Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 5
Drotdnn er hlutskipti mitt, ég hefi ákveðið að varðveita orðþín. Ég hefi leitað hylli þinnar af öllu hjarta, ver mér náðugur samkvœmt fyrirheiti þínu. Ég hefi athugað vegu mína og snúið fótum mínum að reglum þínum. Sálm. 119: 57—59 Það er mikil náð að finna mjóa veginn, því að fáir eru þeir sem finna hann (Matt. 7:13-14). Biblían segir okkur frá tveimur vegum, annar er breiður og auðfarinn, en hann liggur til glötunarinnar, og nargir fara þann veg. Því að þröngt er hliðið og tnjór vegurinn er liggur til lífsins. Það að ganga inn nrn þrönga hliðið og ganga síðan mjóa veginn, þýðir að þú ferð af vegi þeim er flestir ganga og verður öðruvísi. Þar brestur marga kjarkurinn. Að finna þetta hlið og ganga inn um það, er að finna Jesúm °g játa syndir þínar og fá fyrirgefningu, og byrja s*ðan nýtt líf, gönguna eftir mjóa veginum. Það er svo stórkostlegt við mjóa veginn að hann ferðu aldrei einn, því Jesús og englar hans eru alltaf með þér. En á breiða veginum ertu aleinn, þótt þú sért utnkringdur fólki. Það var í september 1973 sem ég tók á móti Jesú ^risti sem frelsara mínum, ég endurfæddist eins og talað er um í Jóhannesarguðspjalli 3. kaflá. Líf mitt breyttist, allt í kringum mig virtist breytast, hjarta milt fylltist friði og gleði, einhverju sönnu og tæru Sem ég hafði aldrei upplifað áður. Og það er eitt- ^vað sem varir. Það varð mér ljúft og gleðilegt að fá að ganga JTIJóa veginn með Jesú. Og nú er ég lít til baka um eið og ég skrifa þessar línur, þá er mér hugsað til Pess, hvað Jesús verður mér alltaf kærari og kærari eftir því sem tíminn líður. Þvílík forréttindi að fá að Pj°na honum og segja öðrum frá kærleika hans. Pegar Jesús bað fyrir hinum trúuðu áður en hann Var krossfestur, þá sagði hann. „Helga þú þá með sannleikanum, þitt orð er sannleikur.“ (Jóh. 17:17), sv° stendur „sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa", Þú skalt elska óvin þinn og biðja fyrir þeim sem gerir þér rangt til í hverri mynd, sem það kann að birtast. Þegar þú biður fyrir þeim, sem hefur gert þér eitthvað illt, þá berðu hann á bænarörmum fram . fyrir hásæti Guðs. Guð er kærleikur. Kærleikur þessi er fyrst og fremst einhliða. Guð er fullkominn. Þess vegna birtist hinn fullkomni einhliða kærleikur í því að Guð elskar alla menn jafnt, réttláta sem rangláta. Kristur sagði: „Verið fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkominn“. (Matt. 5;48). En í þessu birtist hinn fullkomni einhliða kærleikur, að við elskum ekki bara þá sem okkur elska. Það væri aðeins gagnkvæmur kærleikur. Heldur elskum við þá sem ekki elska okkur. Manninum er ekki eðlilegt að elska aðra en þá sem hann elska. Við gerum okkur grein fyrir þessum veikleika okkar að bera litla elsku til þeirra sem gera eitthvað á hluta okkar. í bæninni þá sækjum við kraft frá Guði til að beygja vilja okkar til hlýðni við kærleikann og fá þannig sigur yfir hvers kyns gremju, beiskju, illum hugsunum eða jafnvel hatri. Því verður j^að fyrir kraft andans, sem við öðlumst vernd fyrir því að hugsa, segja eða framkvæma eitthvað illt. f staðinn öðlumst við elsku. En elskan er band algjörleikans. Henni fylgir svo hinn djúpi, takmarkalausi friður Guðs er varðveitir hjörtu okkar og hugsanir í sam- félaginu við Krist. Sigurður Örn Leósson. (Jóh. 8:32). Það ætti að opna fyrir huga okkar, hversu þýðingarmikið það er að lesa Biblíuna - Orðið. Guð blessi þig. A sta Júlíusdóttir Keflavík 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.