Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit: (Jtgefandi: Blaða- og bókaútgáfan, Hátúni 2, Reykjavík. Sími 91-20735 Framkvæmdastjóri: Guðni Einarsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Gislason. Ritnefnd: Daníel Glad. Hallgrímur Guðmannsson. Afturelding kemur út ársfjórðungslega, 32 síður hverju sinni. Árgjald: 1800krónur. Verð í lausasölu: 600 krónur. Árgjald erlendis: 2300 krónur Gjalddagi er I. apríl. Utanáskrift: AFTURELDING Pósthólf 5135, 125 Reykjavík. Póstgíró: 16 66 69 Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Forsíðumynd: ■d.itla hljómsvcitin“ í Fíladelfiu á Akurcyri 1946. Frcmri röð f.v.: Hulda Sigurbjörnsdótt- •r, Barbro Jutterström, Sigurlaug Kristins- dóttir. Aftari röð f.v.: Jóhann Pálsson, Ás- firímur Stefánsson, Hólmfriður Guðmunds- dóttir. Bls. 4 Vitnisburðir 6 Hvítasunnumenn á íslandi 14 Vitnisburðir 16 Ávöxtur Andans 19 Skírarinn í Heilögum Anda 20 Gjafir Andans 26 Ritningarstaðir um Heilagan Anda bessi Afturelding er tileinkuð verki Heilags Anda í lífi og starfi kristins fólks á íslandi um þessar mundir. Heilagur Andi er berandi kraftur kristninnar í dag. Fyrir- heiti Jesú Krists um úthellingu Andans uppfvllist okkar á meóal og sýnir að Postulasögunni er ekki lokið . . . í þessu blaði segja nokkrir einstaklingar frá reynslu sinni af Heilögum A nda. Þessi reynsla er ekki einskorðuð við ák veðnar kirkjudeildir, heldur „alla þá, sem Drottinn Guð vor kallar til sín “. Það staðfestist okkar á meðal að Drottinn úthellir af anda sínumyfir allt hold. í þessu blaði greinir frá fyrstu árum Hvitasunnuhreyfingar- innar hér á landi. Því efni verða vitanlega ekki gerð full skil í stuttri tímaritsgrein, en sérhverferð hefst á einu skrefi. Frœðandi grein Jóhanns Pálssonar um gjafir Heilags A nda kemur mörgum til góða, því við þörfnumst þess að gjafir And- ans verði virkari í trúarlífi þjóðarinnar. Að lokum skal lesendum bent á tvennt. Annars vegar er þátturinn SPURT OG SVARAÐ. Verið ekki feimin við að senda inn spurningar um andleg mál. Hins vegar minnum við á að okkur þykir alltaf vœnt um að fá bréf frá lesendum blaðsins og að þeir tjái sig um efni og innihald þess. Megi Guð blessa ykkur þetta blað. Guðni Einarsson. 3

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.