Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 13
Sigurðar heitins Sveinssonar, er virðulegt samkomuhús, með minni og stærri sal og mjög vistlegri íbúð. Öll fag- verk liggja opin fyrir þeim Ásbræðrum og hvíldi mest á Áðalsteini, með framvindu verksins. Síldarplan þeirra Ásbræðra greip þarna inn í og eftir því sem vegnaði þar kom meira til hússins, hvort heldur voru bekkir, eða aðrir hlutir. Húsið var vígt 21. ágúst 1967 og hefir verið rekið starf þar alla tíð síðan. Magnea Sigurðardóttir hélt uppi fjölmennum sunnudagaskóla þarna um árabil. Sigur- ntundur Einarsson og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir övöldu þarna árum saman. Eftir að þau fluttust suður á 'and, var starfinu í Vopnafirði til liðsinnis Hrefna Brynja °g Snorri Óskarsson kennari. Síðar komu Helgi Jósefsson kennari og Arnbjörg kona hans þangað og veitir hann starfinu forstöðu. 1 Vopnafirði er góður akur fyrir málefni Drottins. Sunnudagaskóli er blómlegurog íbúarstaðarins sýna hjartahlýju og vinsemd. í Kirkjulækjarkoti hófust síðsumarmótin í byrjun ágúst arið 1950. Upphafsmaður að þessum mótum var Þórar- 'nn heitinn Magnússon frá Grundarbrekku i Vest- rnannaeyjum. Stakk hann þessari hugsun sinni að þeim er þetta ritar. Er það var flutt til Guðna heitins Markússon- ar, þá var hann opinn og framkvæmdasamur þegar í stað. Pyrsta mótið var haldið í trésmíðaverkstæði Guðna og sona hans. Bekkirnir voru plankar sem hvíldu á olíu- brúsum. Nú gerist það undur að starfið í Kirkjulækjarkoti vex og magnast fyrir kraft Heilags Anda, Guðni og synir hans byggja kirkju, sem varð ekki gömul. Hún varð bruna að bráð. Það var ekki gefist upp, heldur þegar í stað byggð ónnur og stærri. Prýðilegasta Guðshús. Um tíma var rekið Barnaheimili í „Kotinu“. Heimamenn voru vel sfuddir á þessum árum af Sigurmundi Einarssyni, Hend- r*k Einarssyni og svo Guðmundi Markússyni, er var þarna heimamaður og trúboði um árabil. Jafnhliða samkomustarfi, blaða- og bókadreifingu frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, þá voru þar reknar sumar- búðir fyrir börn árum saman. Það var líka gert á Görðum, Flateyri, undir stjórn Ester Nilsson frá Svíþjóð. Starf- sernin á báðum þessum stöðum, var sameinuð í eitt, þegar Kornmúli í Fljótshlíð var byggður Fíladelfíusöfnuð- )num í Reykjavík, til að rækta börn, eins og segir í bygg- 'rtgabréfi fyrir jörðinni 12. febrúar 1972. Undirskrifað af þáverandi landbúnaðarráðherra Halldóri Sigurðssyni. hramkvæmdir í Kornmúla hófust 1. maí 1972. Á 57 dög- Urn var byggð viðbótarbygging 93 fermetrar. Húsið vígt °8 heimilið tekið í notkun 7. júlí 1972. Heimilið hefir verið opið síðan, stöðugt aukið og endurbætt. Rúmast þar nu ■ sumardvöl meira en 40 börn, ásamt starfsliði. Yfir- smiður og forgöngumaður við lagfæringar og nýsmíði, var h'lagnús Guðnason, studdur af föður sínum, Guðna h^arkússyni, er sá langþráðan draum rætast, og svo hraeðrunum Guðna og Grétari Guðnasonum. Þáttur Giiðna heitins Markússonar var mjög þýðingarmikil! og raunar grundvallandi. Hann var síhvetjandi og vakandi ^yrir þessu máli og þegar dyr opnuðust, þá var ekki hik á öuðna Markússyni, að ganga þar inn. Þrátt fyrir háan aldur, þá var Guðni alltaf yngstur í anda í hópnum og lagði sig frant af alefni. Filadelfíusöfnuðurinn hefir rekið heimilið alla tíð, helsti trúnaðarmaður safnaðarins og forstjóri fyrir heimilinu. hefir verið Arinbjörn Árnason, studdur af Daníel Glad og Hinriki Þorsteinssyni. 