Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 14
RaiinvcÍK M. Níelsdóttir Sifjríðiir Hendriksdóttir Hann yfirgefur ekki Heilagur Andi í Jóhannesarguðspjalli 14; 16- 18 stendur þannig skrifað: ..Og ég rnun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan huggara, til þess að hann sé hjá yður eilíflega, anda sannleikans, hann sem heimurinn getur ekki tekið á móti, af því að hann sér hann ekki og þekkir hann ekki heldur. þér þekkið hann af þvi hann dvelur hjá yður og er í yður.“ Og í 25. og 26. versi, sama kafla: „Þetta hefi ég talað við yður, meðan ég var hjá yður, en huggar- inn. andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni. hann mun kenna yður allt, og minna yður á allt sem ég hef sagt yður.“ Eitt sinn, er mér fannst allur heimur minn hrun- inn, gaf Drottinn mér þessi orð. Ég skildi ekki alveg í fyrslu livað Drottinn meinti með þessu en síðar, er ég hugleiddi þessi orð rækilega, skildi ég vilja Guðs. Nokkru seinna var ég skírð í Andanum. Það yrði of langt mál að telja allt það upp, sem ég hef upplifað með Drottni síðan. En eitt er víst að það er sama hversu svart útlitið hefur verið , alltaf hefur huggarinn sent mér Ijós og lýst upp tilveruna. Það er nauðsynlegt fyrir okkur sem störfum í Guðs ríki að hafa Andann við hlið okkar. Nú á þessum síðustu tímum er, og hefur reyndar alltaf verið, svo margt sem stríðir á móti okkur og við megnum ekki að standa gegn því ein. En Andinn er öllu yfirsterkari og hann yfirgefur okkur ekki. Rannveig María Níelsdóttir. Elvað er Heilagur Andi? Heilagur Andi er þriðja persóna guðdóms- ins. Ég varð þeirrar gæfu og náðar aðnjótandi fyrir tuttugu og átta árum síðan að skírast með 1 Heilögum Anda og tala öðrum tungum eins og stendur í Postulasögunni 2:4. Hann gaf mér hluta af himni sínum, hann er mér berandi kraftur í gegnum lífið. í orði Guðs, Biblíunni, standa þessi orð: „Þér munuð öðlast kraft er Heilagur Andi kemur yfir yður.“ (Postulasag- an 1:8.) Þegar Jesús var hér á jörðinni sagði hann við lærisveina sína að hann færi burt og þegar hann væri farinn burt, mundi hann senda huggarann, sannleiksandann, sem er Heilagur Andi, til þeirra. Og hann mundi ieiða þá í allan sannleika, hugsið um þessi orð, — leiða í allan sannleika. Ef Heilagur Andi býr í okkur, þá gerum við það sem rétt er, af því hann leiðir okkur og upplýsir. Ég er aðeins kona, frelsuð af náð og skírð með Heilögum Anda og ég þrái að lofa Drottin rninn í anda og sannleika. Ef ég geri það ekki eða get það ekki, þá fer mér eins og Jeremía spámaður segir: „Þá var sem eldur Framhald á bls. 31 14

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.