Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 19
Hallgrímur Guðmannsson: Jesús skírir í Heilögum Arvda I dag þegar mikið er rætt og ritað, um starf Heil- ags Anda og einkum og sér í lagi, ef skírn í Heilög- um Anda er höfð í huga, mætti ætla að sumum finnist að Drottinn Jesús Kristur sé settur skör lægra en Heilagur Andi og jafnvel þokað til hliðar í þess- um umræðum. En sé Biblían sjálf, látin tala og lögð úl grundvallar þessu mikilvæga umræðuefni, kem- Ur allt annað á daginn. Vart ætti að þurfa að taka fram, að það er ekki á valdi eins eða neins, hvort heldur hann er biskup, prestur, predikari eða trúboði, kirkju eða kristins safnaðar hvaða nöfnum sem þau nefnast, að skíra með Heilögum Anda og eldi. Nú hefur mikill fjöldi endurfæddra kristinna manna, í hinum ýmsu kirkjudeildum og trúfélögum víða um heim, og þ-á.m. hérlendis, orðið aðnjótandi þeirrar miklu ^lessunar að skírast í Heilögum Anda og tala nýjum tungum. Hér er auðvitað sjálfur Drottinn að verki, en ekki menn. Hann sem skírir í Heilögum Anda. Strax, í byrjun Nýjatestamentisins kemur í ljós, að það ersjálfur Jesús Kristursem skírir í Heilögum Anda. Við lesum það sem Jóhannes skírari segir um Krist, í Matteus 3; 11. ,,Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá er mér máttkari sem kemur á eftir mér og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann niun skíra yður með Heilögum Anda og Eldi“. í hinum guðspjöllunum þremur, er lögð á það sérstök áherzla, að það sé Hann - Jesús Kristur - en ekki Jóhannes skírari eða einhver annar væntanlegur spámaður sem skíri í Heilögum Anda. Markúsarguðspjall 1 ;8, segir:.En Hann mun skíra yður með Heilögum Anda“. Lúkasarguðspjall 3; 16, segir; ,,Hann mun skíra yður með Heilögum Anda og eldi“. Og Jóhannesarguðspjall 1;34, hefur þetta að segja; „Hann er Sá sem skýrir með Heil- ögum Anda“. Þessi vitnisburður Biblíunnar ætti að nægja til að sýna, að það er sjálfur Frelsarinn Jesús Kristur sem skírir í Heilögum Anda. Hann sem er höfundur trúar okkar (Heb. 12;2) er Hinn eini Frelsari, hinn mikli læknir, Heilags Anda Skírarinn og hinn komandi konungur. Samkvæmt eigin orðum Jesú getum við séð, að hlutverk Heilags Anda er að upphefja og mikla Jesúm Krist. „Hann, —þ.e.a.s. Heilagur Andi mun vegsama mig, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður.“ (Jóh. 16; 14). Og ennfremur í Jóh. 15;26.“ . . . Sannleiksandinn - Heilagur Andi sem útgengur frá föðurnum hann mun bera mér vitni“. Öll þessi mikla blessun og auðæfi sem felast í Heilags Anda skírninni, kemur frá og veitist af Honum — Kristi sem allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar eru fólgnir í. (Kól. 2;3.) Skírn í Heilögum Anda og náðargjafir Andans í lífi hins frelsaða manns, miða að því einu, að gera Jesúm Krist stærri og dýrlegri í lífi hans. Að vera skírður með Heilögum Anda og tala nýjum tungum, er nokkuð sem enginn getur sjálfur státað af og notað sem skrautfjöður. Þessi dýrmæta reynsla ávinnst ekki fyrir okkar eigin góðverk og ágæti, heldur er hún gjöf frá Guði, Guði einum að þakka.(I.Kor. 14; 18). Þeir sem skírast í Heilögum Anda. Við höfum nú séð út frá Biblíunni, að það er Kristur sjálfur sem skírir í Heilögum Anda. Nú skulum við aðgæta nánar, hverjir þeir eru sem Hann vill skíra og skírir, í Heilögum Anda. Jafn skýrt og Biblían kennir, að allir menn verði ekki sáluhólpnir, Framhald á hls. 30 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.