudag. (Lúk.
10;20). Þrátt fyrir það, bauð Jesús þeirn að bíða í
Jerúsalem til þess að þeir mættu einnig, skírast í
Heilögum Anda. (Post. I ;4-5).
1 gegnum Postulasöguna getum við ljóslega séð,
að frelsast og skfrast í Heilögum Anda, eru tvær
aðgreindar reynslur. Um þetta má lesa í Post. 2;38,
8; 12-17 og 19; 1-16. Allt Nýjatestamentið sýnir
ótvírætt, að það er vilji Guðs að allir frelsaðir menn
móttaki og reyni skírn Heilags Anda. Þú þarft ekki
að bíða lengur komu Heilags Anda, því að hann er
þegar kominn til Jarðar. Þú sem ert Guðs barn,
endurleyst fyrir blóð Jesú Krists Guðs Sonar, átt
fyrirheitið um skírn í Heilögum Anda samkvæmt
Órði Guðs. Sjá Post. 2;39. Heilögum Anda er út-
hellt yfir allt hold, og þú ert þar ekki undanskilinn.
(Post.l; 17).
Frelsaði vinur! Fyrirheitið um skírn Heilags
Anda er ætlað þér! Á sama hátt og þú tókst á móti
Kristi sem frelsara þínúm í trú, sem byggist á Orði
Guðs og upplifðir þann veg undur endurfæðingar-
'nnar, þannig skaltu á sama hátt taka á móti skírn
Heilags Anda. Alveg eins og Kristur fullkomnaði
O'elsisverkið á Golgata, fyrir þig og mig og allt sem
þurfti til að frelsa syndugan mann, var og er til reiðu
frá Guðs hendi. Þannig stendur skírn Heilags Anda
þér nákvæmlega eins til boða. því að allt er tilbúið
frá Guðs hendi í því efni. En þú verður að taka á
móti Heilögum Anda, í trú! Svo einfalt er það.
Drottinn Jesús Kristur sagði og hann segir það
enn; Meðtakið Heilagan Anda! (Jóh. 20;22). Því að
Hann er sá sem skírir með Heilögum Anda og eldi
Hallgr. S. Guðmannsson.
Skírn Heilags Anda
Framhald af bls. 25
hl að vitna um frelsara þinn, því Jesús sagði: „Þér munuð
öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér
niunuð verða vottar mínir.“ Pétur, sem áður hafði verið
l'uglaus og reynt að lifa sínu kristna lifi i eigin krafti og
ufneitaði frelsara sínum gjörbreyttist, er andinn féll yfir
P°stulana á Hvítasunnudag. Hann var ekki lengur
skjálfandi og hræddur, eins og hann var áður fyrir framan
þernuna. En eins og ég sagði fyrr í greininni er frelsið og
skírn Heilags Anda ekki ein og sama reynsla. Frelsið er
gjöf sem verður að taka á móti í trú, eins er það með skírn
í Heilögum Anda, það ergjöf. Pétursagði: „Gjöriðrun og
sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefn-
ingar synda yðar og þér munuð öðlast gjöf Heilags
Anda.“ Og mér finnst rétt að leggja áherslu á það, eins og
Pétur segir: „Gjörið iðrun“ og í því felst, að menn verða
að vera frelsaðir til að eignast gjöf Heilags Anda.
Þú sem ert kristinn og hefur ekki öðlast þessa reynslu,
hann þráir að skíra þig Heilögunr Anda, en þú verður að
taka á móti þessu í trú, eins og þú tókst á móti Jesú. Hann
vill að hver einasti maður upplifi þetta. Án skírnar Hei-
lags Anda getur enginn kristinn maður verið.
Eg vona að þessi vitnisburður minn hafi getað orðið
þér til hjálpar og blessunar. Og þú senr ert ófrelsaður, það
er regin misskilningur hjá þér, að frelsið sé ekki fyrir þig
hcldur bara fyrir fólk sem er komið afvega í lífinu. Jesús
dó fyrir allu menn og „Guð vill að allir menn verði
hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanuni." (1. Tím.
2. 4.) Og Biblían segir: „Allir hafa syndgað og skortir
Guðs dýrð.“ Jesús elskar þig, en hann hatar synd þína.
Það er staðreynd að Guð elskar syndarann, en hatar
syndina. Ég vil hvetja þig til að taka á móti Jesú, sem
persónulegum frelsara þínum. Guð blessi þig. Og með
þessum orðum lýk ég vitnisburði mínum.
Gestur Sigurbjörnsson
Heilagur Andi
Framhald af bls. 14
brynni í hjarta mínu er byrgður væri inni í
beinum mínum.“ (Jeremía 20:9.)
Og að lokum þetta. í Markúsarguðspjalli
16:16—18 segir: „Sá sem trúir og verður
skírður, mun hólpinn verða, en sá sem ekki
trúir, mun fyrirdæmdur verða. En þessi tákn
skulu fylgja þeim er trúa; í mínu nafni munu
þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka
upp höggorma; og þó að þeir drekki eitthvað
banvænt, þá mun það alls ekki saka þá; og þeir
munu leggja hendur yfir sjúka og þeir munu
verða heilir.“
Þetta gerist allt fyrir Heilagan Anda Guðs.
Drottinn blessi íslensku þjóðina og gefi henni
náð að taka á móti Jesú Kristi Guðssyni inn í
lífi sitt og ganga hans veg.
Sigríður Hendriksdóttir,
Suðurgötu 50,
Keflavík.
31