Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 29
Gluggi með rauðköflóttum gardínum brosir við mér í hvert sinn sem mér verður litið út. Þessi gluggi tilheyrir fölgulu húsi beint á móti stofuglugganum mínum. Varla var hægt að segja að nrargt manna legði leið sína í þetta hús. Þó kom það fyrir að einn og einn bankaði upp, snaraðist inn og dvaldist lengi. Bak við þessar gardínur bjó gömul ekkja í ríki sínu. Hún var fámál við okkur hér í götunni, brosti sjaldan en kinkaði þó kolli er við heilsuðum henni í mjólkurbúðinni. Oft dvaidist ég við gluggann minn °g horfði yfir til nágrana míns. Mig langaði lil að kynnast henni. Að lokum tók ég á mig rögg kvöld eitt upp úr átta °g drap á dyrnar hennar. Erindið var einfalt, mig l^ngaði til að gefa henni þetta blað Afturelding. Ég Þauð gott kvöld. Ég gaf henni ekkert færi á að loka hurðinni, fyrst ég á annað borð var næstum komin 'nn á gafl til hennar. Ég sagði henni hreinskilnings- 'ega að mig langaði til að gefa henni þetta blað og ég bæði daglega fyrir henni. Að lokum bauð ég góða uótt. Hún horfði rannsakandi á mig, — heyrðu hinkraðu aðeins, viltu ekki koma rétt sem snöggvast uin og fá þér heitan sopa? Eldhúsið hennar var fátæklegt en hvert horn var yfirfullt af værum yl. Hún lagði bolla á borðið nsamt kökum og hellti bleksvörtu kaffi í bollann rr‘inn. Ég bað stutta bæn. Konan laut höfði, þegar ^ún leit upp sá ég tár blika í augnakrókum hennar. Aður en ég vissi af hafði þessi kona opnað hjarta sitt í þessari bók, segir Sonia Edin-Gillberg frá æsku sinni a drykkjumannsheimili. Hún lýsir þeim erfið- leikum, sem börn drykkjumanna eiga við að etja. Hvernig ofdrykkja lagði í rúst fallegt heimili ungra hjóna og framtíðin var dimm. Þá gerðist það undur að faðir Soniu frelsaðist fyrir trú á Jesúm Krist og allt breyttist til hins betra. Faðir Soniu, Erik Edin, er forstöðumaður L.P. Stiftelsen í Svíþjóð, sem er hliðstæða við Samhjálp hérlendis. í bókinni er lýst hvernig þessu stórkost- lega hjálparstarfi var hleypt af stokkunum. Einnig segir frá því hvernig Sonia komst sjálf til trúar, giftingu hennar, lífi og starfi. Bókin er 55 bls. í vasabroti. Verð 1800/- kr. Útg. Samhjálp. fyrir gestinum. Við eignuðumst dýrmæta stund saman, ásamt honum sem þekkir okkur betur en við gerum sjálf. Nærvera Drottins var greinileg. Áður en við skildum báðum við stutta bæn og Faðirvorið. Ég var ríkari er ég yfirgaf hús hennar, en þegar ég kom. Drottinn hafði gefið mér nýjan vin og leitt mig í veg sálar er þráði Hans frið. hl. Þessi frásögn getur hent okkur næstum daglega. En hversdagsleikinn með Guði er oft mjög spenn- andi. 29

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.