Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 3
dyrunum svo börnin heyrðu ekki til mín, samt sem áður vöknuðu þau. Við hjónin eigum þrjá upp- komna syni. Bæði þeir og mað- urinn minn hafa sýnt mér frá- bæra umönnun. Ég var orðin 39 kíló að þyngd °g gat ekki borðað annað en hafraseyði. Læknarnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, en ekkert gagnaði. Það benti allt til þess að ég yrði að fara á sjúkrahús. Kvöld nokkurt tók ég meira >nn af sterkum töflum en venja var og fór á samkomu í söfnuð- 'num mínum. í neyð minni hrópaði ég til Guðs: „Ég orka þetta ekki lengur." En það skeði nokkuð merkilegt. Ég heyrði rödd segja: „í kvöld skalt þú fara fram til fyrirbæna.“ Ég gerði svo, eftir samkomuna. Forstöðumað- Ur safnaðarins og öldungarnir •ögðu hendur yfir mig og báðu. Á sama augnabliki hurfu allir verkir. Fékk fullvissu Daginn eftir sat ég og las í Biblíunni um konuna, sem hafði haft blóðlát í 12 ár og sem lækn- aðist er hún snerti við klæðafaldi •Jesú. Ég fann að þetta var kveðja hl mín: „Vesla, trú þín hefur frelsað þig, rís upp og ver heil- brigð frá því sem þjakar þig.“ Frá þeirri stundu var ég viss Um að Drottinn mundi reisa mig UPP frá hjólastólnum. Hvern dag, naestu fimm ár, lifði ég í eftir- væntingu. Mun þetta ske í dag? í*ú ert læknuð • marsmánuði 1982, stóð til að hafa raðsamkomur í söfnuði mínurn í Álaborg og blindi trú- hoðinn, Rolf Karlsson, átti að Predika í þrjú kvöld. Þetta hafði verið vandlega undirbúið, en n°hkrum vikum áður en sam- komurnar áttu að hefjast, dó Rolf. Það var boðað til sérstaks safnaðarfundar. Áttum við að aflýsa samkomunum. „Nei,“ sagði forstöðumaðurinn okkar. „Við höfuni samkomur engu að síður— og við biðjum fyrir sjúk- um eins og áætlað var.“ Og þannig varð það. Ég er í söngkór safnaðarins og sat í hjólastól á ræðupallinum. Fyrsta kvöldið komu margir til að biðja fyrir mér, en án þess að nokkuð skeði. Næsta kvöld varég á sama stað. margir komu fram til að láta biðja fyrir sér og á meðan söng kórinn nokkra söngva, en rödd mín brast og ég kom ekki upp nokkrum tón. Þess í stað sat ég og bað fyrir öðrum að Guð mætti lækna þá. Að lokum ákvað ég að „aka“ til hinna. En einmitt á þeirri stundu sem ég losaði um bremsuna á hjólastólnum, tók ég að skjálfa ógurlega. Það byrjaði i handleggjunum og leiddi niður í fætur. Þeir sem stóðu næst mér héldu að nú væri ég að deyja. í nokkrar mínútur var ég í allt öðrum heimi. Þegar ég kom til sjálfrar mín á nýjan leik, stóð forstöðumaðurinn við hlið mér og hélt í hönd mína. „Þú ert læknuð,“ hljómaði í eyrum mín- um. Ég reis upp og fór að ganga fram og aftur og hélt í hönd for- stöðumannsins. Ég sem hafði ekki stigið eitt skref í 14 ár. Fætur mínir höfðu verið lamaðir að tveim þriðja hluta. Andlit mitt hafði líka verið lamað öðru megin. Nú var öll lömun burt tekin. Fullkomið verk í rauninni hefði ég átt að læra að ganga á nýjan leik, en fæturnir höfðu fullan styr.kleika, og ég gekk eins og ég hmðÉáðúr gert á mínum yngri ^rifm.. Og síðan hefur allt horft til 'bétri vegar. S Nýlega gekk ég 15 kílómetra án þess að finna til þreytu. Drottinn hefur unnið fullkomið verk, segir Vesla brosandi. „Hefur þú látið lækna rann- saka þig?“ — Ég hafði fyrst samband við heimilislækninn minn. Hann var nærri búinn að fá taugaáfall. „Þetta er meira en kraftaverk!“ sagði hann. Seinna fór ég til sér- fræðings. Hann sagði: „Heimil- islæknirinn þinn hringdi til mín og sagði að sér hefði stórbrugðið og nærri fengið áfall.“ „Hvað varð um hjólastólinn?“ — Það er langt síðan honum var skilað aftur til Hjálpartækja- bankans. í heildina hef ég útslitið fjórum hjólastólum. Þýtt: Garðar Loftsson

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.