1 Kornmúla hefir verið unnið mikið og gott verk og hafa þar margir lagt hönd á plóginn. Ekki er hallað á neinn þó Magneu Sigurðardóttur sé helst getið. Það hefir fylgt blessun starfinu fyrir alla hreyfinguna og ekki er annað hægt að álíta, en að þarna hefir verið stigið gæfuspor. Réttu ári eftir að Kornmúli fór af stað kom Hlað- gerðarkot til sögunnar. Ásmundur Eiríksson og kona hans höfðu um mörg ár líknað útigöngumönnum, þegar þau bjuggu að Hverfisgötu 44. Síðar kom Georg Viðar og rak starfsemi í bilskúr, í eigu Kristínar Kristjánsdóttur og manns hennar, Steingríms Bjarnasonar að Sogavegi 158. Þörfin var knýjandi, en aðstæður mjög takmarkaðar. Á öldungafundi í stjórn Fíladelfíu i Reykjavík, er haldinn var í byrjun janúar 1973, var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að stofna Samhjálp Hvíta- sunnumanna. Stofndagurinn var ákveðinn og reglugerð búin til. Það var 31. janúar 1973. Við undirbúning og framkvæmd þessa nauðsynjamáls lögðu margir hönd að verki. Auk stjórnar safnaðarins, stóðu þar fast með og fylgdu eftir Georg Viðar og fleiri. Nýttust kraftar þeirra í framkvæmd þessa máls. Guðni heitinn Guðmundsson í Hafnarfirði var mikill Samhjálparmaður. Hann komst i samband við Jónínu heitna Guðmundsdóttur forstöðu- konu mæðrastyrksnefndar og þar með opnaðist leið að Hlaðgerðarkoti. Filadelfíusöfnuðurinn keypti eignina og þar var hafið starf 9. júní 1973. Eins og gefur að skilja þá er hér um mjög vandasamt verk að ræða og ekki heiglum hent að standa í því. Georg Viðar var fyrsti forstöðu- maður starfsins þar efra. Stóð hann í því þar til í maí 1977. að Óli Ágústsson tók við. Gegnir Óli starfinu þegar þetta er ritað. Mikil framvinda er í starfseminni undir stjórn Óla og er hann studdur af bænum safnaðarins og góðu starfsliði. Langþráður draumur og mikil þörf. varð að veruleika 1. maí 1979, er Hverfisgata 44 var tekin á leigu, sem heimiti í borginni fyrir utangarðsmenn. Ætti það að verða mikill styrkur og hjálp fyrir þá er stríða við freist- ingar Bakkusar og hafa ekki í önnur hús að venda. Eins og gefur að skilja, þá hefir hér verið stiklað á stóru og kannski mörgu sleppt. En ekki þykir hæfa annað, en að málgagn Hvítasunnuhreyfingarinnar geymi þessar minningar. Því fremur, þegar háskólamenn taka sér sem prófverkefni að rita sögu Hvítasunnuhreyfingarinnar á íslandi, bæði hérlendis og erlendis. Þessi ytri rammi liggur þá augljós fyrir. Innri ramminn verður naumast festur á blað. nema þá hjartablöð og verða þá þar þekkt og lesin í lifi hinna kristnu af öllum mönnum. Sá lestur verður vænlegastur til árangurs. Ritað i maí 1979. EinarJ. Gislason 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.