Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 18
Samúel Ingimarsson: Avöxtur Aivdaus Eitt þýðingarmesta atriðið í lífi hins kristna manns, er ávöxtur andans. Ávöxtur andans kemur bezt fram í daglegu lífi. Mitt í erfiðleikum, sam- skiptum okkar við annað fólk, undir miklum þrýst- ingi o.fl. Trúuðum eru gefnar mismunandi gjafir (I.Kor. 12:4—11). Þú getur átt gjöf, sem ég á ekki og svo öfugt. Þegar við tölum um ávöxt andans er sam- kvæmt Bíblíunni grundvallarmunur á þessu tvennu. Annars vegar gjöfum andans og hins vegar ávexti andans. Ólíkt gjöfum andans er ávexti and- ans ekki skipt á milli hinna trúuðu. Guð reiknar með ávexti andans í lífi sérhvers okkar. Það er athyglisvert að Biblían talar um ávöxt andans, en ekki ávexti andans (Gal. 5:22). Heilagur andi er upphaf ávaxtar í lífi okkar. Á sama hátt og við tölum um Heilagan anda, sem einn anda, sem þó er mörgum gefinn, á sama hátt er einn ávöxtur andans mörgum gefinn. Sá sem hefur ávöxt andans í lífi sínu hefur allt sem talað er um í Gal. 5:22 : Kærleika, gleði, frið, langlyndi, gæzku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi. Við getum ekki talað um að bera ávöxt að hálfu leyti. Annað hvort berum við ávöxt í lífi okkar eða ekki. Hvernig getur ávöxturinn vaxið Hvernig fer Heilagur andi að því að framleiða ávöxt í lífi okkar. Það eru tveir ritningastaðir sem hjálpa í því sambandi: I. Sálmur 1. Þar er guðlega manninum líkt við tré, sem gróðursett er hjá vatnslækjum: „ . . . heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lög- mál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróður- sett hjá vatnslækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki, og allt er hann gjörir lánast honum“. Sálm. 1:2—3 Hér er talað um að sá sem ber ávöxt er sá, sem ekki aðeins les Guðs orð heldur hugleiðir það. Það er afskaplega þýðingarmikið að við hug- leiðum það sem við lesum, til þess að orð Guðs festi djúpar rætur í lífi okkar. Davíð konungur segir í Sálm. 119:11, „Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér.“ Orð Guðs er lifandi og kröftugt og í því er varð- veitandi kraftur. Og þegar við lesum það og hugleiðum, þá sannfærir Heilagur andi okkur um það sem þarf leiðréttingar við í lífi okkar (II.Tím.3:I6—17). Ef Guðs orð er ekki með verður ekki um ávöxt eða andlegan vöxt að ræða í okkar lífi. II. Jóhn. 15. Þar talar Jesús um okkur sem greinar á vínviðnum. „Verið í mér, þá verð ég líka í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema þér sé uð í mér. Ég er vínviðurinn þér eruð greinarnar, sá sem er í mér og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt, því að án mín getið þér alls ekkert gjört (Jóh. 15:4—5). Hér eru nokkur atriði sem við skulum taka vel eftir: Við tökum fyrst eftir mjög skýru boði Drott- ins: „Verið í mér“. Þegar við erum í Kristi er ekkert sem getur komið þar á milli okkar og hans. En til þess að svo megi verða dag fyrir dag, þ.e.a.s. á mánudögum jafnt sem sunnudögum er allur sjálfs- agi í sambandi við bænalíf, Biblíulestra og samfélag trúaðra svo þýðingarmikill. „Án mín getið þér alls ekkert“. Jesús sagði: „Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá“. Ef við lesum og hugleiðum Guðs orð, og lifum í Kristi, berum við ávöxt, sem varir við. Heimurinn leitar fyrst og fremst eftir ávexti í lífi þínu. (I.Jóh. 3:18). Öll tré sem bera mikinn og góðan ávöxt eru vissulega falleg tré. 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.